Loftslagsstefna Rangárþings eystra

Á 317. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var ný loftslagsstefna fyrir sveitarfélagið samþykkt. Vinna við loftslagsstefnuna hefur staðið yfir stærstan hluta ársins 2023 og var gerð með leiðsögn og í samvinnu við Elísabet Lárusdóttur umhverfissérfræðings hjá SASS.

Samkvæmt lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál ber öllum sveitarfélögum að marka sér stefnu í loftslagsmálum og því er mjög ánægjulegt að þessi stefna hafi litið dagsins ljós.

Stærsti hluti af vinnu við stefnuna var í tengslum við gagnaöflun þar sem rekstur sveitarfélagsins var skoðaður. Einnig var haldinn rýnifundur þar sem fulltrúum allra stofnana sveitarfélagsins var boðið að koma sem og fulltrúum í Skipulags- og umhverfisnefnd.

Samkvæmt niðurstöðum stefnunnar var losun Rangárþings eystra fyrir árið 2022 645,5 tonn Co2 og má áætla að kostnaður vegna losunarinnar sé um 71 miljónir króna. Loftslagsstefnan skal vera rýnd ár hvert af stýrihóp um loftslagsmál.

Fram til 2033 mun Rangárþing eystra draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna eigin reksturs um samtals 40% miðað við árið 2022. Rangárþing eystra mun fyrst og fremst leggja áherslu á að draga úr losun í rekstri en einnig kolefnisjafna alla eftirstandandi losun með kaupum á vottuðum kolefniseiningum frá árinu 2025.

Loftslagsstefna Rangárþings eystra