Leikjanámskeið Dímonar sumar 2015

Frjálsíþróttadeild Dímonar stendur fyrir leikjanámskeiðum á Hvolsvelli í sumar.  Fyrsta námskeiðið hefst þriðjudaginn 26. maí - 5. júní ,  annað námskeiðið er frá 8. júní - 19. júní.  Ef nægur fjöldi fæst á þriðja námskeiðið þá verður það haldið frá 22. júní - 3. júlí.       

Námskeiðin eru fyrir börn fædd árin 2003 – 2010  ( 1. – 6. bekkur ).  Hópunum verður skipt eftir aldri og stefnt er að því að allir iðkendur fái verkefni við hæfi.  Námskeiðið er frá kl. 9 - 16 en hægt er að fá gæslu frá  kl. 8 - 9 og 16 -17 gegn 3.000 kr. greiðslu á viku. Greiðsla  fyrir hvert námskeið leggist inn á reikning Frjálsíþróttadeildar Dímonar 0182-05- 846, kt. 510697-2279, vinsamlegast setjið  nafn barns til skýringar á greiðslu ásamt 3.000 krónunum á viku fyrir þá sem kaupa gæsluna. Vinsamlegast greiðið hvert námskeið við upphaf þess.

Börnin þurfa að koma klædd eftir veðri og með nesti fyrir daginn og  koma með sundföt alla daga.
Umsjónarmen eru Ólafur Elí  og Þröstur Sigfússon ásamt leiðbeinendum úr vinnuskólanum. 

Verð fyrir eitt námskeið  þ.e. tvær vikur er 15.000, veittur er 25% systkinaafsláttur af námskeiðsgjaldinu ekki gæslunni.

Skráningar fara fram á netfanginu olieli@simnet.is  Þar þarf að koma fram nafn og kennitala barns. Símar foreldra og netföng.  Ásamt því ef barnið er haldið einhverju ofnæmi, taki inn lyf eða eitthvað annað sem umsjónamenn þurfa að vita um barnið. 

Dagskrá verður birt á dimonsport.is  fyrir hverja viku í senn.