Gyða Björgvinsdóttir, verkefnastjóri Barnvæns samfélags, hélt kynningu á verkefninu fyrir nemendur í 8. - 10. bekk Hvolsskóla í síðustu viku en sveitarfélagið vinnur nú að því að gerast Barnvænt samfélag.

Nemendurnir fengu einnig kynningu á starfi Ungmennaráðs Rangárþings eystra frá Ólafi Erni Oddssyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Eftir kynninguna afhenti Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, krökkunum sem kepptu í Skólahreysti viðurkenningaskjal og gjafabréf sem Gallerý Pizza gaf þeim.