Kvæðamenn í kvæðafélaginu Árgalanum með Sigurð Sigurðarson kvæðamann í broddi fylkingar heimsækja Reykjavík á Menningarnótt. Sunnlenskir krakkar á aldrinum sex til hundrað og sex ára munu kveða af fingrum fram stemmur frá mismunandi tímum í Höfuborgarstofu (Geysishúsinu) frá kl. 14.00 og fram eftir degi.

Mikill áhugi er fyrir íslenskum kveðskap. Bók Sigurðar Sigurðarsonar um kveðskap kom út hjá Hólaútgáfunni fyrir síðustu jól og er fjórða prentun nýkomin í hús. Af því tilefni mun Sigurður árita bók sína í nýrri verslun bókabúðarinnar Iðu í Grófinni (gamla Zimsen-húsinu) þar sem áhugasömum gefst kostur á að tryggja sér eintak.


Markaðsstofa ásamt ferðamálafulltrúum af Suðurlandi verður með ferðakynningu.