Kátir krakkar á Hvolsvelli.

Í blíðviðrinu í gær voru grillaðar pylsur fyrir iðkendur í borðtennis á Hvolsvelli. Í vetur hefur verið æft vel og mikið og er fjöldi iðkenda vaxandi en það eru hjónin Ólafur Elí og Ásta Laufey sem hafa staðið borðtennisvaktina undanfarin ár.  Þá var vorgleði í krökkunum sem æfa frjálsar og þau stilltu sér upp fyrir ljósmyndara að lokinni æfingu og voru á leið í ísferð með þjálfara sínum honum Rúnari Hjálmarssyni en hann hefur séð um frjálsíþróttaæfingar í allan vetur. Þau eru kát og hress krakkarnir sem voru í íþróttahúsinu í gær eins og myndirnar sýna.