Hvolsvöllur.is hátíðin fer fram þann 27. júní 2015.

Hvolsvöllur.is er fjölskyldhátíð í Rangárþingi eystra og fer hún fram á miðbæjartúninu. Hátíðin í ár er jafnframt sú sjötta og hefur ávallt heppnast vel. 

Íbúar sveitarfélagsins, brottfluttir, nýfluttir, aldrei fluttir og erlendir íbúar koma saman, grilla, borða og hlusta á tónlist á miðbæjartúninu. Það eina sem fólk þarf að koma með er matur á grillið, drykkir, leirtau og góða skapið. 
Kveikt  verður upp í kolunum kl. 18:00

Tónlistaratriðin eru öll leikin af listamönnum úr héraði og hafa hinir ýmsu listamenn komið og glatt gesti með sínum ljúfu tónum í gegnum árin.
Hin ýmsu tónlistarbönd hafa verið búin til vegna hátíðarinnar og hafa þau spilað fyrir gesti.
Í ár verður það tónlistarbandið „Magnaðar meyjar“ sem koma fram í 1. skipti og halda uppi stemmningu fram eftir kvöldi. (Nafnið er vísan í aðalstyrktaraðila hátíðarinnar)

Einn fastur tónlistarliður er þó á hátíðinni og er það harmonikkuleikur sem dunar á meðan gestir borða og rennur maturinn einstaklega ljúflega niður undir harmonikkuleik Ella frá Vatnsdal í Fljótshlíð.

Vélsmiðjan Magni og Stálnaust styrkja hátíðina mjög rausnarlega að þessu sinni og gera það kleift að bolirnir vinsælu verða gefins á svæðinu.
Frá byrjun hafa bolir verið gefins og mælast þeir mjög vel fyrir.
Bolirnir eru merktir Hvolsvöllur.is og eru þeir einnig með lógói sveitarfélagsins.

Flúðasveppir styrkja hátíðina með sínum ljúffengu sveppum og er nóg fyrir alla
Stjörnusnakk býður gestum upp á snakk eftir matinn.
Landsbankinn styrkir einnig hátíðina

Akstur fornbíla bíla og traktora hefur verið fastur liður og hafa fjölmargir komið með gömlu farartækin sín og tekið þátt í fjöldaakstri um þorpið.
Lagt er af stað frá Króktúninu kl. 15:00 keyrt um þorpið og endað á miðbæjartúninu þar sem fólk getur skoðað herlegheitin. 

Það er komin sterk hefð fyrir hátíðinni og hefur fjöldi fólks komið og notið nærveru hvers annars á ári hverju.
Allir velkomnir 

Undirbúningsnefnd.