Ungmennafélagið Eyfellingur stendur fyrir hreinsun á Seljavallalaug n.k. laugardag. Allir sem vettlingi geta valdið eru velkomnir að aðstoða við hreinsunina. Gott er fyrir fólk að hafa með sér skóflu, fötu eða kúst til að auðvelda verkið. Að hreinsun lokinni verða grillaðar pylsur. 

Mætum og tökum þátt í að gera fallegt svæði enn fallegra!