Heilsueflandi samfélag 2023

Rangárþing eystra hefur verið aðili að heilsueflandi samfélagi síðan í júní 2020. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Unnið er heildstætt með áhrifaþætti heilbrigðis og er meginmarkmið starfsins að skapa umhverfi og aðstæður sem stuða að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa í Rangárþingi eystra.

Í upphafi var skipaður þverfaglegur stýrihópur sem skipaður er sjö einstaklingum sem komu frá stofnunum Rangárþings eystra sem og fulltrúi eldri borgara og einnig fulltrúa ungmennaráðs. Frá því í maí 2022 er hópurinn skipaður átta einstaklingum. Formaður starfshópsins er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Starfshópurinn hefur hist að jafnaði níu sinnum á ári og hefur mikill hluti þeirra funda farið í að greina stöðuna í sveitarfélaginu með því að svara stöðluðum gátlistum frá Landlæknisembættinu. Spurningunum í gátlistunum er skipt í sjö flokka sem eru ,,Vellíðan að hollu mataræði“, Öruggt líf án ofbeldis og slysa“, Vellíðan með hornsteinum heilsu“, Vellíðan með geðrækt“, Vellíðan með hreyfingu og útiveru“, Vellíðan með markvissu lýðheilsustarfi“ og Vellíðan án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna“. Ásamt því að greina stöðuna hefur stýrihópurinn komið að skipulagningu á Heilsueflandi vikum, staðið að ýmsum verkefnum á vegum ÍSÍ sem og rætt um hvað við getum strax gert til að gera samfélagið okkar enn betra. Við höfum einnig staðið fyrir fyrirlestrum sem og könnunum meðal íbúa um hvað betur mætti fara í okkar sveitarfélagi.

Það sem liggur fyrir hjá starfshópnum árið 2024 að koma að gerð af ýmsum stefnum fyrir sveitarfélagið svo sem lýðheilsu-, íþrótta- og tómsstundarstefnu. Einnig verður lögð áhersla árið 2024 á ,,Vellíðan með geðrækt“. Fundargerðir frá stýrihópnum verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins frá og með árinu 2024.

Allar ábendingar, athugasemdir og hugmyndir að betra heilsueflandi samfélagi má gjarnan senda á heilsueflandi@hvolsvollur.is

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags Rangárþings eystra.

Ólafur Örn Oddsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og formaður hópsins

Tinna Erlingsdóttir fulltrúi frá Hvolsskóla.

Valborg Jónsdóttir fulltrúi frá leikskólanum Öldunni.

Guðrún Björk Benediktsdóttir Umhverfis- og garðyrkjustjóri.

Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi.

Svavar Hauksson fulltrúi eldri borgara.

Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri.