Hálka og hálkuvarnir.

 

Eins og flestir íbúar hafa væntanlega tekið eftir, hefur verið gríðarleg hálka víðsvegar í sveitarfélaginu undanfarna daga. Áhaldahúsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að hálkuverja þá staði, vegi, plön og gönguleiðir sem tilheyra sveitarfélaginu og munu gera það áfram.

 

Vegagerðin sinnir stofn, héraðs- og tengivegum og er einnig unnið að því að hálkuverja þá vegi eins og kostur er.

 

Rangárþing eystra biðlar til íbúa sinna að huga vel að hálkuvörnum á afleggjurum heim að bæjum og plönum, sér í lagi þar sem skólabílar þurfa að athafna sig og koma börnum í og úr skóla.

 

Þeim íbúum sem hafa hug á því að hálkuverja innan sinna lóða t.d. bílastæði og gönguleiðir er bent á að nálgast má sand á Áhaldhúsplaninu, gott að taka með sér fötu og skóflu.