Sunnudaginn 27. apríl verður haldið á Njáluslóðir. Ferðin er á vegum Kötlu jarðvangs og er liður í jarðvangsvikunni sem stendur yfir dagana 21.-27. apríl. Einnig er ferðin hluti af námskeiðsröð jarðvangsins og Fræðslunetsins en er öllum opin jafn ungum sem öldnum. 

Lagt verður af stað frá Sögusetrinu á Hvolsvelli kl. 13.00 og ekið á rútu inn Fljótshlíð og heim að Hlíðarenda. Þaðan er ekið áfram inn hlíð og niður Markarfljótsaura að Stóru Dímon. Ef til vill verður gengið á Dímon. Farið verður niður Austur- og Vestur- Landeyjar og framhjá sögufrægum stöðum svo sem Gunnarshólma og Bergþórshvoli. Ferðinni lýkur við Sögusetrið kl 17.00. Fararstjóri verður Sigurður Hróarsson bókmenntafræðingur og forstöðumaður Sögusetursins.
Verð er aðeins 3000 kr fyrir fullorðna og 1000 kr fyrir 15 ára og yngri. 

•Tími: Sunnudagur 27. apríl
•Staður: Sögusetrið Hvolsvelli
•Verð: 3.000 kr. (1000 kr fyrir 15 ára og yngri)
•Leiðbeinandi: Sigurður Hróarsson

Skráning fer fram hjá Steinunni hjá Fræðslunetinu í síma 560-2038, steinunnosk@fraedslunet.is eða á heimasíðu Fræðslunetsins www.fraedslunet.is . Nánari upplýsingar í síma 8570634 (Rannveig) eða á netföngin rannveig@katlageopark.is og jonabjork@katlageopark.is