María Jónsdóttir, íbúi á Kirkjuhvoli, varð 100 ára sunnudaginn 15. apríl sl. María bjó á Kirkjulæk í Fljótshlíð og eignuðust hún og maður hennar, Ólafur Steinsson, sjö börn.

Haldið var upp á afmæli Maríu á Kirkjuhvoli og heiðruðu margir afmælisbarnið og Maríanna Másdóttir og Aðalheiður M. Gunnarsdóttir komu og sungu fyrir gestina. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, færði Maríu blómvönd og platta með heillaóskum frá sveitarstjórn Rangárþings eystra.

Rangárþing eystra sendir Maríu og fjölskyldu hennar hugheilar hamingjuóskir með afmælisdaginn.