Bandaríski kórinn Denison Chamber Singers heldur tónleika í Sögusetrinu á Hvolsvelli fimmtudaginn 19. mars kl. 20:30.

Stjórnandi er Dr. Wei Cheng. Hún er þjóðkunnur tónlistarmaður í sínu heimalandi, prófessor, stjórnandi og söngvari og hefur m.a. unnið með Daniel Barenboim og Mstislav Rostropovich. Þá hefur Dr. Cheng séð um kórstjórn á alþjóðlegum óperuhátíðum og unnið til fjölda verðlauna. 

Á verkefnaskránni eru bæði ný og þekkt bandarísk kórverk, og einnig vinsæl söngleikja- & dægurlög.
Kórinn hefur ferðast víða og haldið tónleika um öll Bandaríkin, alla Evrópu, Suður-Ameríku og í Kína. Hefur kórinn hvarvetna hlotið afburða viðtökur og glimrandi gagnrýni. 
Aðgangur er ókeypis.