Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Hægt er að fylgjast með málunum á Skipulagsgáttinni.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Ytra-Seljaland – Nýtt deiliskipulag

Tillagan gerir ráð fyrir 39 lóðum undir frístundabyggð. Hver lóð verður um 0,5 ha að stærð og á hverri lóð er heimilt að byggja 130 m² frístundarhús ásamt 25 m² geymslu eða gestahús. Hámarks mænishæð frá gólfkóta er 6,0 m.

Eystra-Seljaland – breytinga á deiliskipulagi

Deiliskipulagsbreytingin tekur til þriggja landeigna við Eystra-Seljaland, F1, F2 og F3. Á F1 verður heimilt að byggja gestahús ásamt þjónustu- og starfsmannaaðstöðu, hámarksbyggingarmagn verður 600 m² með 6 m hámarks mænishæð. Á F2 verður heimilt að byggja allt að 2.000 m² gisti- og þjónustuhús með 50 herbergjum og allt að 9 m. mænishæð. Á F3 er hámarksbyggingarmagn 1.500 m² undir gisti- og þjónustuhús með allt að 9 m. mænishæð með 35 herbergjum.

Dílaflöt – breytinga á deiliskipulagi

Tillagan gerir ráð fyrir tveimur nýjum lóðum úr landi Dílaflatar, önnur 10,7 ha. og hin 4,3 ha. Innan skipulagsvæðisins er fyrirhugað að hafa allt að 12 gestahús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi og gufubaði. Heimilt verður að byggja 30-80 m² gestahús með hámarks mænishæð verður 4 m. frá gólfkóta.

Ofangreinda deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 22.nóvember 2023. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemd til og með 3.janúar 2024. Athugasemdir og ábendingum skal skila skrifleg með tölvupósti á netfangið bygg@hvolsvollur.is, í Skipulagsgáttina eða á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing í Rangárþingi eystra.

Butra – Aðalskipulagsbreyting

Verið er að breyta 25 ha. svæði úr landi Butru, L163998 úr landbúnaðarlandi (L1) í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).

Ofangreindar skipulagslýsing verður kynnt fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 29.nóvember n.k. kl. 8:30 til 10:00.

Einnig verður lýsingin aðgengileg á heimasíðu Rangárþings eystra og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 9.desember 2023.

Samkvæmt 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagstillaga í Rangárþingi eystra

Eystra-Seljaland – aðalskipulagsbreyting

Um er að ræða breytingu á landnotkun á Eystra-Seljalandi F7, L231719. Um 25 ha. landbúnaðarland (L1) verður skilgreint sem verslun- og þjónustusvæði (VÞ). Gert er ráð fyrir hótel- og veitingþjónustu.

Stóra-Mörk– aðalskipulagsbreyting

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðunum Stóra-Mörk 1 L163808, Stóra-Mörk 3 L163810 og Stóra-Mörk 3B L224421 úr landbúnaðarlandi (L) í ca. 3,4 ha. svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ), ca. 23 ha. svæði undir afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF) og ca. 27 ha svæði undir skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).

Dílaflöt– aðalskipulagsbreyting

Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca. 15 ha. svæði úr spildunni Dílaflöt L234644 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).

Rauðuskriður – aðalskipulagsbreyting

Breytingin felur í sér að breyta landnotkun við Rauðuskriður L164057. Verið er að minnka frístundarbyggðina úr 2,9 ha. í 1,8 ha., hluta af landbúnaðarlandi er breytt í verslunar- og þjónustusvæði ásamt íbúðarlóð.

Ofangreinda aðalskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 22.nóvember 2023. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemd til og með 3.janúar 2024. Athugasemdir og ábendingum skal skila skrifleg með tölvupósti á netfangið bygg@hvolsvollur.is, í Skipulagsgáttina eða á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs