Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Glæsistaðir – Deiliskipulagstillaga

Um er að ræða 1,0 ha spildu þar sem verður heimilt að byggja íbúðarhús og bílskúr á einni hæð með risi. Hámarksbyggingarmagn er 300 m2 og hámarkshæð bygginga allt að 8,5m frá botnplötu.

Sopi – Deiliskipulagsbreyting

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi á Sopa í V-Landeyjum. Breytingin felst í því að bætt er við nýjum byggingarreit undir 100 m2 aðstöðuhús.

Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 13. apríl nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 25. maí nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.