Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra


Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Heimaland – Deiliskipulagsbreyting 
Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins sem staðfest var 20. Desember 2001. Með deiliskipulagsbreytingunni eru skilgreindar lóðir undir núverandi byggingar á svæðinu. Byggingarreitir eru afmarkaðir og skilmálar eldra deiliskipulags uppfærðir. 

Nýibær – Deiliskipulag smáhýsa
Deiliskipulagstillagan tekur til um hektarar úr jörðinni Nýibær, Vestur-Eyjafjöllum. Tillagan tekur til byggingar tveggja smáhýsa og aðkomu að þeim.  

Neðri-Dalur 3 – Deiliskipulag landspildu
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta landspildunnar Neðri-Dalur 3, Vestur-Eyjafjöllum. Tillagan tekur til byggingar allt að 350m² einbýlishús ásamt bílskúr. Tillagan gerir ráð fyrir aðkomuvegi að spildunni frá Merkurvegi nr. 249. 

Lambafell – Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta jarðarinnar Lambafells, Austur-Eyjafjöllum. Tillagan tekur til fyrirhugaðrar verslunar- og þjónustulóðar innan jarðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu 150 – 180 herbergja hótels að hámarki 9000m², að hluta til á þremur hæðum. Einnig gerir tillagan ráð fyrir byggingu sundlaugar og heitra potta á lóðinni. 
 

Ofangreindar skipulagstillögur, er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, frá 14. maí 2015. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 25. júní 2015. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. 


F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi