9. fundur  í  Heilsu-, íþrótta-  og æskulýðsnefnd Rangárþings haldinn í Pálsstofu, Félagsheimilinu Hvoli, Austurvegi 8, Hvolsvelli, miðvikudaginn 27. febrúar 2013 kl. 17.30

Mætt voru: Helgi Jens Hlíðdal, Lárus Viðar Stefánsson, Björgvin Daníelsson, varamaður Tinnu Erlingsdóttur, Guðrún Birgisdóttir, Benedikt Benediktsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sem ritaði fundargerð, Lilja Einarsdóttir formaður setti fund og stjórnaði honum. 

Dagskrá:

1. Staða í málaflokknum – Benedikt Benediktsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
• Ungmennaráð er farið í gang og nokkuð virkt.
• Félagsmiðstöðin hefur verið í lagfæringum v/leka. Er komin í lag núna. Verið að mála oþh.
• Forvarnir, áhyggjur af  vímuefnanotkun í sveitafélaginu.
• Tour de Hvoslvöllur í undirbúningi. Fer fram 29.júní, rafræn tímataka.
• Heilsuvika 2013. Þarf að huga að tímasetningum, vera síðar t.d. um miðjan sept/lok sept.
• Samfellustaf um 94 % nemenda í skólanum eru skráðir í samfellu. Þarf að bæta úr upplýsingum um mætingu til foreldra.
• Líkamsræktaraðstaða, útttekt að beiðni sveitastjóra..
• Umsóknir vegna verk- og flokkstjóra vinnuskólans streyma inn
• Leikjamánskeið í samvinnu við íþr.f  Dímon.
• Heilsustígur,  Merkingar þarf  að bæta. Gera myndband af stígnum með uppl. hvaða æfingar er hægt að gera á hverri stöð.

 

2. Skólahreysti – Helgi Jens Hlíðdal.

Byrjaði skólahreystival í haust 20 krakkar í 10 vikur. Undankeppni var í Hvolsskóla í síðustu viku. Síðan verða valdir 5-6 krakka í æfingahóp fyrir Suðurlandsriðil sem fer fram 13.mars. Aðstaðan er ágæt og keppnisliðið er vel mannað. Kostnaður vegna ferða stuðningsmanna ræddur. Hefur verið í samstarfi skóla og  félagmiðstöðvar og nemendur greitt fargjald í rútu. Þjálfarar leggja til að fyrirkomulagið verði endurskoðað

3. Skipulag í nýjum sal í íþróttamiðstöð –

Fundarmenn fengu í gögnum, úttekt íþrótta- og æskulýðsfulltrúra.
Upphitunartækin þurf að vera í lagi.  Eftirlit þarf að vara í lagi í salnum.t.d. myndavélar og aðgangshlið. Ljósabekkur ætti ekki að vera. Tónlist þarf að vera í stöðinni. Þyrfti að vera starfsmaður sem er í stöðinni t.d. milli 6-8 og 18-20 til að kenna fólki.
Tillögur nefndar eftir að farið var yfir úttektina:
• Ganga til samning við Lúðvík í Olympus og gera tilboð í tækin sem þar eru.
• Kaupa  tvö hlaupabretti og skíðavél í viðbót við það sem er. 
• Athuga hvort að hægt sé að nýta svæði á efstu hæð betur með breytingu á stigaopi
• Félagsaðstaða íþróttafélaganna verði á gömlu skrifstofa forstöðumanns.
• Þjálfaraherbegið sem er skipulagt á stigapallainu nýttist betur sem opið rými þar sem komið er nýtt herbergi niðri fyrir þjálfara.
• Geymsla inn í líkamsræktarsal ætti að fara út.

4. Tillaga að húsnæði fyrir félagsmiðstöðina Tvistinn.
Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til að skoðað verði hvort kjallari undir tónlistarskóla komi til greina sem húsnæði undir félagsmiðstöðina Tvistinn, sem hefur verið í húsnæðisvandræðum undanfarin ár. Nefndin leggur til að gerð verði úttekt m.t.t. brunavarna og hentugleika húsnæðis og kostnaðar sem leggja þyrfti til. 
Samþykkt samhljóða

5. Tillaga að viðurkenningum til landsliðsfólks í Rangárþingi eystra.

Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til að Rangárþing eystra veiti öllum þeim sem leika með landsliðum innan vébanda ÍSÍ viðurkenningu.
Samþykkt samhljóða

 

6. Tillaga að íþróttamanni ársins í Rangárþingi eystra.

Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til að valin verði íþróttamaður ársins í Rangárþingi eystra og honum veitt verðlaun. Fengnar verði tilnefningar frá öllum íþróttafélögum í Rangárþingi eystra (KFR, GHR, Dímon, Skotf.skyttur, Hestam.f. Sindri) um afreksfólk innan sinna raða.  Heilsu-, íþrótta-  og æskulýðsnefnd, í samvinnu við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, velur síðan þann sem þau telja best að titlinum komin.

Samþykkt samhljóða.  Farið yfir tilnefningar og ákvörðun tekin á næsta fundi

7. UMFÍ: „ Ungt fólk og lýðræði“ þátttaka ungmenna úr sveitarfélaginu.

Sveitastjórn hefur samþykkt að styða verkefni. Erindinu vísað  til ungmennaráðs.

8. 3. fundur ungmennaráðs, 5.desember 2012.

Staðfest

9. 4. fundur ungmennaráðs ,17. janúar 2013.

Bókun við lið nr.2 Tillaga um húsnæði í kjallara tónlistarskóla. Staðfest

10. Skoðunarferð í nýbyggingu við íþróttsmiðstöð.

Fundarmenn mjög ánægðir að fara og skoða bygginguna ýmsar pælingar komu fram.

 

Fundi slitið 19:40

     
Lilja Einarsdóttir      
Björgvin Daníelsson    
Lárus Viðar Stefánsson     
Helgi Jens Hlíðdal
Guðrún Birgisdóttir