Fundur í Fjallskilanefnd Fljótshlíðar þann 18. janúar 2005 kl. 21:00 að Staðarbakka.

Mættir voru: Kristinn, Jens, Eggert og Baldur Fitjamýri.

Þetta gerðist:

1. Úrskurðir Óbyggðanefndar 10. des. 2004 varðandi þjóðlendumörk í Fljótshlíð, Þórsmörk og Eyjafjöllum. Samkvæmt úrskurðinum er tekið undir þjóðlendur allur afrétturinn, Grænafjall ásamt hluta af Klofningum,sem keypt var af Fljótsdal 1966, Almenningar, Þórsmörkin, Goðaland, Teigstungur, Múlatungur, Stakkholt, Steinsholt og Merkurtungur einnig er miðað við jökulrönd samkvæmt myndum teknum 1998 en jökullinn hefur hörfað talsvert síðan.
Allir fundarmenn voru mjög ósáttir við þennan úrskurð.
Telja fundarmenn að allt þetta land hafi gegnum aldirnar tilheyrt að fullu og öllu þeim lögbýlum og kirkjujörðum sem hafa nýtt það.
Enginn hafi nokkur tímann reynt með þessum hætti að ná þessum svæðum undan lögbýlum fyrr en nú að ríkisvaldið með einhliða aðgerð ætlar að slá eign sinni á það. Verður það að teljast sem hrein eignaupptaka.
Fjallað var um hvernig best væri að standa að næstu skrefum í þessu máli. Teljum við fundarmenn að nú þegar þurfi að fara af stað með vinnu við að kynna þennan úrskurð fyrir hagsmunaaðilum og kannaðir séu þeir möguleikar til að hnekkja þessum úrskurði.

2. Rætt var um styrkveitingu úr landbótasjóði.


Ekki fleira gert, fundi slitið.


Kristinn Jónsson
Baldur Björnsson
Eggert Pálsson
Jens Jóhannsson