8. fundur  Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar Rangárþings eystra, haldinn í Pálsstofu, miðvikudaginn 21. nóvember 2012 kl. 17.00.

Mætt voru: Helgi Jens Hlíðdal, Lárus Viðar Stefánsson,Tinna Erlingsdóttir, Lilja Einarsdóttir, sem ritaði fundargerð og Hrafnkell Stefánsson forstöðumaður íþróttamannvirkja. Guðrún Ósk Birgisdóttir boðaði forföll og varamaður hennar Ingveldur Guðný Sveinsdóttir komst ekki.
Dagskrá:

1. Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar – Hrafnkell Stefánsson mætir á fundinn

Hrafnkell fer yfir notkun íþróttamiðstöðvarinnar og sundlaugarinnar.
Sífelld aukning á notkun íþróttamiðstöðvarinnar ár frá ári.
Notkun sundlaugarinnar svipuð og verið hefur.
Verið er að ganga frá bráðabirgðainngangi í íþróttahús þar sem viðbygging er nú á því stigi að ekki er innangengt milli klefa og íþróttasalar. Hrafnkell vinnur að því í samvinnu við hlutaðeigandi aðila að það verði með sem best að því staðið.  Hrafnkell yfirgefur fundinn.

2. Tillaga að fulltrúum í ungmennaráð Rangárþings eystra

Fyrir hönd grunnskólanema:
Aðalmenn: Eydís Bergmann, Viðar Gauti Önundarson
Varamenn: Ragnar Þorri Vignisson, Emil Þórðarson
Fyrir hönd framhaldsskólanema:
Aðalmenn: Hrafnhildur Hauksdóttir,Bjarki Oddsson
Varamenn: Guðrún Ósk Jóhannsdóttir, Kristþór Hróarsson
Fyrir hönd Dímonar, íþróttafélags:
  Aðalmaður: Sigurður Borgar Ólafsson
  Varamaður: Kolbrún Gilsdóttir
Fyrir hönd KFR, knattspyrnufélags:
  Aðalmaður: Przemyslaw Bielawski   
  Varamaður: Leifur Auðunsson
Fyrir hönd  GHR, golfklúbbs:
Aðalmaður: Jón Sigurðsson
  Varamaður: Ekki tilnenfdur
Fyrir hönd Ýmis, björgunarfélags
  Aðalmaður: Harpa Sif Þorsteinsdóttir
Varamaður: Birgir Svanur Björgvinsson
Fyrir hönd Geysis, hestamannafélags:
  Aðalmaður: Fanney Úlfarsdóttir
  Varamaður: 
Íþrótta og æskulýðsfulltrúa falið að boða til fyrsta fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17.50
 
Lilja Einarsdóttir     
Lárus Viðar Stefánsson
Helgi Jens Hlíðdal     
Tinna Erlingsdóttir