7. fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra haldinn miðvikudaginn 10. apríl 2013, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli

Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1304002 Syðri-Kvíhólmi - Landskipti
1304003 Hrútafellskot – Útlínur og stærð jarðar
1304004 Hrútafellskot – Heimild til deiliskipulagsgerðar
1304005 Hellishólar - Deiliskipulagsbreyting
1304006 Bygging varnargarðs við Kverkina – Framkvæmdaleyfi
1304010 Völlur 1 – Heimild til deiliskipulagsgerðar og ósk um að svæðið verð skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi Rangárþings eystra

BYGGINGARMÁL:
1303033 Litlagerði 15 – Byggingarleyfi fyrir bílskúr
1304007 Búðarhóll 1 – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við fjós 
1304008 Austurvegur 4 – Umsókn um leyfi fyrir skilti
1304009 Seljalandsfoss – Umsókn um leyfi fyrir greiðasölu
1304011 Lágafell – Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum utan og innanhúss.

BREYTINGAR Á ÚTSENDRI DAGSKRÁ:
1303037 Torfastaðir, Hlíðarbakki - Deiliskipulag

SKIPULAGSMÁL
1304002 Syðri-Kvíhólmi – Landskipti
Rannveig H. Gunnlaugsdóttir kt.051152-3019, f.h. Ragnars Gjuðjónssonar kt.021123-2509, óskar eftir staðfestingu á skiptingu jarðarinnar Syðri-Kvíhólmi ln.163801, skv. meðfylgjandi undirrituðum uppdrætti unnum af Höllu Kjartansdóttur dags.27.feb.2013. Lögbýlisréttur fylgir áfram jörðinni Syðri-Kvíhólmi ln.163801.
Nefndin óskar eftir því að greinargerð sem skýrir ástæðu landskiptanna verði send til skipulags- og byggingarfulltrúa. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemd við landskiptin.

1304003 Hrútafellskot – Útlínur og stærð jarðar
Ásta Skæringsdóttir kt.150269-4829, f.h. Skærings Eyjólfssonar kt.260139-2159, óskar eftir samþykki á útlínum og stærð jarðarinnar Hrútafellskot ln.163669, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 4.mars 2013.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við útlínur og stærð jarðarinnar en fer jafnframt frammá að skilað verði inn uppdrætti samþykktum af eigendum aðliggjandi  jarða.

1304004 Hrútafellskot – Heimild til deiliskipulagsgerðar
Steinsholt sf. f.h. Ástu Skæringsdóttur og Guðmundar Gunnarssonar, óskar eftir heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á um 5 ha svæði úr jörðinni Hrútafellskot ln.163669. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagið taki til byggingu sumarhúss, gestahúss og geymslu/skemmu. 
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili deiliskipulagsgerð. Nefndin leggur til að fallið verði frá gerð lýsingar fyrir tillöguna skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur tillögunanr liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra. 

1304005 Hellishólar - Deiliskipulagsbreyting
Breytingin felst í stækkun gistiskála, byggingarreitur veitingahúss er felldur niður í Lambhúshól en í hans stað er gert ráð fyrir gistihúsi með allt að 60 gistiherbergjum. Mörkuð er 6.705m² lóð um eignina. Byggingarmagn þjónustuhúss á tjaldsvæði minnkað og mörkuð lóð um eignina. Gerðar eru breytingar á bílastæðum og vegslóða. Lóðin Réttarmói 1 er minnkuð úr 5.398m² í 4.779m². Mörkuð er 2.984m² lóð um íbúðarhús Hellishóla. Mörkuð er 4.490m² lóð um veitingahús.
Tillagan hefur áður verið til meðferðar hjá sveitarstjórn og var áður auglýst 18.apríl 2012. Vegna formgalla er tillagan tekin aftur til meðferðar.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að breyting hefur átt sér stað frá því að skipulagið var auglýst síðast. Íbúðarhúsi hefur verið breytt í gistihús.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillagan verði endurauglýst skv. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

1304006 Bygging varnargarðs við Kverkina - Framkvæmdaleyfi
Á fundi sínum þann 30. nóvember 2012, frestaði skipulags- og byggingarnefnd afgreiðslu framkvæmdaleyfis Vegagerðarinnar fyrir byggingu varnargarðs við Kverkina og óskaði eftir frekari gögnum. Nú liggur fyrir nánari útfærsla á byggingu garðsins og samþykki landeiganda og óskar Vegagerðin því eftir framkvæmdaleyfi fyrir byggingu garðsins
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir varnargarði við Kverkina.

1304010 Völlur 1 – Heimild til deiliskipulagsgerðar og ósk um að svæðið verð skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi Rangárþings eystra
Landeigendur að Velli 1, ln.164206 óska eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir um 34 ha svæði úr jörðinni. Deiliskipulagið mun taka til alls 14 frístundahúsalóða. 
Einnig óska landeigendur eftir því að umrætt svæði verði skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi Rangárþings eystra. 
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili deiliskipulagsgerð. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulagssvæðið verði skilgreint sem frístundahúsasvæði í vinnu við endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra, sem nú er í vinnslu. 

BYGGINGARMÁL:
1303033 Litlagerði 15 – Byggingarleyfi fyrir bílskúr
Einar Erlendsson kt.061246-4369, sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr við einbýlishús sitt að Litlagerði 15, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Rúnari Guðmundssyni dags.1.mars 2013. 
Byggingaráform samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna erindið.

1304007 Búðarhóll 1 – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við fjós
Haraldur Konráðsson kt.180955-5269, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við geldneytafjós að Búðarhóli 1 ln.163850, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Byggingaþjónustu bændasamtaka Íslands, dags.12.feb.2013.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform.

1304008 Austurvegur 4 – Umsókn um leyfi fyrir skilti
Unnar Garðarsson, f.h. Óbyggðaferða, sækir um leyfi til að koma fyrir skilti á gafli húsnæðisins Austurvegar 4, Hvolsvelli, skv. meðfylgjandi mynd og erindi. 
Erindinu hafnað. 

1304009 Seljalandsfoss – Umsókn um leyfi fyrir greiðasölu
Atli Már Bjarnason, Elísabet Þorvaldsdóttir og Heimir Freyr Hálfdanarson, sækja um leyfi til að setja upp 30-50m² timburhús við bílastæðið við Seljalandsfoss. Í húsinu mun verða rekin greiðasala fyrir ferðafólk. Um er að ræða bráðabyrgðarbyggingu. 
Kristján Ólafsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Erindinu hafnað. Skipulags- og byggingarnefnd ítrekar að vinna við deiliskipulag fyrir svæðið í heild er ný hafin og kemur sú vinna til með að taka til m.a. bygginga á svæðinu. 
Kristján Ólafsson kemur aftur til fundar.  

1304011 Lágafell – Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum utan og innanhúss.
Sæunn Þóra Þórarinsdóttir kt.160373-5209, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum bæði innan og utanhúss á íbúðarhúsinu að Lágafelli skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Proark teiknistofu dags. í mars 2013.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform. 

BREYTINGAR Á ÚTSENDRI DAGSKRÁ:
1303037 Torfastaðir, Hlíðarbakki – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan var samþykkt í sveitarstjórn 14. febrúar 2013 og tillagan send Skipulagsstofnun. Í erindi dags. 21.mars gerir stofnunin smávægilegar athugasemdir við tillöguna.
Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunnar og tillagan lagfærð í samræmi við þær. Tillaga að deiliskipulagi Torfastaða, Hlíðarbakka samþykkt. 

Fundi slitið kl. 12:00
Guðlaug Ósk Svansdóttir                          
Haukur Guðni Kristjánsson
Kristján Ólafsson                                      
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson            
Anton Kári Halldórsson