27. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, fimmtudaginn 29. september 2011 kl. 10:00.

 

Mættir: Gunnsteinn R. Ómarsson og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Guðni G. Kristinsson, varðstjóri. Egill Sigurðsson boðaði forföll.

 


Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum.

  1. Starfsmannamál
    Rætt var við Guðna G. Kristinsson um starfsmannamál. M.a. kom fram að 15 manns frá Hellu væru skráðir í Brunavarnaskólann og 5 frá Hvolsvelli. Guðni hefur þá skoðun að efniviður allur sé til staðar hjá slökkviliðinu. Hann lýsir yfir áhuga fyrir áframhaldandi starfi fyrir slökkviliðið svo framarlega sem það sé ekki undir stjórn núverandi slökkviliðsstjóra.
    Í ljósi umræðna um starfsmannamál á síðustu fundum stjórnar er stefnt að því að boða til fundar með starfsmönnum slökkviliðsins þriðjudaginn 4. október nk. eða svo fljótt sem verða má.
    Stjórn Brunavarna setur sér það markmið að ákveða fyrirkomulag yfirstjórnar slökkviliðsins fyrir næstu áramót. Guðni G. Kristinsson samþykkir að starfa áfram fyrir slökkviliðið skv. óbreyttu til áramóta. Verði niðurstaða ekki fengin á þeim tímapunkti lætur Guðni af störfum að eigin ósk.


Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 10:50.

Ágúst Ingi Ólafsson
Gunnsteinn R. Ómarsson
Guðni G. Kristinsson