231. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, fimmtudaginn 9. nóvember 2017, kl. 12:10.
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Guðmundur Viðarsson, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti leggur til að liður 2 verði tekinn af dagskrá þar sem Byggðarráði hefur ekki tekist að ljúka fjárhagsáætlun vegna tæknilegra örðugleika við nýtt bókhaldskerfi.
Gengið var til formlegrar dagskrár:
Dagskrá:
1.166. fundur byggðarráðs Rangárþings eystra. 09.11.2017. Samþykkt samhljóða.
2.1711021 Tillaga að fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2018-2021. Fyrri umræða. Tekinn af dagskrá.
3.Álagningarreglur Rangárþings eystra 2018. Gjaldskrá um Álagningarreglur Rangárþings eystra 2018 samþykkt fyrir utan A-stofn. Umræðum um A-stofn frestað. Gjalddagar á fasteignagjöldum lægri en 30.000 kr. verður 1. apríl og eindagi 1. maí.
4.Gjaldskrá fyrir fráveitugjald í Rangárþingi eystra 2018. Samþykkt samhljóða.
5.Gjaldskrá fyrir vatnsveitu Rangárþings eystra 2018. Samþykkt samhljóða.
6.Gjaldskrá Skógaveitu 2018. Samþykkt samhljóða.
7.Gjaldskrá fjallaskála 2018. Samþykkt samhljóða.
8.Gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra 2018. Samþykkt samhljóða.
9.Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Rangárþingi eystra 2018. Samþykkt samhljóða.
10.Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar 2018. Samþykkt samhljóða.
11.Gjaldskrá félagsheimila 2018. Samþykkt samhljóða.
12.Gjaldskrá leikskóla 2018. Samþykkt samhljóða.
13.Gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla 2018. Samþykkt samhljóða.
14.Reglur og gjaldskrá fyrir Skólaskjól Hvolsskóla 2018. Samþykkt samhljóða.
15.Gjaldskrá fyrir kattahald í þéttbýli Rangárþings eystra 2018. Samþykkt samhljóða.
16.Gjaldskrá fyrir hundahald á Hvolsvelli 2018. Samþykkt samhljóða.
17.1711018 Fasteignagjöld og útsvar árið 2018. Afgreiðslu frestað þar til fjárhagsáætlun hefur verið kláruð.
18.1711008 Héraðssambandið Skarphéðinn: Beiðni um fjárstuðning fyrir 2018.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að styrkja HSK um 100 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins
19.1711010 Rangæingafélagið: Framlenging lóðarleigusamnings við Hamragarða.
Afgreiðslu frestað þar til vinnu við deiliskipulag svæðisins er lokið.
20.1711011 Íþrótta- og afrekssjóður Rangárþings eystra.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra vísar erindinu til umræðu og frekari útfærslu í Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd.
21.1711012 Stígamót: Styrkbeiðni fyrir árið 2018.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hafnar erindinu að þessu sinni.
22.1711014 Kvennaathvarf: Styrkbeiðni fyrir árið 2018.
      Sveitarstjórn Rangárþings eystra hafnar erindinu að þessu sinni.
23.1711015 Skotíþróttafélagið Skyttur: Beiðni um styrk vegna internettengingar.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að styrkja Skotíþróttafélagið Skyttur um 36.000 krónur.
24.1711020 Öldungaráð Rangárvallasýslu: Tillaga um formann og varaformann.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra tilnefnir Heimi Hafsteinsson sem formann Öldungaráðs Rangárvallasýslu og Ástu Berghildi Ólafsdóttur sem varaformann.
25.1509035 Austurvegur 4: Leigusamningur fyrir verslunarhluta.
Drög að leigusamningi lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá leigusamningi samkvæmt umræðu á fundinum.
26.1708041 Eyvindarmúli: Ósk um umsögn sveitarfélagsins vegna stofnunar lögbýlisins Eyvindarmúla vestri.
Sveitarstjórn samþykkir að veita jákvæða umsögn um stofnun lögbýlisins Eyvindarmúla vestri.
27.1710055 53. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra. 02.11.2017.
SKIPULAGSMÁL:
1.1710065Dalssel II - Landskipti
Símon Oddgeirsson kt. 021227-2269 og Þórunn Ólafsdóttir kt. 200164-2889, óska eftir því að skipta 64,9 ha spildu úr jörðinni Dalssel II ln.192637, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholti sf. dags. 20. sept 2017. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái heitið Dílar. Lögbýlisréttur mun áframa fylgja Dalsseli II ln. 192637. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á spildunni. 
2.1710064Stóri-Dalur - Landskipti og samruni
Ragnar Matthías Lárusson kt. 141057-4569, óskar eftir því að skipta 65 ha spildu úr jörðinni Stóri-Dalur ln. 163811, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 20. sept. 2017. Einnig er óskað eftir því að hin nýja spilda verði sameinuð jörðinni Dalssel II, ln. 192637. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og að hin nýja spilda verði sameinuð jörðinni Dalssel II, ln. 192637.  
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og að hin nýja spilda verði sameinuð jörðinni Dalssel II, ln. 192637. 
3.1710063Eystra-Seljaland F3 - Landskipti
Óli Kristinn Ottósson kt. 300560-7099 og Auður Jóna Sigurðardóttir kt. 130158-3749, óska eftir því að skipta tveimur lóðum úr lóðinni Eystra-Seljaland F3, ln. 224155, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 21. sept. 2017. Óskað er eftir því að hinar nýju lóðir fái heitin Eystra-Seljaland F4 og F5, í samræmi við aðrar lóðir á svæðinu. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðunum. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á nýju lóðunum. 
4.1710062Skeggjastaðir land 10, 18, 21 og 22 – Samruni lóða
Axel Benediktsson f.h. Guðrúnar Bjargar Ólafsdóttur kt. 170455-7899, óskar eftir því að spildurnar Skeggjastaðir land 10 ln.194252, Skeggjastaðir land 18 ln.199781, Skeggjastaðir land 21 ln.199784 og Skeggjastaðir land 22 ln.200293 verði sameinaðar í eina heild undir heitinu Skeggjastaðir land 18 ln.199781 skv. meðfylgjandi samrunauppdrætti unnum af Eflu verkfræðistofu ehf. dags. 11. október 2017. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu spildnanna. 
Sveitarstjórn samþykkir sameiningu spildnanna.   
5.1710061Brúnir – Ósk um aðalskipulagsbreytingu og heimild til gerð deiliskipulags
Axel Benediktsson f.h. Svarsins ehf. kt. 521216-0180, óskar eftir því að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra. Um er að ræða breytta landnotkun á um 3. ha svæði úr landi Brúna ln.163751. Óskað er eftir því að landnotkun verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði. Einnig er óskað eftir heimild til að fá að vinna deiliskipulag fyrir umrætt svæði, sem gerir ráð fyrir þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn auk bílastæða.  
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra. Einnig leggur nefndin til að heimild verði veitt til gerðar deiliskipulags fyrir svæðið. 
Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði aðalskipulagi Rangárþings eystra. Einnig veitir sveitarstjórn heimild til deiliskipulagsgerðar. 
6.1710060Skipulagsstofnun – Málsmeðferð vegna þjónustumiðstöðva við þjóðvegi
Skipulagsfulltrúa barst með tölvupósti erindi frá Skipulagsstofnun vegna fyrirspurnar Svarsins ehf. um uppbyggingu þjónustumiðstöðva við þjóðvegi víðsvegar um landið. Í erindi stofnunarinnar er farið yfir leyfisskyldu og samræmi við aðal- og deiliskipulag.  
Skipulagsnefnd þakkar stofnuninni veittar upplýsingar. 
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar. 
7.1710059Hvolsvöllur – Deiliskipulag nýrra íbúðasvæða
Mikil eftirspurn hefur verið eftir íbúðarlóðum á Hvolsvelli undanfarin misseri. Hvolstún er nánast full byggt og allar líkur til þess að Gunnarsgerði byggist upp með skjótum hætti. Ekki hafa verið undirbúin svæði til frekari uppbyggingar íbúða. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags íbúðabyggðar á reitum merktum ÍB-130 og ÍB-131 í aðalskipulagi Rangárþings eystra. Mikilvægt er að skipulögð verði íbúðabyggð með fjölbreyttum húsgerðum og að hægt verði að áfangaskipta uppbyggingu með góðu móti. Einnig er mikilvægt að huga að góðum tengingum við núverandi byggð t.d. skóla- og íþróttasvæði, miðbæjarsvæði og þjóðveg.   
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og samþykkir að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags á reitum merktum ÍB-130 og ÍB-131 í aðalskipulagi Rangárþings eystra. 
8.1710058Gunnarsgerði 5b - Lóðarumsókn
Húskarlar ehf. kt. 670505-1700 óska eftir því að fá úthlutað lóðinni Gunnarsgerði 5b undir byggingu íbúðar í parhúsi. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
9.1710057Gunnarsgerði 5a - Lóðarumsókn
Jónína Gróa Hermannsdóttir kt. 010765-7819, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Gunnarsgerði 5a undir byggingu íbúðar í parhúsi. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
10.1710056Móeiðarhvoll 2 lóð - Landskipti
Gunnlaugur Axel Einarsson kt. 190655-5559 og Heiðdís Hulda Andradóttir kt. 090662-2019, óska eftir því að skipta 400 m² lóð undir sumarhús úr lóðinni Móeiðarhvoll 2 lóð ln.164318, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 6. október 2017. Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Móeiðarhvoll 2 lóð 2A. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á nýju lóðinni.   
11.1710007Umhverfisstofnun – Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Skógafoss
Umhverfisstofnun vinnur nú að gerð stjórnunar- verndaráætlun fyrir Skógafoss. Fulltrúi UST kynnir áætlunina fyrir skipulagsnefnd. 
Hákon Ásgeirsson kynnir áætlunina. Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra verði skipaður í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Skógafoss. 
Sveitarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúi verði skipaður í samstarfshópinn. 
12.1709058Hvolsvöllur tengivirki – Umsókn um leyfi til lagningar jarðstrengs
Verkís hf. f.h. Landsnets hf. kt. 580804-2410 óskar eftir leyfi sveitarfélagsins til að leggja 66 kV jarðstreng frá tengivirki vestan Hvolsvallar að mastri 2 í Rimakotslínu 1, skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt. 
Sveitarstjórn samþykkir lagningu jarðstrengsins. 
13.1703019Rauðsbakki - Aðalskipulagsbreyting
Breytingin tekur til um 5,7 ha svæðis úr jörðinni Rauðsbakka sem í dag er skilgreint sem landbúnaðarsvæði en verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. Samhliða er unnin deiliskipulagstillaga fyrir svæðið. Lýsing breytingarinnar var auglýst og send umsagnaraðilum 25. mars 2017. Breytingartillaga var kynnt fyrir almenningi og umsagnaraðilum með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 3. júlí 2017. 
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna og að eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. skipulagslaga nr. 123/2010.  
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
14.1509072Rauðsbakki - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til lóðarinnar Rauðsbakka 2 ln. 225586, Austur-Eyjafjöllum sem er um 5,7 ha. Gert er ráð fyrir allt að 1.300m² byggingu á einni hæð. Innan byggingar geta verið allt að 30 gistirými ásamt tilheyrandi þjónustu. Aðkoma að svæðinu er frá Þjóðvegi 1 um Leirnaveg (243). Umrædd deiliskipulagstillaga hafði áður verið samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings eystra, en var felld úr gildi skv. úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 69/2016 vegna ósamræmis við aðalskipulag sveitarfélagsins. Tillagan nú er unnin samhliða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. 
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
15.1711001Skeggjastaðir land 29 – Ósk um nafnabreytingu
Birna Sólveig Kristjónsdóttir kt. 131084-3159, óskar eftir því að breyta heiti á lóðinni Skeggjastaðir land 29 ln.209731 , í Fákaflöt skv. meðfylgjandi erindi. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnabreytinguna. 
Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytinguna. 
Sveitarstjórn samþykkir í heild sinni fundargerð 53. fundar skipulagsnefndar. 
28.Heimsókn: Margrét Pála Ólafsdóttir og Rebekka Kolbeinsdóttir.

Fundargerðir:
1.1711007 28. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. 31.10.2017. Staðfest.
Liður 4: Sveitarstjórn samþykkir að taka upp, til reynslu, breytt fyrirkomulag að skipulagi félagslegrar heimaþjónustu þannig að starfsmenn félagslegrar heimaþjónustu verði ráðnir inn til félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en ekki beint til sveitarfélagsins eins og nú er. Tilgangurinn er að einfalda fyrirkomulagið og gera það skilvirkara.
2.1710051 524. fundur stjórnar SASS. 04.10.2017. Staðfest.
3.1710053 525. fundur stjórnar SASS. 18.10.2017. Staðfest.
4.1711017 260. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. 18.10.2017. Staðfest.
5.1711016 853. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 27.10.2017. Staðfest.
6.1711027 Ársfundur Bergrisans bs. 25.10.2017. Staðfest.

Mál til kynningar:

1.1711009 Endurskoðun sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi. 
Sveitarstjórn Rangárþings eystra tilnefnir Benedikt Benediktsson í starfshópinn. Ísólfur Gylfi Pálmason er tilnefndur sem varamaður.
2.1711013 Þjóðskrá Íslands: Skýrsla um fasteignamat 2018.
3.1711019 Brunabót: Ágóðahlutagreiðsla 2017.
4.1711005 Rekstrarleyfi: Hótel Fljótshlíð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:16.

____________________           _______________________
 Lilja Einarsdóttir            Ísólfur Gylfi Pálmason
                                  
______________________            ______________________
 Þórir Már Ólafsson                Benedikt Benediktsson
                                                                 
_______________________                    _______________________    
Birkir Arnar Tómasson                      Guðmundur Viðarsson

______________________
Christiane L. Bahner