23. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Pálsstofu, Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, þriðjudaginn 30. nóvember 2010 kl. 11:00.

Mættir: Egill Sigurðsson, Gunnsteinn R. Ómarsson og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund

Dagskrá:


  1. Stjórnin skiptir með sér verkum

    Tillaga um að Ágúst Ingi Ólafsson verði formaður, Egill Sigurðsson varaformaður og Gunnsteinn R. Ómarsson ritari.

    Samþykkt samhljóða.
  1. Yfirlit um reksturinn það sem af er árinu 2010

    Laun eru yfir áætlun og skapast það af öðrum tekjum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þessar auknu tekjur ganga þó út í launaliðnum að stórum hluta. Reksturinn er annars í jafnvægi og stefnir í rekstrarafgang að teknu tilliti til fjármagnsgjalda og afskrifta.
  1. Fjárhagsáætlun 2011

    Gert er ráð fyrir óverulegum breytingum á framlögum sveitarfélaganna. Hækkun er fyrirsjáanleg á rekstri bifreiða vegna verulegrar hækkunar olíuverðs. Að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir verulegum breytingum frá fyrra ári.

    Ekki er gert ráð fyrir fjárfestingum en samlagið á í sjóði til að mæta ófyrirsjáanlegum fjárfestingum, s.s. nauðsynlegum hlífðarbúnaði og öryggistækjum.

    Áætluð rekstrarniðurstaða að teknu tilliti til fjármagnsliða er 0 kr. Afskriftir eru áætlaðar 1.840 þús. kr. og rekstrarniðurstaða samtals neikvæð sem því nemur.

    Engar stefnumarkandi ákvarðanir hafa verið teknar um breyttan rekstur samlagsins og því er fjárhagsáætlunin lögð fram á þessum nótum.

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 samþykkt samhljóða.
  1. Önnur mál.

    Brunavarnaáætlun rædd. Áætlunin er langt komin í vinnslu en sýnt að ekki verði hægt að klára hana fyrr en á næsta ári. Stefnt að því að hraða frágangi áætlunarinnar.

    Stefnt er að því að ný stjórn heimsæki slökkvistöðvar samlagsins sem fyrst, ásamt starfsmönnum samlagsins, og kynni sér búnað og aðstöðu.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 11:45

Ágúst Ingi Ólafsson
Gunnsteinn R. Ómarsson
Egill Sigurðsson
Böðvar Bjarnason