171. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 14. mars 2013 kl. 12:00

Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir,  Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Ólafsson, Elvar Eyvindsson, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri  og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Dagskrá:

Erindi til sveitarstjórnar:
1. Orkuveita Reykjavíkur, bréf dags. 20.02.13, ábyrgð á lánum Hitaveitu Rangæinga.

Unnið er að lausn málsins í samvinnu við Rangárþing ytra og Ásahrepp.

2. Fjallskilanefnd Fljótshlíðar, bréf dags. 22.02.13, beiðni um styrk til uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétt.

Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 300.000,-

3. Mýrdalshreppur, bréf dags. 27.02.13, kynning á lýsingu verkefnis og drögum að breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2009-2025, Efnistaka og varnargarðar í  Múlakvísl.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsdrögin.

4. Tilboð í hönnun á tjaldsvæði og gerð deiliskipulags frá Teiknistofunni Storð dags. 25.02.13

Samþykkt samhljóða að taka tilboði Teiknistofunnar Storð.

5. Niðurstöður borunar á Goðalandi.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa skýrslunni til Orku- og veitunefndar til frekari skoðunar.

6. Trúnaðarmál skráð í Trúnaðarmálabók.

7. KFR v/ dansleiks 1. apríl n.k.

Sveitarstjórn  samþykkir samhljóða að veita leyfi til að dansleikurinn standi til kl. 04:00, enda verði farið eftir nýsettum reglum um gæslu í félagsheimilum Rangárþings eystra.

8. Drög að samningi Rangárþings eystra við Björgunarsveitina Dagrenningu.

Drögin samþykkt samhljóða.

9. 6. fundur skipulags- og byggingarnefndar Rangárþings eystra 07.03.13

Skipulagsmál:
130216  Litla- Hildisey – landsskipti.   Samþykkt.
1303001  Bakki – landsskipti. Samþykkt.
1303002  Stóra-Mörk – Aðalskipulagsbreyting. Samþykkt.
1303003  Moldnúpur – Aðalskipulagsbreyting. Samþykkt.
1303004  Ystabælistorfa – Aðalskipulagsbreyting. Samþykkt.
1301019   Fimmvörðuskáli – Deiliskipulag. Samþykkt.

Fundargerðin samþykkt í heild sinni.

10. Austurvegur 4.
Sveitarstjóra falið að gera tilboð í húsið með þeim fyrirvörum sem ræddir voru á fundinum. Einnig verði í tilboðinu fyrirvari um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

11. Erindi frá foreldraráði leikskólans Arkar, Hvolsvelli dags. 28.02.13

Sveitarstjórn þakkar erindið og mun hafa ábendingarnar til hliðsjónar við næstu gjaldskrá.

Tillaga um gerð fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjórn samþykkir að hefja vinnu við gerð fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið.

Greinargerð
Sveitarfélagið á ríkan þátt í að móta umhverfi fjölskyldna og hefur áhrif á með hvaða hætti það getur verið. Þess vegna er mikilvægt að fyrir liggi markviss og heildstæð stefna sem byggir á heildrænni sýn á þarfir fjölskyldunnar, þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir henni og með hvaða hætti sú þjónusta er veitt. Fram kemur í íbúaþróun sem gerð hefur verið fyrir sveitarfélagið að íbúum á aldrinum 16-39 ára mun fækka og er það áhyggjuefni. Sömuleiðis mun ungbörnum fækka. Það er mikilvægt að sveitarfélagið sporni við þessari þróun og hefji vinnu við gerð fjölskyldustefnu með það að meginmarkmiði að sveitarfélagið sé samkeppnishæft m.a. í gjaldskrám sem tengjast leikskóla, skóla, íþrótta- og tómstundastarfi, atvinnumálum og öðrum málum sem getur snúið þeirri þróun við sem íbúaþróunin gerir ráð fyrir. Samkvæmt þróuninni mun íbúum á aldrinum 67 ára og eldri fjölga um 40-50% og mun fjölskyldustefna taka til þeirra leiða sem sveitarfélagið getur unnið að til að koma til móts við þennan aldurshóp, s.s. í uppbyggingu á hjúkrunar- og dvalarrými og skipulagning lóða fyrir eldri íbúa, félagsstarf og f.l. 

Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum EE sat hjá.

12. Drög að umhverfisstefnu Rangárþings eystra, seinni umræða.

Umhverfisstefnan samþykkt með áorðnum breytingum þ.e. undir liðnum almenn markmið 6. málsgrein 1. málsliður. Málsliðurinn hljóði svo:  Stuðla skal að snyrtimennsku og aðlaðandi yfirbragði stofnana Rangárþings eystra svo og umhverfis fyrirtæki og íbúðarhús í samstarfi við eigendur. 

13. Aðstandendafélag heimilisfólks á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, beiðni um styrk kr. 100.000,-  vegna starfsemi félagsins.

Samþykkt samhljóða.

14. Samstarfssamningur Knattspyrnufélags Rangæinga KFR og Sláturfélags Suðurlands dags. 13.03.13

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við samninginn.

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.
1. 118. fundur byggðarráðs Rangárþings eystra 28.02.13  Staðfest.
2. 10. fundur Umhverfis- og náttúruverndarnefndar 26.02.13  Staðfest.
3. 11. fundur Umhverfis- og náttúruverndarnefndar 07.03.13   Staðfest.
4. 9. fundur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar 27.02.13       Staðfest.

Fundargerðir samvinnu sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
1. 57. fundur Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 08.03.13

Fundargerðir v/ samvinnu í sveitarfélaga á Suðurlandi
1.  148. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 22.02.13
2.  147. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands 27.02.13     

 Bókun vegna Skólaskrifstofu.
      Sveitarstjórn Rangárþings eystra þykir miður að slitnað hafi uppúr samstarfi Árborgar við
     Sunnlensk sveitarfélög um starfsemi Skólaskrifstofu Suðurlands.  Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna
     til þess að halda áfram samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi um áframhaldandi samvinnu
    og samstarf ef samkomulag tekst um slíka starfsemi.
     Bókunin samþykkt samhljóða.

3.  465. fundur stjórnar SASS 08.03.13

Mál til kynningar:
1. Ársreikningur Íþróttafélagsins Dímonar 2012, liggur frammi á skrifstofu
      sveitarstjóra.
2. R3 Ráðgjöf, bréf dags. 27.02.13.
3. Lex, Lögmannsstofa, bréf dags. 26.02.13, boðsbréf.  Ráðstefna og kvöldverður í boði Lex.
4. Sveitarfélagið Árborg, bréf dags. 28.02.13, samþykkt sveitarfélagsins Árborgar um eflingu skólastarfs og úrsögn úr byggðasamlagi um Skólaskrifstofu Suðurlands.
5. Teiknistofa arkitekta, minnisblað vinnufundar á Hvolsvelli 01.03.13
6. Umferðarstofa, bréf dags. 15.02.13, ástand gróðurs og umferaröryggi.
7. Geosites í Rangárþingi eystra – fundur 19. feb. 2013.
8. 804. Fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 01.03.13
9. Bréf til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Rangárþings eystra dags. 08.03.13
10. 2. fundur í stjórn þjónusturáðs við fatlað fólk dags. 07.03.13
11. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 05.03.13, staðfesting á siðareglum kjörinna fulltrúa Rangárþings eystra.
12. Fundargerð 4. fundar ungmennaráðs Rangárþings eystra 17.01.13
13. Kennarafélag Suðurlands, bréf dags. 13.03.13, ályktun Kennarafélags Suðurlands vegna ákvörðunar Árborgar að draga sig út úr samstarfi um Skólaskrifstofu Suðurlands

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30

             
Haukur G. Kristjánsson              
Lilja Einarsdóttir                               
Guðlaug Ósk Svansdóttir   
Elvar Eyvindsson                                                                              
Kristín Þórðardóttir               
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðmundur Ólafsson