Haldinn í Hvoli fimmtudaginn 7. mars 2013 kl. 20.00

Mættir eru Agnes Antonsdóttir, Ásta Halla Ólafsdóttir, Þorsteinn Jónsson.

Agnes bauð fundarmenn velkomna og setti fund, fundarefnið  var umræða um drög að reglugerð um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins.

Umhverfis og náttúruverndarnefnd R.e. fjallaði á fundi sínum þann 7. mars 2013 um drög að reglugerð Umhverfisstofnunar um eftirlit með náttúru landsins og telur nefndin að þörf sé á eftirliti sem þessu en varast beri að oftúlka lög og reglugerðir þannig að almenningur fái ekki notið náttúru landsins. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21.30

Agnes Antonsdóttir

Ásta Halla Ólafsdóttir

Þorsteinn Jónsson