Fundargerð

11. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. var haldinn á skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, miðvikudaginn 20. desember 2006 kl. 09:00.

Mættir voru: Egill Sigurðsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ólafur Elvar Júlíusson, Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri og Ágúst Ingi Ólafsson.

Þetta gerðist:

Egill Sigurðsson setti fund og stjórnaði honum.

Ágúst Ingi Ólafsson ritaði fundargerð.

1. Fjárhagsáætlun 2007.

Rekstrargjöld eru kr. 19.170.000,- þar af eru afskriftir kr. 3.060.000,-. Ákveðið að innheimta kr. 16.500.000,- hjá sveitarfélögunum.

Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.

2. Húsnæðismál.

Rætt um húsnæðismál Brunavarna á Hellu og þann vanda sem skapast hefur við flutning Tónlistarskólans í húsið og hugmyndir um að flytja Brunavarnir í leiguhúsnæði hjá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu.

 

Lagt fram bréf frá Guðna Kristinssyni dags. 22.11.06 þar sem hann lýsir þeirri aðstöðu sem slökkviliðsmenn á Hellu búa við.

Ólafur Elvar lagði til að skipaður verði vinnuhópur til að undirbúa Björgunarmiðstöð í sýslunni. Finna verður framtíðarlausn í húsnæðismálum Brunavarna á Hellu.

Stjórnin álýtur það ekki vænlegan kost að flytja Brunavarnir í bráðabirgðahúsnæði á Hellu og óskar eftir því að Rangárþing ytra tryggi öruggt aðgengi að slökkvistöðinni við Laufskála á Hellu. Ólafi falið að fylgja málinu eftir.

Stjórnin óskar eftir hugmyndum Rangárþings ytra um hugsanlega lóð fyrir Brunavarnir á Hellu.

Lagt fram verðmat frá Guðmundi Einarssyni hjá Fannberg á húseign Brunavarna að Laufskálum 2 á Hellu að fjárhæð 7,6 milljónir kr.

3. Önnur mál.

 Stjórnin samþykkir að fara í skoðunarferð til Brunavarna á Hellu, föstudaginn

22. desember n.k. kl. 13:00.

 

Fundi slitið kl. 10:00

Egill Sigurðsson

Ólafur Elvar Júlíusson

Unnur Brá Konráðsdóttir

Böðvar Bjarnason

Ágúst Ingi Ólafsson