10 fundur í Umhverfis og náttúruverndarnefnd Re.

Haldinn í Hvoli þriðjudaginn 26. febrúar 2013, mættir eru Agnes Antonsdóttir, Ásta Halla Ólafsdóttir, Ingibjörg Erlingsdóttir, Þorsteinn Jónsson.

Agnes bauð fundarmenn velkomna og setti fund, fyrsti liður á fundi var umræða um drög að Umhverfisstefnu rangárþings eystra, nefndin telur að vel megi kveða sterkar að orði varðandi umgengni á íbúðarlóðum.
Umhverfisnefnd R.e. hvetur til þess að göngustígur sá er liggur þvert í gegnum Gamla róló verði þannig úr garði gerður að ekki verði slysahætta á gangangandi og hjólandi umferð, og lagt verði á hann varanlegt yfirborðsefni, einnig hvetur nefndin til þess að aðrir göngustígar í þéttbýlinu verði yfirfarnir með sama markmið í huga. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 21.15

Agnes Antonsdóttir
Ásta Halla Ólafsdóttir
Ingibjörg Erlingsdóttir
Þorsteinn Jónsson