Fundur haldinn að Goðalandi þann 26/6 2002 með ábúendum lögbýla í Fljótshlíð.

Ágúst Ingi bauð fundarmenn velkomna fyrir hönd Rangárþings eystra en samkv. fyrirkomulagi skulu lögbýlin tilnefna 2 menn af þremur í fjallskilanefnd.

Mættir voru. Jón Kristinsson, Eggert Pálsson, Ólafur Þórir, Guðmundur Jónsson, Árni Jóhannsson, Jens Jóhannsson, Kristinn Jónsson ásamt Ágústi Inga.


1. Kosning 2ja manna í fjallskilanefnd Fljótshlíðar.
Aðalmenn, Jens Jóhannsson Teigi I og Kristinn Jónsson Staðarbakka.
Til vara. Eggert Pálsson Kirkjulæk II og Árni Jóhannsson Teigi II.

2. Önnur mál.
Eggert Pálsson greindi frá því að fundur var haldinn í gróðurverndarnefnd með landgræðslustjóra Sveini Runólfssyni og Garðari Þorfinnssyni. Þar var komið fram þeirri hugmynd að myndaður yrði hópur bænda í Fljótshlíð sem myndu sækja um aðild að átakinu “Bændur græða landið” Þannig fengist áburður ca. 20 t. á ári til uppgræðslu á afréttinum. Bændurnir sjá um að bera á þau svæði sem tekin verða fyrir.
Var vel tekið í þessar hugmyndir af hendi landgræðslumanna.
Fundarmönnum leist mjög vel á þesar tillögur.
Fljótshlíðarhreppur hefur síðan 1972 lagt til áburð til uppgræðslu á afréttinum en landgræðslan lagt til fræ.
Hefur þetta verið frá 12 – 24 tonn á ári.
Stór landsvæði hafa verið grædd upp með þessu móti.

Jens Jóhannsson benti á að mikil nauðsyn væri að að laga reiðgötu upp af Einhyrningi en það er farið að renna verulega úr þeim.

Árni Jóhannsson benti á að laga þyrfti hlið í afréttargirðingu í Felli.

Rætt var um afréttarhúsin Bólstað og í Felli, talið nauðsyn að sami aðilinn sjái um þau.
Rætt um hvernig best væri að haga upplýsingum fyrir ferðamenn varðandi húsin.



Fleira ekki gert
Fundi slitið
Kristinn Jónsson