Laus er til umsóknar afleysingastaða til eins árs í mötuneyti Rangárþings eystra. Um er að ræða 100% starf. Viðkomandi starfar undir stjórn forstöðumanns mötuneytis. Starfsstöðvarnar eru þrjár, Kirkjuhvoll, Hvolsskóli og leikskólinn Örk

Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á 8 klst vöktum sem eru morgunvaktir, síðdegisvaktir og helgarvaktir. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Menntun og færnikröfur:

  • Ágæt kunnátta í matreiðslu og bakstri.
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Snyrtimennska og rík þjónustulund
  • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum

Helstu verkefni:

Helstu verkefni starfsins eru aðstoð við matreiðslu, framreiðslu, frágang og þrif á þeirri starfsstöð sem við á. Umsjón með matreiðslu einstaka skipti.

 

Fylgigögn með umsókn:

  • Ferilskrá þar sem fram koma upplýsingar um menntun og starfsreynslu
  • Upplýsingar um meðmælendur

 

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður mötuneytis á netfanginu bragi@hvolsvollur.is

Umsóknarfrestur er til og með 30. júlí 2020 og skulu umsóknir berast á netfangið bragi@hvolsvollur.is ásamt umbeðnum fylgigögnum.