319. fundur 14. desember 2023 kl. 12:00 - 13:51 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson varamaður
    Aðalmaður: Árný Hrund Svavarsdóttir
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð. Oddviti óskar eftir að fá að bæta einu máli á dagskrá fundar máli númer 45, fundargerð 36. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar. Aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri,Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Elvar Eyvindsson í fjarveru Árný Hrundar Svavarsdóttur, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, Guri Hilstad Ólason og oddviti Tómas Birgir Magnússon. Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Árný Lára Karvelsdóttir sem sér um upptöku og útsendingarmál.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 14. desember 2023

2311093

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tóku: AKH.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2024-2027; seinni umræða

2312023

Fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram til seinni umræðu. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri fer yfir helstu niðurstöður áætlunarinnar og kynnir greinargerð með fjárhagsáætlun.
Til máls tóku: AKH, BO og TBM.
Áætlun 2024 gerir ráð fyrir fjárfestingum að heildarupphæð 388.000.000 kr án fjárfestinga byggðarsamlaga.
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra 2024 (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 3,4 milljarða króna. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 3 milljarðar króna. Reiknaðar afskriftir 197 milljónir kr. Veltufé frá rekstri 413 milljónir.
Niðurstaða ársins 2024 án fjármagnsliða er áætluð 211 milljónir. Rekstrarniðurstaða 2024 jákvæð um 49,9 milljónir.
Í eignfærða fjárfestingu er varið...... 412 mkr.
Afborgun lána.......................... 132,5 mkr.
Tekin ný langtímalán................... 200 mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2.622 mkr.
Eigið fé er áætlað í árslok............ 3.088 mkr.

Áætlunin gerir ráð fyrir að skuldahlutfall lækki úr 80% í 75% og skuldaviðmið lækki úr 57% í 54%.

Sveitarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til fjármálastjóra, forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins auk annarra starfsmanna sem komu að gerð áætlunarinnar.

Bókun B-lista.

Fulltrúar B-lista vilja þakka meirihluta sveitarstjórnar og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir samstarfið við gerð fjárhagsáætlunar. Fjárhagsáætlunar vinnan fór fyrr af stað í ár í samræmi við bókun B-lista við seinustu fjárhagsáætlun.
Fulltrúar B-lista leggja ríka áherslu á að fjárhagsáætlun verði fylgt og þau viðhaldsverkefni sem hafa náð inn á áætlun verði framkvæmd í samræmi við áætlunina.
Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir lágmarks rekstrarafgangi af samsteypunni, vöxtur samfélagsins með fjölgun íbúa og auknum tekjum verður ekki vart í áætlunum sveitarfélagsins. Það liggur því fyrir að leggjast þarf í greiningu á rekstri sveitarfélagsins. Það er mat fulltrúa B-lista að fjárfestingageta sveitarfélagsins sé ekki í takt við fjölgun íbúa og auknar tekjur og leggjum við áherslu á að því verði ekki mætt með aukinni skattheimtu af íbúum, heldur að forgangsraðað verði í rekstri.

Bjarki Oddsson
Guri Hilstad Ólason
Rafn Bergsson


Fjárhagsáæltun Rangárþings eystra 2024-2027 samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023

2311130

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. desember 2023, fyrir sitt leiti viðauka 4 við fjárhagsáætlun Rangárþings eystra með þremur samhljóða atkvæðum og lagði til við sveitarstjórn að hann yrði samþykktur. Í viðaukanum er búið að færa inn hlutdeild samrekstrarfélaga í áætlun Rangárþings eystra fyrir árið 2023.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2023 með 7 samhljóða atkvæðum.

4.Yfirdráttarheimild hjá Landsbanka Íslands

2202013

Lagt fram til staðfestingar sveitarstjórnar umboð vegna yfirdráttarheimildar.
Til máls tóku: AKH
Sveitarstjórn samþykkir hækkun hámarksfjárhæðar yfirdráttarheimildar hjá Landsbanka Íslands úr 100.000.000 kr í 170.000.000 kr.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Álagning fasteignagjalda 2024

2312025

Lögð fram til samþykktar tillaga að álagningu fasteignaskatta 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að álagningu fasteignaskatta 2024.

6.Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignagjöldum 2024

2312024

Lögð fram tillaga að reglum um tekjutengdan afslátt eldriborgara og öryrkja af fasteignaskatti 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um tekjutengdan afslátt eldriborgara og öryrkja af fasteignaskatti 2024.

7.Gjaldskrá Íþróttamiðstöð 2024

2310088

Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar 2024. Tillaga er um 7% hækkuna á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum gjaldskrá íþróttamiðstöðvar 2024.

8.Gjaldskrá vatnsveita 2024

2310086

Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu Rangárþings eystra 2024. Tillaga er um að 7% hækkun á gjaldskrá auk þess sem aukavatnsgjald fyrir stórnotendur hækkar um 10%.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum gjaldskrá vatnsveitu Rangárþings eystra 2024.

9.Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa 2024

2311038

Lögð er fram gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa í Rangárþingi eystra 2024. Gjaldskráin hefur verið uppfærð út frá byggingavísitölu ásamt því að breytingar hafa verið gerðar í samræmi við breytingar á byggingarreglugerð frá 2021.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra 2024.
Anton Kári Halldórsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Hlé gert á fundi 12.57, fundur hefst aftur 13:00.

10.Tillaga B-lista; Laun sveitarstjóra

2312029

Fulltrúar B-listans í Rangárþingi eystra leggja til að gerðar verði breytingar á ákvæðum í ráðningarsamningi sveitarstjóra varðandi launahækkun sem koma skal til framkvæmda 1. janúar nk. Lagt er til að laun sveitarstjóra hækki í takt við launahækkanir sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eða um 6% í stað þess að fylgja hækkun launavísitölu.
Til máls tóku: GHÓ, TBM, BO, RB og SKV.

Tillaga fulltrúa B- listans:
Fulltrúar B-listans í Rangárþingi eystra leggja til að gerðar verði breytingar á ákvæðum í ráðningasamningi sveitarstjóra varðandi launahækkun sem koma skal til framkvæmda 1. janúar nk. Lagt er til að laun sveitarstjóra hækki í takt við launahækkanir sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eða um 6% í stað þess að fylgja hækkun launavísitölu.

Greinargerð: Í núgildandi ráðningarsamningi sveitarstjóra Rangárþings eystra eru laun sveitarstjóra tengd við launavísitölu Hagstofu Íslands og er gert ráð fyrir að laun séu uppreiknuð tvísvar sinnum yfir árið, þ.e. 1. janúar og 1. júlí. Þegar samningurinn var gerður í júní 2022 voru heildarlaun sveitarstjóra 1.839.013. Í ljósi þeirra hækkana sem hafa orðið á launavísitölu má gera ráð fyrir að laun sveitarstjóra í dag séu komin vel yfir tvær milljónir á mánuði og ætla má að vísitöluhækkun núna um áramótin verði um 11%. Ljóst er að 11% launahækkun er talsvert meira en aðrir starfsmenn sveitarfélagsins geta gert sér vonir um að fá á næstunni. Við leggjum því til að sveitarstjóri fá 6% launahækkun sem er í samræmi við það sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024. Með þessari aðgerð sýna sveitarstjórn og sveitarstjóri gott fordæmi fyrir komandi kjarasamninga.

Atkvæði greiddu með tillögunni 3 fulltrúar B lista á móti voru 3 fulltrúar D og N lista. Tillaga telst því felld á jöfnu.

Bókun fulltrúa N- og D- lista:
Í núgildandi ráðningasamning sveitarstjóra er gert ráð fyrir að hann fylgi launavísitölu. Síðustu ráðningasamningar sveitarstjóra Rangárþings eystra hafa fylgt launavísitölu og ekki hafa verið gerðar breytingar á þeirri vísitölutengingu á samningstíma þeirra.
Við teljum að raunhæfasti kosturinn sé að núverandi ráðningasamningur sveitarstjóra, fylgi áfram launavísitölu enda er hún gerð til að endurspegla launaþróun í landinu.
Fulltrúar D- og N- lista telja ekki forsendur til að segja upp og breyta núverandi ráðningasamningi við sveitarstjóra að svo stöddu.

Anton Kári Halldórsson kemur aftur til fundar.

11.Sjúkraþyrla; Tillaga N og D-lista

2312028

Fulltrúar N og D-lista leggja fram tillögu um að kannaðir verði möguleikar á staðsetningu sjúkraþyrlu fyrir suðurland í tengslum við breytingar á deiliskipulag Ormsvallar/Dufþaksbrautar á Hvolsvelli.
Til máls tóku: TBM, RB, BO, AKH

Tillaga N og D-lista
Sjúkraþyrla á Suðurlandi hefur verið í umræðunni á síðustu árum og teljum við það brýnt verkefni.
Í ljósi þess að Brunavarnir Rangárvallasýslu og Björgunarsveitin Dagrenning hyggja á uppbyggingu björgunarmiðstöðvar á Hvolsvelli leggja fulltrúar N- og D-lista til að gera eigi ráð fyrir möguleika á uppbyggingu á aðstöðu fyrir sjúkraþyrlu í skipulagi á því svæði.
Við leggjum því til að skipulags- og umhverfisnefnd verið falið að kanna þann möguleika og að gert verði ráð fyrir uppbyggingu á aðstöðu fyrir sjúkaraþyrlu á Hvolsvelli í tengslum við þær breytingar á deiliskipulagi sem framundan eru á svæðinu.


Tillagan borin upp og samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Menningarsjóður Rangárþings eystra; haustúthlutun 2023

2306068

Á 14. fundi Markaðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað:



8 umsóknir bárust í sjóðinn að þessu sinni og samtals upphæð styrkbeiðna er 3.560.000 kr.

Markaðs- og menningarnefnd er mjög ánægð með þann fjölda góðra umsókna sem bárust í Menningarsjóðinn að þessu sinni. Menningarlífið í Rangárþingi eystra er í miklum blóma.



Því miður var ekki unnt að styrkja allar umsóknir en Markaðs- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr haustúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra.



860 Áhugaljósmyndafélag 150.000

Margrét Einarsdóttir 150.000

Hólmfríður Samúelsdóttir 150.000

Leikfélag Austur Eyfellinga 100.000

Kór Hvolsskóla 200.000

Rut Ingólfsdóttir 220.000

Midgard Adventure 230.000



Samþykkt samhljóða
Til máls tóku: GHÓ, TBM.
Sveitarstjórn staðfestir bókun markaðs- og menningarnefndar varðandi haustúthlutun úr Menningarsjóði Rangárþings eystra.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Sorpstöð Suðurlands; Nýjar samþykktir 2023

2311024

Lagðar fram til síðari umræðu nýjar samþykktir fyrir Sorpstöð Suðurlands (SOS).
Sveitarstjórn samþykkir nýjar samþykktir fyrir Sorpstöð Suðurlands (SOS).
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Landskipti - Nýibær

2311127

Hrunagil ehf. óskar að stofnuð verði lóð úr Nýjabæ, L163787. Hin nýja lóð verður 8.803 m² að stærð og fær staðfangið Nýibær 2. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila landskiptin og hið nýja staðfang.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og hið nýja staðfang.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Landskipti - Eyjafjallajökull, þjóðlenda

2312003

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Eyjafjallajökull skv. umsókn dags. 15.nóvember 2023 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 14.nóvember 2023.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun þjóðlendunnar og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir afmörkun þjóðlendunnar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

16.Landskipti - Miðtún 2

2311043

Með landskiptunum er verið að stofna lóð úr landi Miðtúns 2,L193676. Nýja lóðin fær staðfangið Miðtún 2b og verður 2362 m² að stærð.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og hið nýja staðfang.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

17.Deiliskipulag - Litla-Dímon

2303097

Southcoast Adventure ehf. óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar í samræmi við meðfylgjandi skipulagsgögn. Um er að ræða ca 3,5 ha spildu úr Litla-Dímon L230219. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu tjaldsvæðis og tengdrar þjónustu. Innan byggingarreits B1 er gert ráð fyrir allt að 200 m2 aðstöðuhúsi með allt að 6,0 m mænishæð mv. gólfplötu.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:

Við yfirferð Skipulagsstofnunar komu fram athugasemdir um að fyrirhuguð uppbygging samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags fyrir AF11. Að mati nefndarinnar fellur fyrirhuguð starfsemi ágætlega að ákvæðum skipulagsreglugerðar og aðalskipulags Rangárþings Eystra er varðar afþreyingar- og ferðamannasvæði. Innan skipulagsreglugerðar er tiltekið að slík svæði séu skilgreind sem svæði fyrir afþreyingu og móttöku ferðafólks, þ.m.t. þjónustumiðstöðvar á hálendi og verndarsvæðum, fjallaskálar, tjald- og hjólhýsasvæði og skemmtigarðar. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er ekki ástæða til að túlka skilmála aðalskipulags með svo þröngum hætti að eingöngu sé um að ræða áningarstað enda getur að mati nefndarinnar á slíkum áningarstöðum verið boðið upp á ýmiskonar þjónustu sem finna má á tjald- og hjólhýsasvæðum s.s. þjónustumiðstöð, upplýsingaskilti, salernisaðstöðu o.þ.h. Rekstur tjaldsvæðis á viðkomandi afþreyingar- og ferðarmannasvæði sé því í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu innan slíkra svæða. Skipulags- og umhverfisnefnd telur framlagðan rökstuðning og þann rökstuðning sem fram kemur innan greinargerðar deiliskipulagsins vera fullnægjandi og tekur ekki undir athugasemdir skipulagsstofnunar.

Brugðist hefur verið við athugasemd er varðar mörk deiliskipulagsins auk þess sem texti í kafla 7 er varðar mat á umhverfisáhrifum stefnunnar er uppfærður. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar hefur verið brugðist við athugasemd með fullnægjandi hætti.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur framkvæmdir á grundvelli framlagðrar áætlunar ekki vera þess eðlis að hún falli undir tölulið 12.05 í 1. viðauka laga nr. 111/2021. Umrætt svæði tekur til lítils hluta þess heildarsvæðis sem um ræðir í náttúruminjaskrá, svæðið er þegar raskað, er í jaðri svæðisins auk þess sem áætlunin tekur til afar takmarkaðra framkvæmdaheimilda.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði aftur afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum.

18.Deiliskipulagsbreyting - Torfastaðir

2309049

Í deiliskipulags breytingunni er verið að heimila að hámarks mænishæð fari úr 4,7 m í 5,5 m.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 26.september sl. að deiliskipulagsbreyting væri afgreidd svk. 2.gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust til sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum.

19.Deiliskipulag - Dímonarflöt 1-7

2305074

Guðjón Baldvinsson óskar eftir heimild til þess að deiliskipuleggja Dímonarflöt 1-7, sem frístundabyggð sem er 51,6 ha. að stærð skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Tómas Birgir Magnússon víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Við fundarstjórn tekur varaoddviti Sigríður Karólína Viðarsdóttir.

20.Deiliskipulag - Eyvindarholt

2310016

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum þar sem heimilt verður að byggja aðstöðuhús fyrir ferðamann ásamt um 60 bílastæðum. Innan svæðisins verður gönguleið og útsýnisstaður að flugvélaflaki sem komið hefur verið fyrir á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkomin tillaga verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum.
Tómas Birgir Magnússon kemur aftur til fundar og tekur við stjórn fundarins.

21.Deiliskipulag - Rauðafell 2

2311050

Deiliskipulagstillagan leggur til að heimilt verði að byggja 35 íbúðarhús, allt að 250 m² hús á hverri lóð með 6 m. hámarks mænishæð, 60 leiguhús sem verða allt að 70 m² og 5 m. mænishæð, 40 gestahús sem verð allt að 20 m² með 3,5 m mænishæð og gistingu fyrir fjóra gesti og snyrtingu. Einnig verði heimilað að byggja veislu- og samkomusal, starfsmannaíbúða og heilsulind.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillagan verði endurskoðuð með tilliti til umfangs svæðisins. Þéttbýliskjarnar skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins eru á Skógum og Hvolsvelli. Nefndin bendir einnig á að skilgreining mannvirkja þurfa að vera skýr.
Til máls tóku: EE og AKH.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt sjö samhljóða atkvæðum.

22.Deiliskipulag - Fornhagi

2311064

Óskað er eftir heimild til deiliskipulagsgerðar að Fornhaga, L189779. Tillagan heimilar að hámarksbyggingarmagn fyrir íbúðarhús verði 750 m² ásamt 1.500 m² mannvirki fyrir landbúnaðarbyggingar á hverri lóð sem verður um 2 ha.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð væri heimiluð ásamt breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna samþykkt um íbúðarbyggð í dreifbýli sem tekur m.a. á grenndarstöðvum, snjómokstri ásamt annarri þjónustu.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1.mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

23.Deiliskipulag - Stóri-Hóll

2308007

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á 10,3 ha. svæði úr landi Skíðbakka 1, L163892. Gert er ráð fyrir allt að 250 m2 íbúðarhúsi, 50 m2 gestahúsi og 200 m2 skemmu. Hámarks mænishæð er 8,0 á íbúðarhúsi og skemmu en 5,0 m á gestahúsi.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Tillagan var auglýst frá 30. ágúst með athugasemdarfrest til 12. október 2023. Engar athugasemdir bárust frá lögbundnum aðilum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

24.Deiliskipulagsbreyting - Tjaldhólar

2307026

Ragnar Jóhannsson óskar eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi að Tjaldhólum, L164199. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir 250 m2 íbúðarhús. Tillagan var auglýst frá 18. október með athugasemdarfrest til 1. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

25.Deiliskipulag - Miðey spilda 1

2310013

Deiliskipulagstillagan að Miðey, spilda 1, L222933 gerir ráð fyrir þremur byggingarreitum. Annarsvegar verður heimilt að byggja allt að 250 m² íbúðarhús, 50 m² gestahús og 200 m² bílskúr á einum byggingarreitnum. Hins vegar verður heimilt að byggja sjö 80 m² gestahús á hinum tveimur byggingareitunum.

Tillagan var auglýst frá 18. október með athugasemdarfrest til 29. nóvember 2023. Athugasemd barst frá Vegagerðinni um að að sýna þurfi málsetningu tengivega og veghelgunarsvæði. Heilbrigðisteftirlit Suðurlands bendir á misræmi í texta sem hefur verið brugðist við. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

26.Deiliskipulag - Brúnir 1 breyting

2206060

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi þar sem byggingarreitur er stækkaður og hámarks byggingarmagn verður 700 m2. Markmið með breytingunni er að fjölga bílastæðum og auka þjónustu með hleðslustöðvum. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

27.Deiliskipulag - Bakkafit

2303090

Haukur Garðarsson óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja lóðina Bakkafit (Fagrahlíð lóð L179457) sem er um 17 ha að stærð. Í meðfylgjandi skipulagslýsingu kemur fram að markmið með deiliskipulagsgerð sé að gera ráð fyrir afmörkun lóðar, aðkomu og byggingarreit.Tillagan var auglýst frá 18.október með athugasemdafrest til 1.nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

28.Aðalskipulag - Brú

2309074

Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir frístundabyggð með allt að 50 frístundarlóðum, verslun- og þjónustusvæðið fer úr 3 ha. í allt að 42,7 ha. að stærð fyrir veitingarekstur, gestahús og hótel fyrir allt að 85 gesti.

Lýsingin var auglýst frá 18.október með athugasemdafrest til 1.nóvember 2023. Skipulagið var einnig kynnt með opnu húsi þann 27.október 2023 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Athugasemd barst frá Skipulagsstofnun, að færa skuli rök fyrir breytingunni og að ekki sé verið rjúfa samfellu á góðu landbúnaðarlandi. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á mikilvægi fuglaverndunar og metur að endurskoða eigi umfang skipulagsins og áskilur sér rétt á frekari athugasemdum á síðari stigum. Vegagerðin bendir á að vegurinn er þegar tengdur við þjóðvegakerfi og að samráð við Vegagerðina skuli eiga sér stað svo hægt sé að taka afstöðu til áhrifa á þjóðvegakerfið. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir á að vatnsból skuli vera í öryggir fjarlægð frá mannvirkjum og hverskonar starfsemi sem geta spillt vatninu og að þau séu skilgreind í aðalskipulagi. Minjastofnun Íslands fer fram á skráningu fornleifa og að skýrsla skuli liggja fyrir áður en að deiliskipulagsgerð fer af stað. Veðurstofa Íslands gerir ekki athugasemdir að svo stöddu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugaunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

29.Aðalskipulagsbreyting - Dímonarflöt 1-7

2307052

Aðalskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að 51,6 ha. landbúnaðarlandi (L2) verði breytt í frístundabyggð (F). Lýsingin var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Skipulagið var einnit kynnt með opnu húsi þann 27.október 2023 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Athugasemd barst frá Skipulagsstofun um að skipulagsbreytingar í sveitarfélaginu endurspegli ekki stefnu sveitarfélagsins varðandi verndun á góði landbúnaðarlandi, Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á ábyrð að skipuleggja frístundarbyggð á svæðinu vegna náttúruvár og of þröngt viðmið í umhverfismatsskýrslu. Vegagerðin fer fram á samráð svo að hægt sé að meta áhrif á þjóðvegakerfið. Minjastofnun fer fram á að fornleifaskráning liggi fyrir áður en farið er í deiliskipulagsgerð. Veðurstofa Íslands er ekki með athugasemdið við lýsinguna. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugaunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

30.Aðalskipulag - Hólmalækur

2311157

Óskað er eftir heimild til að breyta aðalskipulag og heimild til deiliskipulagsgerðar að Hólmalæk, L235471. Samkvæmt meðfylgjandi lýsingu er verið að breyta um 12 ha. landi úr landbúnaðarlandi (L1) í verslun- og þjónustu (VÞ).

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði efirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði send tilumsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

31.Aðalskipulag - Brekkur

2311105

Með aðalskipulagslýsingunni er verið að breyta 70 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1) í 15 ha. verslunar- og þjónustusvæði (ÞV) og 37 ha. í íbúðarbygg (ÍB).

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

32.Aðalskipulagsbreyting - Eystra-Seljaland

2308020

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðinni Eystra-Seljaland, L163760 þar sem 26 ha. verður breytt úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna breytingu og að hún verði send yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 27.október 2023. Brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum umsagnaraðila í meðfylgjandi tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

33.Aðalskipulags breyting - Strengur milli Rimakots og Vestmannaeyja

2306050

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að heimila að leggja tvo jarðstrengi að Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjarlínu 4 og Vestmananeyjarlínu 5. Megin markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að koma upp fullnægjandi tvítengingu Vestmannaeyja við flutningskerfi raforku á Suðurlandi. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Lýsingin var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Skipulagið var einnig kynnt með opnu húsi þann 27.október 2023 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Umsagnir bárust frá lögbundum aðilum, Minjastofnun bendir á vísbendingar um fornminjar á svæðinu og það skrá þurfi fornleifar í kringum endanlega staðsetningu á strengnum, Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á áhrif fugla og gróðurlendi, Umhverfisstofnun óskar eftir ítarlegri upplýsingum, m.a. umfang framkvæmdarinnar, tilgangi og álit Skipulagsstofnunnar um mat á umhverfisáhrif. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt með fyrirvara um uppfærða legu jarðstrengja og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna tillögu. Leiðrétt lega strengja hefur verið yfirfarin af Landsnet hf og tillagan uppfærð í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisnefndar. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugaunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

34.Aðalskipulag - Barkastaðir

2309076

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 15 ha. landi úr Barkastöðum sem er landbúnaðarland (L2) í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) undir hótel sem rúmar 90 gesti.

Lýsingin var auglýst frá 18.október með athugasemdafrest til 1.nóvember 2023. Skipulagið var einnig kynnt með opnu húsi þann 27.október 2023 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Vegagerðin fer fram á að tenging við Fljótshlíðarveg skuli vera í samráði við Vegagerðina. Náttúrufræðistofnun bendir á umkringd svæði sem eru á náttúruminjaskrá og að svæðið sé að hluta innan skilgreinds hættusvæðis vegna hamfaraflóða í Markarfljóti. Minjastofnun fer fram á að fornleyfaskráning liggi fyrir áður en deiliskipulagsgerð fari af stað. Umhverfisstofnun að falla þurfi um fráveitu og að allar byggingar falli vel að svipmóti og einkenni lands eins og kostur er. Skipulagsstofnun tekur fram að rökstyðja þurfi forsendur á uppbyggingu nýs verslunar- og þjónustusvæðiðs á þessum stað og minnir á að tilgreina þarf nánar hvað það er í stefnu aðalskipulagsins eða í landsskipulagsstefnu varðandi umhverfisáhrif. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugaunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

35.Aðalskipulag - Bergþórugerði

2311144

Verið er að breyta fjölda íbúða úr 40 í 90 í heild við Bergþórugerði á Hvolsvelli (ÍB9). Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaaraðila ásamt þ´vi að kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

36.Umsögn vegna rekstrarleyfi - A Hótel

2311088

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs í flokki III-A að Skógarfossvegi 4, 861 Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

37.Umsögn vegna rekstrarleyfi - A Hótel 2

2311089

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs í flokki IV-A að Skógarfossvegi 7, 861 Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

38.Umsögn; Heimamenn Skarðshlíð Veitingaleyfi

2311134

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi til reksturs Heimamenn að Skarðshlíð, 861 Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

39.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Hótel Skógarfoss

2312002

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs í flokki II-C að Skógarfossvegi 7, 861 Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

40.Umsögn um tækifærisleyfi - Áramótadansleikur Hvolsvelli

2311150

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Rúnar Freyr Gunnarssonar, um tækifærisleyfi vegna Áramótadansleiks.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

41.Byggðarráð - 244

2311004F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 244. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

42.Byggðarráð - 245

2311008F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 245. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

43.Skipulags- og umhverfisnefnd - 34

2310013F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 34. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 34 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
  • 43.2 2309074 Aðalskipulag - Brú
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 34 Lýsingin var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Skipulagið var einnit kynnt með opnu húsi þann 27.október 2023 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Athugasemd barst frá Skipulagsstofun, að færa skuli rök fyrir breytingunni og að ekki sé verið rjúfa samfellu á góðu landbúnaðarlandi. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á mikilvægi fuglaverndunar og metur að endurskoða eigi umfang skipulagsins og áskilur sér rétt á frekari athugasemdum á síðari stigum. Vegagerðin bendir á að vegurinn er þegar tengdur við þjóðvegakerfi og að samráð við Vegagerðina skuli eiga sér stað svo hægt sé að taka afstöðu til áhrifa á þjóðvegakerfið. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir á að vatnsból skuli vera í öryggir fjarlægð frá mannvirkjum og hverskonar starfsemi sem geta spillt vatninu og að þau séu skilgreind í aðalskipulagi. Minjastofnun Íslands fer fram á skráningu fornleifa og að skýrsla skuli liggja fyrir áður en að deiliskipulagsgerð fer af stað. Veðurstofa Íslands gerir ekki athugasemdir að svo stöddu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 34 Lýsingin var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Skipulagið var einnit kynnt með opnu húsi þann 27.október 2023 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Athugasemd barst frá Skipulagsstofun um að skipulagsbreytingar í sveitarfélaginu endurspegli ekki stefnu sveitarfélagsins varðandi verndun á góði landbúnaðarlandi, Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á ábyrð að skipuleggja frístundarbyggð á svæðinu vegna náttúruvár og of þröngt viðmið í umhverfismatsskýrslu. Vegagerðin fer fram á samráð svo að hægt sé að meta áhrif á þjóðvegakerfið. Minjastofnun fer fram á að fornleifaskráning liggi fyrir áður en farið er í deiliskipulagsgerð. Veðurstofa Íslands er ekki með athugasemdið við lýsinguna.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 34 Lýsingin var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Skipulagið var einnit kynnt með opnu húsi þann 27.október 2023 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa.
    Vegagerðin fer fram á að tenging við Fljótshlíðaveg skuli vera í samráði við Vegagerðina. Náttúrufræðistofnun bendir á umkringd svæði sem eru á náttúruminjaskrá og að svæðið sé að hluta innan skilgreinds hættusvæðis vegna hamfaraflóða í Markarfljóti. Minjastofnun fer fram á að fornleyfaskráning liggi fyrir áður en deiliskipulagsgerð fari af stað. Umhverfisstofnun að falla þurfi um fráveitu og að allar byggingar falli vel að svipmóti og einkenni lands eins og kostur er. Skipulagsstofnun tekur fram að rökstyðja þurfi forsendur á uppbyggingu nýs verslunar- og þjónustusvæðiðs á þessum stað og minnir á að tilgreina þarf nánar hvað það er í stefnu aðalskipulagsins eða í landsskipulagsstefnu varðandi umhverfisáhrif.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 34 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 34 Deiliskipulagið var auglýst frá 20.september 2023 með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust frá lögbundunum umsagnaraðilum.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 34 Tillagan var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 34 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 26.september sl. að deiliskipulagsbreyting væri afgreidd svk. 2.gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust til sveitarfélagsins.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 34 Tillagan var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 34 Tillagan var auglýst frá 30.ágúst með athugasemdarfrest til 12.október 2023. Engar athugasemdir bárust frá lögbundunum aðilum.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 34 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillagan verði endurskoðuð með tilliti til umfangs svæðisisns. Þéttbýliskjarnar skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins eru á Skógum og Hvolsvelli. Nefndin bendir einnig á að skilgreining mannvirkja þurfa að vera skýr.

44.Skipulags- og umhverfisnefnd - 35

2311006F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 35. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 44.1 2311127 Landskipti - Nýibær
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 35 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 35 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna drög að umsögn fyrir svæðisskipulag Suðurhálendis.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 35
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 35
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 35 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 35 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimili breytingu á gildandi aðalskipulagi ásamt heimild til deiliskipulagsgerðar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 35 Við yfirferð Skipulagsstofnunnar koma fram athugasemdir um að fyrirhuguð uppbygging samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags fyrir AF11, að mati nefndarinnar fellur fyrirhuguð starfsemi ágætlega að ákvæðum skipulagsreglugerðar og aðalskipulags Rangárþings Eystra er varðar afþreyingar og ferðamannasvæði. Innan skipulagsreglugerðar er tiltekið að slík svæði séu skilgreind sem svæði fyrir afþreyingu og móttöku ferðafólks, þ.m.t. þjónustumiðstöðvar á hálendi og verndarsvæðum, fjallaskálar, tjald- og hjólhýsasvæði og skemmtigarðar. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er ekki ástæða til að túlka skilmála aðalskipulags með svo þröngum hætti að eingöngu sé um að ræða áningarstað enda getur að mati nefndarinnar á slíkum áningarstöðum verið boðið upp á ýmiskonar þjónustu sem finna má á tjald- og hjólhýsasvæðum s.s. þjónustumiðstöð, upplýsingaskilti, salernisaðstöðu o.þ.h. Rekstur tjaldsvæðis á viðkomandi afþreyingar og ferðarmannasvæði sé því í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu innan slíkra svæða. Skipulags- og umhverfisnefnd telur framlagðan rökstuðning og þann rökstuðning sem fram kemur innan greinargerðar deiliskipulagsins vera fullnægjandi og tekur ekki undir athugasemdir skipulagsstofnunar.
    Brugðist hefur verið við athugasemd er varðar mörk deiliskipulagsins auk þess sem texti í kafla 7 er varðar mat á umhverfisáhrifum stefnunar er uppfærður. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar hefur verið brugðist við athugasemd með fullnægjandi hætti.
    Skipulags- og umhverfisnefnd telur framkvæmdir á grundvelli framlagðar áætlunar ekki vera þess eðlis að hún falli undir tölulið 12.05 í 1. viðauka laga nr 111/2021. Umrætt svæði tekur til lítils hluta þess heildar svæðis sem um ræði í náttúruminjaskrá, svæðið er þegar raskað, er í jaðri svæðisins auk þess sem áætlunin tekur til afar takmarkaðra framkvæmdaheimilda.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 35 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 35
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 35

45.Skipulags- og umhverfisnefnd - 36

2311015F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 36. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framkvæmdina og þakkar Umhverfisstofnun fyrir kynninguna.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í fyrirhugaða framkvæmd og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að breyta gildandi deiliskipulagi.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Óskað var eftir umsögn Vegagerðarinnar með vísan í umferðarlög nr. 77/2019 engin viðbrögð bárust frá Vegagðerinni. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við uppsetningu skiltis með mildri lýsingu. Nefndin leggur til að heimildin gildi til fimm ára og aðstæður endurmetnar að þeim tíma liðnum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun þjóðlendunnar og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggðarþróunnarfulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa að boða eigendur South Coast ehf. á fund um framtíðaráform.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði send tilumsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði send tilumsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Lýsingin var auglýst frá 30.ágúst með athugasemdarfrest til 20.september 2023. Skipulagið var einnig kynnt með opnu húsi þann 4. september sl. á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Umsagnir bárust frá lögbundum aðilum, Minjastofnun bendir á fornleifaskráning liggur ekki fyrir, Heilbrigðiseftirlit suðurlands bendir á að tryggja þurfi að nægilegt neysluvatns sé á svæðinu og Skipulagsstofnun bendir á að gera þurfi grein fyrir uppbyggingu á svæðinu með hliðsjón til sambærilegarar uppbyggingar í grenndinni. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Lýsingin var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Skipulagið var einnig kynnt með opnu húsi þann 27.október 2023 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Umsagnir bárust frá lögbundum aðilum, Minjastofnun bendir á vísbendingar um fornminjar á svæðinu og það skrá þurfi fornleifar í kringum endanlega staðsetningu á strengnum, Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á áhrif fugla og gróðurlendi, Umhverfisstofnun óskar eftir ítarlegri upplýsingum, m.a. umfang framkvæmdarinnar, tilgangi og álit Skipulagsstofnunnar um mat á umhverfisáhrif. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt með fyrirvara um uppfærða legu jarðstrengja og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Skipulags- og umhverfisnefd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaaraðila ásamt þ´vi að kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð væri heimiluð ásamt breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna samþykkt um íbúðarbyggð í dreifbýli sem tekur m.a. á grenndarstöðvum, snjómokstri ásamt annarri þjónustu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Tillagan var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 29.nóvember 2023. Athugasemd barst frá Vegagerðinni um að að sýna þurfi málsetningu tengivega og veghelgunarsvæði. Heilbrigðisteftirlit Suðurlands bendir á misræmi í texta sem hefur verið brugðist við. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir meðfylgjandi drög og að umsögnin verði send í Skipulagsgáttina.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 36

46.Fjölskyldunefnd - 13

2311009F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 13. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Fjölskyldunefnd - 13 Fjölskyldunefnd þakkar Elíasi kærlega fyrir kynninguna.
  • Fjölskyldunefnd - 13 Sólbjört S. Gestsdóttir, skólastjóri Öldunnar, fer yfir drög að nýrri verklagsáætlun fyrir leikskólann Ölduna. Endanleg tillaga verður lögð fyrir næsta fund Fjölskyldunefndar til staðfestingar.

    Samþykkt samhljóða
  • Fjölskyldunefnd - 13 Birna Sigurðardóttir, skólastjóri Hvolsskóla, leggur fram skólanámskrá Hvolsskóla 2023-2024.

    Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða skólanámskrá Hvolsskóla 2023-2024.
  • Fjölskyldunefnd - 13 Drög að samning við Samtökin 78 lögð fram til kynningar.
    Fjölskyldunefnd felur formanni nefndarinnar að ganga frá samkomulagi við Samtökin 78 á grundvelli fyrirliggjandi draga að samkomulagi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Fjölskyldunefnd - 13 Búið er að ráða Laufeyju Hönnu Tómasdóttur, forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar, sem verkefnastjóra verkefnisins Barnvænt samfélag. Fjölskyldunefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að setja inn upplýsingar um Barnvænt samfélag á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Fjölskyldunefnd þakkar Gyðu Björgvinsdóttur,fráfarandi verkefnastjóra, fyrir hennar störf og býður nýjan verkefnastjóra velkomna til starfa.

    Samþykkt samhljóða.

47.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 62

2311001F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 62. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 62 Styrkupphæðir vegna samninga við íþróttafélögin rædd og lagðar fram tillögur að skiptingu. Heilsu-. íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna að drögum að samningum við íþróttafélögin og leggja fyrir næsta fund.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 62 Ákveðið var að útnefna íþróttamann ársins í Rangárþingi eystra á Kjötsúpuhátíðinni ár hvert.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 62 HÍÆ nefnd þakkar fyrir erindið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hafna hugmyndinni að svo stöddu. Nefndin telur að Rangárþing eystra sé betur í stakk búið til að sinna verkefnum málaflokksins upp á eigin spýtur.

48.Markaðs- og menningarnefnd - 14

2311003F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 14. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Til máls tók: GHÓ.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 14 Markaðs- og menningarnefnd þakkar Stefáni Friðrik fyrir kynninguna á verkefninu.
    Markaðs- og menningarnefnd tilnefnir Hildi Guðbjörgu Kristjánsdóttur sem fulltrúa nefndarinnar í starfshópinn og Konráð Helga Haraldsson til vara.

    Samþykkt samhljóða.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 14 Kostnaðaruppgjör Kjötsúphátíðar 2023 lagt fram.
    Almenn ánægja var með Kjötsúpuhátíðina 2023. Markaðs- og menningarnefnd fór yfir nokkur atriði sem gera mætti betur að ári.
    Markaðs- og menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að halda utan um þá punkta sem farið var yfir á fundinum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 14 8 umsóknir bárust í sjóðinn að þessu sinni og samtals upphæð styrkbeiðna er 3.560.000 kr.
    Markaðs- og menningarnefnd er mjög ánægð með þann fjölda góðra umsókna sem bárust í Menningarsjóðinn að þessu sinni. Menningarlífið í Rangárþingi eystra er í miklum blóma.

    Því miður var ekki unnt að styrkja allar umsóknir en Markaðs- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr haustúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra.

    860 Áhugaljósmyndafélag 150.000
    Margrét Einarsdóttir 150.000
    Hólmfríður Samúelsdóttir 150.000
    Leikfélag Austur Eyfellinga 100.000
    Kór Hvolsskóla 200.000
    Rut Ingólfsdóttir 220.000
    Midgard Adventure 230.000

    Samþykkt samhljóða

49.Ungmennaráð - 33

2311007F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 33. fundar Ungmennaráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Ungmennaráð - 33 Stefán Friðrik kom og sagði okkur frá sínu starfi. Hann hvatti ungmennaráð og ungmenni til þess að hafa samband við sig varðandi styrki og önnur málefni sem tengjast hans vinnu.
  • Ungmennaráð - 33 Ungmennaráð fór yfir spurningar og skipti með sér verkum í málstofum. Ákveðið var að hafa þrjár málstofur. 1) Skólamál 2) Félagslíf, menning og fræðsla 3) Skipulag og umhverfi.
    Yngri hópurinn mætir kl. 10:30 og eldri hópur mætir kl. 12:30.
    Einnig verða happdrætti og pizzur fyrir þátttakendur. Meðlimir ungmennaráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi skaffa vinninga fyrir happdrættið.
    Nefndarmenn voru svo hvattir til þess að láta alla vita og hvetja alla til þess að mæta. Nefndarmenn fara í skólastofur í Hvolsskóla og hengja upp veggspjöld og svo verða samfélagsmiðlar notaðir og tölvupóstar.
    Akveðið var að fresta quizi ungmennaráðs sem fram í desember þar sem nefndarmönnum fannst það skarast á við jólaföndur foreldrafélags Hvolsskóla.
  • Ungmennaráð - 33 Ungmennaráð þakkar fjölskyldunefnd fyrir svörin. Ungmennaráð hvetur til að opnunartími Skjólsins verður endurskoðaður fyrir næsta skólaár og foreldrar fái að kjósa um opnunartíma Skjólsins eins og kosið er um lengd skólaársins.
  • Ungmennaráð - 33

50.Ungmennaráð - 34

2311012F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 34. fundar Ungmennaráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Ungmennaráð - 34 Um 80 börn og ungmenni mættu á barna og ungmennaþing. Niðurstöður verða kynntar fyrir sveitarstjórn og nefndum svetiarfélagisns.

51.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 79

2311005F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 79. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 79 Farið var yfir stöðu brunavarna og framtíðar uppbyggingaráform í samræmi við gildandi bruanvarnaráætlun. Rætt um samning milli Brunavarna Rangárvallasýslu og Landsvirkjunnar. Annars vegar er um að ræða samstarfssamning sem tekur til fastrar upphæðar og þjónustu ár hvert. Hins vegar er um að ræða fjárfestingarsamning vegna uppbyggingar Brunavarna í tengslum við þjónustu við mannvirki Landsvirkjunnar innan starfssvæðis Brunavarna Rangárvallasýslu.
    Ákveðið var að vinna áfram að gerð þjónustusamnings og einnig var ákveðið að skipa minni starfshóp til að vinna að fjárfestingarsamningi.

52.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 80

2311010F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 80. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 80 Í samræmi við bókun á 79. fundi stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. þar sem ákveðið var að skipa starfshóp til að vinna að fjárfestingarsamningi milli Brunavarna og Landsvirkjunnar, skipar stjórn eftirfarandi fulltrúa í þann hóp: Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri og Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 80 Stjórn samþykkir að óskað verði eftir vilyrði til Rangárþings eystra um lóðina Dufþaksbraut 6, undir byggingu björgunarmiðstöðvar á Hvolsvelli.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

53.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 233. fundur stjórnar

2312026

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 233. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
Fundargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

54.Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga; 26.10.2023

2311003

Lögð fram til staðfestingar fundargerð stjórnar Héraðsbókasafns Rangæinga.
Fundargerð staðfest í heild.

Fundi slitið - kl. 13:51.