34. fundur 14. nóvember 2023 kl. 12:30 - 13:45 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Bjarki Oddsson
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Landskipti - Miðtún 2

2311043

Með landskiptunum er verið að stofna lóð úr landi Miðtúns 2,L193676. Nýja lóðin fær staðfangið Miðtún 2b og verður 2362 m² að stærð.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

2.Aðalskipulag - Brú

2309074

Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir frístundarbyggð með allt að 50 frístundarlóðum, verslun- og þjónustsvæðið fer úr 3 ha. í allt að 42,7 ha. að stærð fyrir veitingarekstur, gestahús og hótel fyrir allt að 85 gesti.
Lýsingin var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Skipulagið var einnit kynnt með opnu húsi þann 27.október 2023 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Athugasemd barst frá Skipulagsstofun, að færa skuli rök fyrir breytingunni og að ekki sé verið rjúfa samfellu á góðu landbúnaðarlandi. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á mikilvægi fuglaverndunar og metur að endurskoða eigi umfang skipulagsins og áskilur sér rétt á frekari athugasemdum á síðari stigum. Vegagerðin bendir á að vegurinn er þegar tengdur við þjóðvegakerfi og að samráð við Vegagerðina skuli eiga sér stað svo hægt sé að taka afstöðu til áhrifa á þjóðvegakerfið. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir á að vatnsból skuli vera í öryggir fjarlægð frá mannvirkjum og hverskonar starfsemi sem geta spillt vatninu og að þau séu skilgreind í aðalskipulagi. Minjastofnun Íslands fer fram á skráningu fornleifa og að skýrsla skuli liggja fyrir áður en að deiliskipulagsgerð fer af stað. Veðurstofa Íslands gerir ekki athugasemdir að svo stöddu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Aðalskipulagsbreyting - Dímonarflöt 1-7

2307052

Aðalskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að 51,6 ha. landbúnaðarlandi (L2) verði breytt í frístundarbyggð (F).
Lýsingin var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Skipulagið var einnit kynnt með opnu húsi þann 27.október 2023 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Athugasemd barst frá Skipulagsstofun um að skipulagsbreytingar í sveitarfélaginu endurspegli ekki stefnu sveitarfélagsins varðandi verndun á góði landbúnaðarlandi, Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á ábyrð að skipuleggja frístundarbyggð á svæðinu vegna náttúruvár og of þröngt viðmið í umhverfismatsskýrslu. Vegagerðin fer fram á samráð svo að hægt sé að meta áhrif á þjóðvegakerfið. Minjastofnun fer fram á að fornleifaskráning liggi fyrir áður en farið er í deiliskipulagsgerð. Veðurstofa Íslands er ekki með athugasemdið við lýsinguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
AR víkur af fundi við þetta mál.

4.Aðalskipulag - Barkastaðir

2309076

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 15 ha. landi úr Barkastöðum sem er landbúnaðarland (L2) í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) undir hótel sem rúmar 90 gesti.
Lýsingin var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Skipulagið var einnit kynnt með opnu húsi þann 27.október 2023 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa.
Vegagerðin fer fram á að tenging við Fljótshlíðaveg skuli vera í samráði við Vegagerðina. Náttúrufræðistofnun bendir á umkringd svæði sem eru á náttúruminjaskrá og að svæðið sé að hluta innan skilgreinds hættusvæðis vegna hamfaraflóða í Markarfljóti. Minjastofnun fer fram á að fornleyfaskráning liggi fyrir áður en deiliskipulagsgerð fari af stað. Umhverfisstofnun að falla þurfi um fráveitu og að allar byggingar falli vel að svipmóti og einkenni lands eins og kostur er. Skipulagsstofnun tekur fram að rökstyðja þurfi forsendur á uppbyggingu nýs verslunar- og þjónustusvæðiðs á þessum stað og minnir á að tilgreina þarf nánar hvað það er í stefnu aðalskipulagsins eða í landsskipulagsstefnu varðandi umhverfisáhrif.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
AR kemur aftur á fund.

5.Aðalskipulag - Brúnir 1, breyting

2302074

Um er að ræða breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæðinu (VÞ 17) á lóðinni Brúnir 1 L227590. Heildar byggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag - Brúnir 1 breyting

2206060

Tillagan var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum.



Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið var auglýst frá 20.september 2023 með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust frá lögbundunum umsagnaraðilum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Deiliskipulagsbreyting - Tjaldhólar

2307026

Ragnar Jóhannsson óskar eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi að Tjaldhólum, L164199. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir 250 m2 íbúðarhús.
Tillagan var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Deiliskipulagsbreyting - Torfastaðir

2309049

Í deiliskipulags breytingunni er verið að heimila að hámarks mænishæð fari úr 4,7 m í 5,5 m.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 26.september sl. að deiliskipulagsbreyting væri afgreidd svk. 2.gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust til sveitarfélagsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Deiliskipulag - Bakkafit

2303090

Haukur Garðarsson óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja lóðina Bakkafit (Fagrahlíð lóð L179457) sem er um 17 ha að stærð. Í meðfylgjandi skipulagslýsingu kemur fram að markmið með deiliskipulagsgerð sé að gera ráð fyrir afmörkun lóðar, aðkomu og byggingarreit.
Tillagan var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Deiliskipulag - Stóri-Hóll

2308007

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á 10,3 ha. svæði úr landi Skíðbakka 1, L163892. Gert er ráð fyrir allt að 250 m2 íbúðarhúsi, 50 m2 gestahús og 200 m2 skemmu. Hámarks mænishæð er 8,0 á íbúðarhúsi og skemmu en 5,0 m á gestahúsi.
Tillagan var auglýst frá 30.ágúst með athugasemdarfrest til 12.október 2023. Engar athugasemdir bárust frá lögbundunum aðilum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Deiliskipulag - Rauðafell 2

2311050

Deiliskipulagstillgan leggur til að heimilt verði að byggja 35 íbúðarhús allt að 250 m² hús á hverri lóð með 6 m hámarks mænishæð, 60 leiguhús sem verða allt að 70 m² og 5 m. mænishæð, 40 gestahús sem verð allt að 20 m² með 3,5 m mænishæð og gistingu fyrir fjóra gesti og snyrtingu. Einnig verði heimilað að byggja veislu- og samkonusal, starfsmannaíbúða og heilsulind.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillagan verði endurskoðuð með tilliti til umfangs svæðisisns. Þéttbýliskjarnar skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins eru á Skógum og Hvolsvelli. Nefndin bendir einnig á að skilgreining mannvirkja þurfa að vera skýr.

Fundi slitið - kl. 13:45.