33. fundur 20. nóvember 2023 kl. 19:00 - 19:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Ólafsson formaður
  • Sigurþór Árni Helgason varaformaður
  • Ólafía Ragnheiður Þórðardóttir ritari
  • Fannar Óli Ólafsson aðalmaður
  • Björk Friðriksdóttir aðalmaður
  • Margrét Ósk Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Dögg Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Heimsókn starfsmanns svetiarfélagsins

2209122

Stefán Friðrik Friðriksson byggðaþróunarfulltrúi Rangárþings eystra og ytra kemur í heimsókn, kynnir sig og sitt starf.
Stefán Friðrik kom og sagði okkur frá sínu starfi. Hann hvatti ungmennaráð og ungmenni til þess að hafa samband við sig varðandi styrki og önnur málefni sem tengjast hans vinnu.

2.Barna- og ungmennaþing 2022

2211003

Undirbúningur fyrir barna og ungmennaþing sem verður 25. nóvember. Fara þarf yfir spurningar laga og breyta.

Finna ritara og stjórnandi í hverjum hópi.

Finna vinninga fyrir happdrætti.

Skipta með sér verkum og skipuleggja þingið.

Ungmennaráð fór yfir spurningar og skipti með sér verkum í málstofum. Ákveðið var að hafa þrjár málstofur. 1) Skólamál 2) Félagslíf, menning og fræðsla 3) Skipulag og umhverfi.
Yngri hópurinn mætir kl. 10:30 og eldri hópur mætir kl. 12:30.
Einnig verða happdrætti og pizzur fyrir þátttakendur. Meðlimir ungmennaráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi skaffa vinninga fyrir happdrættið.
Nefndarmenn voru svo hvattir til þess að láta alla vita og hvetja alla til þess að mæta. Nefndarmenn fara í skólastofur í Hvolsskóla og hengja upp veggspjöld og svo verða samfélagsmiðlar notaðir og tölvupóstar.
Akveðið var að fresta quizi ungmennaráðs sem fram í desember þar sem nefndarmönnum fannst það skarast á við jólaföndur foreldrafélags Hvolsskóla.

3.Svar fjölskyldunefndar við fyrirspurn ungmennaráðs

2311087

Svar fjölskyldunefndar við fyrirspurn ungmennaráðs.
Ungmennaráð þakkar fjölskyldunefnd fyrir svörin. Ungmennaráð hvetur til að opnunartími Skjólsins verður endurskoðaður fyrir næsta skólaár og foreldrar fái að kjósa um opnunartíma Skjólsins eins og kosið er um lengd skólaársins.

4.Ungmennaráð - Önnur mál.

2304007

Önnur mál.

Fundi slitið - kl. 19:30.