80. fundur 20. nóvember 2023 kl. 12:15 - 12:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson
  • Þráinn Ingólfsson
Starfsmenn
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
  • Jón Guðmundur Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Formaður
Dagskrá

1.Brunavarnir Rangárvallasýslu; Tillaga um fulltrúa í vinnuhóp; Landsvirkjun

2311103

Í samræmi við bókun á 79. fundi stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. þar sem ákveðið var að skipa starfshóp til að vinna að fjárfestingarsamningi milli Brunavarna og Landsvirkjunnar, skipar stjórn eftirfarandi fulltrúa í þann hóp: Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri og Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

2.Brunavarnir Rangárvallarsýslu; Vilyrði fyrir lóð

2311104

Stjórn samþykkir að óskað verði eftir vilyrði til Rangárþings eystra um lóðina Dufþaksbraut 6, undir byggingu björgunarmiðstöðvar á Hvolsvelli.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 12:40.