35. fundur 28. nóvember 2023 kl. 12:30 - 13:52 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Björk Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Landskipti - Nýibær

2311127

Hrunagil ehf. óskar að stofnuð verði lóð úr Nýjabæ, L163787. Hin nýja lóð verður 8.803 m² að stærð og fær staðfangið Nýibær 2.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

2.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1907006

Óskað er eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar vegna svæðisskipulags Suðurhálendis.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna drög að umsögn fyrir svæðisskipulag Suðurhálendis.

3.Deiliskipulag - Fornhagi

2311064

Óskað er eftir heimild til deiliskipulagsgerðar að Fornhaga, L189779. Tillagan heimilar að hámarksbyggingarmagn fyrir sumarhús verði 750 m² ásamt 1.500 m² mannvirki fyrir landbúnaðarbyggingar á hverri lóð sem veður um 2 ha.

4.Deiliskipulag - Bergþórugerði

2304018

Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi í Bergþórugerði á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að íbúðum í götunni er fjölgað úr 40 í 84. Gert er ráð fyrir 46 íbúðum í 2ja hæða fjölbýlishúsum með risi, 6 íbúðum í þremur parhúsum með risi og 22 íbúðum í einbýlishúsum, þar af 3 á tveimur hæðum með risi og 10 íbúðum í 2ja hæða raðhúsum með risi. Hámarks mænishæð er 7,5m.

5.Deiliskipulag - Eyvindarholt

2310016

Deiliskipulagstillgan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum þar sem heimilt verður að byggja aðstöðuhús fyrir ferðamann ásamt um 60 bílastæðum. Innan svæðisins verður gönguleið og útsýnisstaður að flugvélaflaki sem komið hefur verið fyrir á svæðinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag - Hólmalækur

2311139

Sigurður Bjarni Sveinsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsbreytinga að Hólmalæk, L235471. Tillagan gerir ráð fyrir sex til átta lóðum undir frístundar- og gestahús fyrir ferðamenn.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimili breytingu á gildandi aðalskipulagi ásamt heimild til deiliskipulagsgerðar.

7.Deiliskipulag - Litla-Dímon

2303097

Southcoast Adventure ehf. óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar í samræmi við meðfylgjandi skipulagsgögn. Um er að ræða ca 3,5 ha spildu úr Litla-Dímon L230219. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu tjaldsvæðis og tengdrar þjónustu. Innan byggingarreits B1 er gert ráð fyrir allt að 200 m2 aðstöðuhúsi með allt að 6,0m mænishæð mv. gólfplötu.
Við yfirferð Skipulagsstofnunnar koma fram athugasemdir um að fyrirhuguð uppbygging samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags fyrir AF11, að mati nefndarinnar fellur fyrirhuguð starfsemi ágætlega að ákvæðum skipulagsreglugerðar og aðalskipulags Rangárþings Eystra er varðar afþreyingar og ferðamannasvæði. Innan skipulagsreglugerðar er tiltekið að slík svæði séu skilgreind sem svæði fyrir afþreyingu og móttöku ferðafólks, þ.m.t. þjónustumiðstöðvar á hálendi og verndarsvæðum, fjallaskálar, tjald- og hjólhýsasvæði og skemmtigarðar. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er ekki ástæða til að túlka skilmála aðalskipulags með svo þröngum hætti að eingöngu sé um að ræða áningarstað enda getur að mati nefndarinnar á slíkum áningarstöðum verið boðið upp á ýmiskonar þjónustu sem finna má á tjald- og hjólhýsasvæðum s.s. þjónustumiðstöð, upplýsingaskilti, salernisaðstöðu o.þ.h. Rekstur tjaldsvæðis á viðkomandi afþreyingar og ferðarmannasvæði sé því í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu innan slíkra svæða. Skipulags- og umhverfisnefnd telur framlagðan rökstuðning og þann rökstuðning sem fram kemur innan greinargerðar deiliskipulagsins vera fullnægjandi og tekur ekki undir athugasemdir skipulagsstofnunar.
Brugðist hefur verið við athugasemd er varðar mörk deiliskipulagsins auk þess sem texti í kafla 7 er varðar mat á umhverfisáhrifum stefnunar er uppfærður. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar hefur verið brugðist við athugasemd með fullnægjandi hætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur framkvæmdir á grundvelli framlagðar áætlunar ekki vera þess eðlis að hún falli undir tölulið 12.05 í 1. viðauka laga nr 111/2021. Umrætt svæði tekur til lítils hluta þess heildar svæðis sem um ræði í náttúruminjaskrá, svæðið er þegar raskað, er í jaðri svæðisins auk þess sem áætlunin tekur til afar takmarkaðra framkvæmdaheimilda.

8.Aðalskipulag - Brekkur

2311105

Með aðalskipulagslýsingunni er verið að breyta 70 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1) í 15 ha. verslunar- og þjónustusvæði (ÞV) og 37 ha. í íbúðarbygg (ÍB).
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101

2310009F

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102

2310015F

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
    - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

    - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd

    - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Ófullnægjandi hönnunargögn.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Byggingarheimild til niðurrifs verður gefin út að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

    - Vottorð um að eignin sé veðbandalaus verði lagt fram.

    - Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs verði lögð fram.

    - Byggingarstjóri verði skráður á framkvæmdina.

Fundi slitið - kl. 13:52.