14. fundur 20. nóvember 2023 kl. 16:30 - 18:30 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner formaður
  • Magnús Benonýsson
    Aðalmaður: Guðni Ragnarsson
  • Guri Hilstad Ólason
  • Guðni Steinarr Guðjónsson varaformaður
  • Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Landbúnaðarmál í Rangárþingi eystra

2303119

Markaðs- og menningarnefnd þakkar Stefáni Friðrik fyrir kynninguna á verkefninu.
Markaðs- og menningarnefnd tilnefnir Hildi Guðbjörgu Kristjánsdóttur sem fulltrúa nefndarinnar í starfshópinn og Konráð Helga Haraldsson til vara.

Samþykkt samhljóða.

2.Kjötsúpuhátíð 2023

2208048

Kostnaðaruppgjör Kjötsúphátíðar 2023 lagt fram.
Almenn ánægja var með Kjötsúpuhátíðina 2023. Markaðs- og menningarnefnd fór yfir nokkur atriði sem gera mætti betur að ári.
Markaðs- og menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að halda utan um þá punkta sem farið var yfir á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir víkur af fundi

3.Menningarsjóður Rangárþings eystra; haustúthlutun 2023

2306068

8 umsóknir bárust í sjóðinn að þessu sinni og samtals upphæð styrkbeiðna er 3.560.000 kr.
Markaðs- og menningarnefnd er mjög ánægð með þann fjölda góðra umsókna sem bárust í Menningarsjóðinn að þessu sinni. Menningarlífið í Rangárþingi eystra er í miklum blóma.

Því miður var ekki unnt að styrkja allar umsóknir en Markaðs- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr haustúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra.

860 Áhugaljósmyndafélag 150.000
Margrét Einarsdóttir 150.000
Hólmfríður Samúelsdóttir 150.000
Leikfélag Austur Eyfellinga 100.000
Kór Hvolsskóla 200.000
Rut Ingólfsdóttir 220.000
Midgard Adventure 230.000

Samþykkt samhljóða

Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir kemur aftur inn á fund

Fundi slitið - kl. 18:30.