13. fundur
22. nóvember 2023 kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
Sigríður Karólína Viðarsdóttirformaður
Ingibjörg Marmundsdóttir
Aðalmaður: Rafn Bergsson
Lea Birna Lárusdóttir
Ásta Brynjólfsdóttir
Ágúst Leó Sigurðsson
Þórunn Óskarsdóttiráheyrnarfulltrúi kennara
Árný Lára Karvelsdóttiráheyrnarfulltrúi foreldra
Sigurmundur Páll Jónssonáheyrnarfulltrúi foreldra
Sandra Sif Úlfarsdóttir
Starfsmenn
Birna Sigurðardóttirskólastjóri
Sólbjört Sigríður Gestsdóttirleikskólastjóri
Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði:Árný Lára KarvelsdóttirMarkaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá
1.Kynning á starfsemi VISS á Hvolsvelli
2311115
Elías Árnason, forstöðumaður VISS á Hvolsvelli, kemur á fund Fjölskyldunefndar og segir frá starfsemi VISS.
Fjölskyldunefnd þakkar Elíasi kærlega fyrir kynninguna.
2.Leikskólinn Aldan; Verklagsreglur 2023
2311109
Sólbjört S. Gestsdóttir, skólastjóri Öldunnar, fer yfir drög að nýrri verklagsáætlun fyrir leikskólann Ölduna. Endanleg tillaga verður lögð fyrir næsta fund Fjölskyldunefndar til staðfestingar.
Drög að samning við Samtökin 78 lögð fram til kynningar.
Fjölskyldunefnd felur formanni nefndarinnar að ganga frá samkomulagi við Samtökin 78 á grundvelli fyrirliggjandi draga að samkomulagi.
5.Fyrirspurn frá B-lista varðandi ráðningu verkefnastjóra Barnvæns samfélags
2311106
Búið er að ráða Laufeyju Hönnu Tómasdóttur, forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar, sem verkefnastjóra verkefnisins Barnvænt samfélag. Fjölskyldunefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að setja inn upplýsingar um Barnvænt samfélag á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fjölskyldunefnd þakkar Gyðu Björgvinsdóttur,fráfarandi verkefnastjóra, fyrir hennar störf og býður nýjan verkefnastjóra velkomna til starfa.