62. fundur 15. nóvember 2023 kl. 16:30 - 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Bjarki Oddsson
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun samninga við íþróttafélög í sveitarfélaginu.

2309079

Samningar við íþróttafélög
Styrkupphæðir vegna samninga við íþróttafélögin rædd og lagðar fram tillögur að skiptingu. Heilsu-. íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna að drögum að samningum við íþróttafélögin og leggja fyrir næsta fund.

2.Íþróttamaður Rangárþings eystra - allt

2311019

Undanfarin ár hefur íþróttamaður ársins verið tilkynntur og valinn þann 17. júní. Vegna þess hversu uppteknir íþróttamennirnir eru á þessum degi, þá oftast að keppa eða æfa, hefur komið upp sú hugmynd að finna aðra dagsetningu til að tilkynna um íþróttamann ársins í Rangárþingi eystra. Auk þess þykir orðið langt um liðið á nýtt ár þegar íþróttamaður ársins er tilkynntur fyrir síðasta ár. Einnig hefur komið upp hugmynd um að hafa sameiginlegan íþróttamann ársins í allri sýslunni og hætta þá með fyrir sveitarfélagið Rangárþing eystra.
Ákveðið var að útnefna íþróttamann ársins í Rangárþingi eystra á Kjötsúpuhátíðinni ár hvert.

3.Sameiginlegur heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi

2309012

Sameiginlegur heislu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
HÍÆ nefnd þakkar fyrir erindið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hafna hugmyndinni að svo stöddu. Nefndin telur að Rangárþing eystra sé betur í stakk búið til að sinna verkefnum málaflokksins upp á eigin spýtur.

Fundi slitið - kl. 18:00.