244. fundur 16. nóvember 2023 kl. 08:15 - 10:20 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Formaður óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, máli nr. 24 Umsókn um tækifærisleyfi; uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Geysis og fella eitt mál af dagsskrá sem var tvítekið mál nr 20 endurnýjun samnings við Markaðsstofu Suðurlands. Aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

1.Umsókn um lóð - Vistarvegur 2-4

2311049

Ein umsókn barst vegna úthlutunar lóðarinnar að Vistarvegi 2-4.
Byggðarráð samþykkir, með þremur samhljóða atkvæðum, úthlutun lóðarinnar við Vistarveg 2-4 til Þingvangs ehf.

2.Umsókn um lóð - Vistaravegur 3

2311047

Ein umsókn barst vegna úthlutunar lóðarinnar að Vistarvegi 3.
Byggðarráð samþykkir, með þremur samhljóða atkvæðum, úthlutun lóðarinnar við Vistarveg 3 til Þingvangs ehf.
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, fulltrúi sýslumanns er á fundinum við útdrátt lóðaumsókna.

3.Umsókn um lóð - Hvolsvegur 5

2311045

Sex umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Hvolsvegur 5.
Lóðina hlaut Þingvangur ehf, til vara í eftirfarandi röð:
Dufþakur ehf
Kistján Jósepsson
Gengur ehf
Ástþór Guðfinsson
Guðfinnur Guðmannsson

Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum úthlutun lóðar Hvolsvegur 5 til Þingvangs ehf.

4.Umsókn um lóð - Ormsvöllur 17

2310108

Ein umsókn barst vegna úthlutunar lóðarinnar að Ormsvöllur 17.
Byggðarráð samþykkir, með þremur samhljóða atkvæðum, úthlutun lóðarinnar við Ormsvöll 17 til Birgis Nielson Þórssonar.

5.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 11

2311056

Ein umsókn barst vegna úthlutunar lóðarinnar að Hallgerðartúni 11.
Byggðarráð samþykkir, með þremur samhljóða atkvæðum, úthlutun lóðarinnar að Hallgerðartúni 11 til Arons Reynissonar.

6.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 13

2310070

Ein umsókn barst vegna úthlutunar á lóðinni Hallgerðartún 13.
Umsækjandi hefur dregið lóðaumókn til baka.

7.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 27 - 29

2310109

Níu umsóknir bárust vegna úthlutunr á lóðinni Hallgerðartún 27-29.
Lóðina hlaut Eskimos ehf, til vara í eftirfarandi röð:
Friðrik Bjarnason,
Tómas Ellert Tómasson,
Desta ehf,
Gæðapípur ehf,
Ragnar Björn Egilsson,
Ævar Örn Guðjónsson,
Geir Sigurðsson,
Pétur Gunnarsson.

Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum úthlutun lóðar Hallgerðartún 27-29 til Eskimos ehf.

8.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 31 - 33

2311021

Átta umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Hallgerðartún 31-33.
Lóðina hlaut Ólafur Ingi Þórarinsson, til vara í eftirfarandi röð:
Pétur Gunnarsson,
Tómas Ellert Tómasson,
Ævar Örn Guðjónsson,
Ragnar Björn Egilsson,
Pétur Guðmundsson,
Eskimos ehf,
Desta ehf.

Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum úthlutun lóðar Hallgerðartún 31-33 til Ólafs Inga Þórarinssonar.

9.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 35 - 37

2311023

Níu umsóknir bárust vegna lóðarinnar Hallgerðartún 35-37.
Lóðina hlaut Eskimos ehf, til vara í eftirfarandi röð:
Desta ehf,
Pétur Gunnarsson,
Ragnar Björn Egilsson,
Gæðapípur ehf,
Tómas Ellert Tómassson,
Pétur Guðmundsson,
Þórunn Kristjánsdóttir,
Ragnheiður Kristjánsdóttir.

Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum úthlutun lóðar Hallgerðartún 35-37 til Eskimos ehf.

10.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 39 - 41

2311022

Sjö umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Hallgerðartún 39-41.
Lóðina hlaut Friðrik Bjarnason, til vara í eftirfarandi röð:
Þórunn Kristjánsdóttir,
Eskimos ehf,
Desta ehf,
Pétur Gunnarsson,
Tómas Ellert Tómasson,
Ragnar Björn Egilsson.

Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum úthlutun lóðar Hallgerðartún 39-41 til Friðriks Bjarnasonar.

11.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 43-49

2310089

12 umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Hallgerðartún 43-49.
Lóðina hlaut BT mót ehf, til vara í eftirfarandi röð:
Eskimos ehf,
Jörfahús ehf,
Einar Ás Pétursson,
G.G. Tré ehf,
Heinz Byggingar ehf,
Heiða Steingrímsdóttir,
SA Smíðar ehf,
Desta ehf,
Pétur Gunnarsson,
Arctic North ehf,
Tómas Ellert Tómasson.

Byggðarráð samþykkir með þremu samhljóða atkvæðum úthlutun lóðar 43-49 til BT mót ehf.

12.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 51

2310069

Sjö umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Hallgerðartún 51.
Lóðina hlaut Arctic North ehf, til vara í eftirfarandi röð:
Tómas Ellert Tómasson,
Erting ehf,
G.G. Tré ehf,
Kjarnabyggð ehf,
Jón Andrés Vilhelmsson,
Desta ehf.

Byggðarráð samþykkir með þremu samhljóða atkvæðum úthlutun lóðar 51 til Arctic North ehf.

13.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 53-57

2310071

Níu umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Hallgerðartún 53-57.
Lóðina hlaut Desta ehf, til vara í eftirfarandi röð:
Bf-verk ehf,
SA smíðar,
Tómas Ellert Tómasson,
Eskimos ehf,
Vörur ehf,
BT mót ehf,
Geir Sigurðsson,
Pétur Gunnarsson.

Byggðarráð samþykkir með þremu samhljóða atkvæðum úthlutun lóðar 53-57 til Desta ehf.
Fulltrúi sýslumanns fer af fundi eftir úttrátt lóða.

14.Gjaldskrá Íþróttamiðstöð 2024

2310088

Heilsu íþrótta og æskulýðsnefnd fjallaði um gjaldskrá Íþróttamðistöðvar. Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Lagt til að aðgangseyrir verði 1500 kr og hækki því um 36% Kort í sund hækki líka um ca 36% og verði því 9000 krónur fyrir 10 miða kort og 19.000 krónur fyrir 30 skipta kort í sund. Sund fylgi stökum tíma í líkamsrækt.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar hækki í samræmi við aðrar gjaldskrár sveitarfélagsins.

15.Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa 2024

2311038

Lögð fram til umræðu gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa 2024.
Gjaldskrá lögð fram til-umræðu.

16.Gjaldskrá vatnsveita 2024

2310086

Lögð fram til umræðu gjaldskrá vatnsveitu 2024.
Gjaldskrá lögð fram til umræðu.

17.Endurnýjun samnings við Markaðsstofu Suðurlands

2311046

Lagt fram erindi Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir endurnýjun samnings við Rangárþing eystra.
Byggðarráð frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir kynningu Markaðsstofunnar á starfseminni.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

18.Hamragarðar; Landamerki; Álit lögfræðings

2307033

Lagt fram minnisblað Lögmanna Suðurlands vegna landamerkja Hamragarða og Seljalands.
Byggðarráð þakkar Lögmönnum Suðurlands fyrir greinargott minnsiblað.
Sveitarstjóra falið að boða til fundar með landeigendum þar sem landamerki milli Hamragarða og Seljalandsjarða verði rædd.

19.Skrá yfir störf hjá Rangáringi eystra sem heimild til verkfalls nær ekki til

2209125

Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta skrár yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.
Byggðarráð staðfestir lista yfir starfsmenn sem hafa ekki verkfallsheimild og leggur til að hann verði sendur viðkomandi stéttarfélagi.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

20.Færanlega kennslustofa; Kauptilboð

2311075

Fyrir liggur kauptilboð í færanlega kennslustofu, sem staðsett er á lóð gamla leikskólans.
Byggðarráð hafnar tilboði þar sem að umrædd eign er ný komin á sölu.
Eignin verði auglýst með tilgreindum tilboðsfresti til kl 12.00, þann 5. desember nk. Afstaða til tilboða verði tekin á næsta fundi byggðarráðs, þann 7. desember 2023.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

21.Samtökin 78; Tillaga að samning um fræðslu

2306054

Unnið hefur verið að samkomulagi við Samtökin 78 um samstarfssamningu um þjónustu Samtakanna um fræðslu til starfsfólks og nemenda skóla og frístundar í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir drög að samningi fyrir sitt leiti og vísar þeim til afgreiðslu fjölskyldunefndar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

22.Hlíðarvegur 14; Kauptilboð

2311080

Fyrir liggur kauptilboð í eigninga Hlíðarveg 14.
Byggðarráð hafnar fyrirliggjandi tilboði í eignina.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

23.Umsókn um tækifærisleyfi; uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Geysis

2311081

Sveitarstjóra falið að veita umsöng þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsöng.
Samþykkt með þremur samhjóða atkvæðum.

24.Aðalfundurargerð Sorpstöðvar Suðurlands 2023

2311055

Lögð fram til kynningar aðalfundargerð Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

25.Samband íslenskra sveitarfélaga; 936. fundur stjórnar

2311018

Lögð fram til kynningar fundargerð 936. fyndar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

26.Hula bs; aukaaðalfundur fundargerð; 18.10.2023

2311011

Lögð fram til kynningar fundargerð aukaaðalfundar Hulu bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

27.4. fundur stjórnar Skógasafns 31. október 2023

2311009

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar stjórnar Skógasafns.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

28.SASS; 603. fundur stjórnar

2311057

Lögð fram til kynningar fundargerð 603. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

29.Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga; 28.08.2023

2311002

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð stjórnar Héraðsbókasafns Rangæinga frá 28. ágúst 2023.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

30.Uppfærð Áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland

2310100

Lögð fram til umræðu og kynningar uppfærð áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland.
Lagt fram til kynningar.

32.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2023

2304004

Lögð fram til kynningar og umræðu Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks.
Lagt fram til kynningar.

33.Hvolsskóli; Greining á húsnæðisþörf

2307029

Lagður fram til kynningar samningur KPMG og Rangárþings eystra um greiningu á húsnæðisþörf Hvolsskóla.
Lagt fram til kynningar.

34.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu vega á Skógum

2311078

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu vega innan skilgreinds þéttbýlis á Skógum af vegaskrá.

Lagt fram til kynningar.

35.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfelling Garðsaukavegar (2652-01)

2311076

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu Garðsaukavegar af vegaskrá.

Lagt fram til kynningar.

36.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfelling Safnvegar (2421-01)

2311077

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu Safnvegar af vegaskrá.

Lagt fram til kynningar.

37.TRS; Breytingar á eignarhaldi

2311079

Undirritaður hefur verið samningur um kaup OK á rekstri upplýsingatæknihluta TRS á Selfossi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.