312. fundur 13. apríl 2023 kl. 12:00 - 13:39 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
 • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
 • Rafn Bergsson aðalmaður
 • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
 • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
 • Bjarki Oddsson aðalmaður
 • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
 • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
 • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
 • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.

Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, Guri Hilstad Ólason, og oddviti Tómas Birgir Magnússon, Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi sem sér um útsendinguna og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 13. apríl 2023

2304028

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tóku: AKH, BO.
Lagt fram til kynningar.

2.Breyting á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra

2303083

Lögð fram tillaga stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins, sem lýtur að nauðsynlegu ákvæði um framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarþjónustu. Viðbót þessi verði í formi viðauka við samþykktir sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn vísar breytingum á samþykktum til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Bergrisinn; uppfærðar samþykktir 2023

2303001

Á auka aðalfundi Bergrisans 20. febrúar 2023 voru samþykktar nýjar samþykktir félagsins. Lagðar fram til seinni umræðu nýjar samþykktir Bergrisans bs.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti nýjar samþykktir Bergrisans.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Seljalandsfoss; Reglur um stöðureiti og gjaldtöku

2303063

Á 229. fundi byggðarráðs var málið tekið fyrir. Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundinum:
Gjaldskrá bílastæðagjalda við Seljalandsfoss hefur verið óbreytt frá upphafi gjaldtöku, árið 2017. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá vegna bílastæðagjalda við Seljalandsfoss verði eftirfarandi:
Einkabílar og jeppar = kr. 900
Jeppar - hópferða að 8 farþegum = kr. 1.000
Hópferðabifreiðar að 19 farþegum = kr. 1.800
Hópferðabifreiðar 20 farþegar o.fl. = kr. 3.500
Til máls tóku: BO, AKH.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu byggðarráðs um breytingu á gjaldskrá og felur sveitarstjóra að birta hana í b-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt með 5 atkvæðum AKH, TBM, ÁHS, SKV og RB. Tveir sitja hjá BO og GHÓ.

5.Almenningar; Ósk um styrk til landgræðslu 2023

2304027

Lagt fram erindi landeigenda á Almenningum þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 300.000 krónum til landsgræðslu á Almenningum.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til landgræðslu á Almenningum að upphæð 300.000.- eins og undanfarin ár.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Skýrsla um íþróttasvæði - drög

2209127

Á 56. fundi heilsu- íþrótta og æskulýðsnefndar var skýrsla um íþróttasvæði tekin fyrir. Eftirfarandi bókun var samþykkt af nefndinni:
HÍÆ nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við hönnun á fjölnota íþróttahúsi fyrir sveitarfélagið.
Til máls tóku: BO, TBM, RB.
Sveitarstjórn óskar eftir sameiginlegum fundið með Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefnd þar sem rætt verði um hvernig best sé að standa að verkefninu og framgangi þess.
Samþykkt með 5 atkvæðum AKH, ÁHS, SKV, TBM og BO. Einn á móti GHÓ og 1 situr hjá RB.
GHÓ gerir grein fyrir atkvæði sínu.

7.Ársreikningur Brunavarna Rangárvallasýslu 2022

2303069

Lagður fram til samþykktar Ársreikningur Brunavarna Rangárvallasýslu 2022.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti ársreikning Brunavarna Rangárvallasýslu 2022.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Svæðisskipulag; Minnisblað fjárhagur verkefnis

2304014

Lagt fram minnisblað um fjárhag verkefnis um Svæðisskipulags Suðurhálendis.
Til máls tók: AKH.
Sveitarstjórn samþykkir útgjöld vegna svæðisskipulags Suðurhálendis 2023, enda rúmast fjárhæðin innan fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Afrekshugur

2208070

Á 20. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðsetning styttunnar verði í samræmi við upprunalega tillögu. Samþykkt með 5 atkvæðum BO, GHÓ, GÓ, AR og EE. Á móti BÓ, KH.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulagsnefndar og staðsetning styttunnar verði í samræmi við upprunalega tillögu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Aðalskipulag - Brúnir 1, breyting

2302074

Um er að ræða breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæðinu (VÞ 17) á lóðinni Brúnir 1 L227590. Heildar byggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

11.Deiliskipulag - Brúnir 1 breyting

2206060

Um er að ræða breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæði (VÞ 17) í landi Brúna 1 L227590. Heildar byggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2, svæðið stækkar úr 1,6 í 1,8 ha og við bætast 3 nýir byggingarreitir. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Aðalskipulag - Steinar 1, breyting

2304022

Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta jarðarinnar Steinar 1 L163721 og lóðarinnar Hvassafell 2, samtals að stærð 107,6 ha, L219654 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ). Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Deiliskipulag - Steinar 1

2304020

Steinar Resort ehf. óskar eftir heimild til deiliskipulagserðar í samræmi við meðfylgjandi skipulagslýsingu. Gert er ráð fyrir því að 107,6 ha svæði jarðarinnar Steinar 1 L163721 verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lýsingu verkefnisins og að hún verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Skurðamál í Rangárþingi eystra

2303121

Á 20. fundi skipulags- og umhverfisnefnda var eftirfarandi bókað um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að reglur um framkvæmd upphreinsunar skurða verði yfirfarnar m.t.t. meðfylgjandi greinargerðar.
Til máls tóku: RB.
Sveitarstjórn samþykkir að reglur um framkvæmd upphreinsunar skurða verði yfirfarnar. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að málinu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Vatnsveitumál í Rangárþingi eystra

2303120

Á 20. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað um málið:
Vatnsveitur sveitarfélagsins eru komnar til ára sinna og er mikilvægt að skýrar reglur gildi um umgengni við þær þannig að þær endist sem best, þjóni sem best notendum og fari eins vel með vatnið og kostur er. Einnig er nauðsynlegt að meta og forgangsraða framkvæmdaþörf á næstu árum eins og lög gera ráð fyrir. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samin verði framtíðaráætlun fyrir vatnsveitur sveitarfélagsins.
Til máls tóku: AKH, RB.
Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði framtíðaráætlun fyrir vatnsveitur sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að óska eftir tilboðum í verkið.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Hlé gert á fundi 12:44. Fundar hefst aftur 12:48.

16.Landbúnaðarmál í Rangárþingi eystra

2303119

Á 20. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd beinir því til sveitarstjórnar að setja af stað vinnu um framtíðar möguleika landbúnaðar í sveitarfélaginu einkum með tilliti til nýtingar á góðu landbúnaðarlandi í samræmi við meðfylgjandi greinargerð.
Til máls tók: BO.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að skipaður verði starfshópur til að vinna verkefnið. Sveitarstjórn óskar eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar og markaðs- og menningarnefndar um skipan hópsins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Deiliskipulag - Öldugarður

2304002

Trausti þór Eiðsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Öldugarður L164463 í samræmi við meðfylgjandi gögn. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og að tillagan verði unnin í samráði við sveitarfélagið þar sem um leigulóð í eigu sveitarfélagsins er að ræða.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og heimilar deiliskipulagsgerð.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

18.Deiliskipulag - Miðkriki

2012010

Ari Steinn Hjaltested óskar eftir því að fá að gera deiliskipulag á Miðkrika L164183 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landhönnun slf, dags. 3.4.2023. Gert er ráð fyrir allt að 5 húsum s.s. íbúðar- eða frístundahús, bílskúr, gestahús, skemmu, gróðurhús eða gripahús. Mesta leyfilega mænishæð er 6m m.v. aðliggjandi landhæð. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

19.Deiliskipulag - Bergþórugerði

2304018

Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi í Bergþórugerði á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að íbúðum í götunni er fjölgað úr 40 í 94. Gert er ráð fyrir 66 íbúðum í 2ja hæða fjölbýlishúsum með risi, 6 íbúðum í þremur parhúsum með risi og 22 íbúðum í einbýlishúsum, þar af 3 á tveimur hæðum með risi. Hámarksmænishæð er 7,5m. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 í samræmi við meðfylgjandi deiliskipulagstillögu.
Til máls tóku: RB, AKH, BO og TBM.
Í inngangi er ekki rétt farið með bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. fundi nefndarinnar, en nefndin bókaði eftirfarandi um málið: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að reitir nr. F1 á uppdrætti verði endurskoðaðir m.t.t. fjölda íbúða og húsagerðar.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 varðandi fjölda íbúða á íbúðareit ÍB-9 Bergþórugerði.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

20.Deiliskipulag - Efri-Úlfsstaðir

2301041

Deiliskipulagið nær til hluta lands Efri-Úlfsstaða L163853. Um er að ræða þrjá byggingarreiti, alls að stærð 4510 m2. Á B1 er heimild fyrir 3 gestahúsum, hvert um sig allt að 80 m2 að stærð með mænishæð allt að 5,0m. Á B2 er heimild fyrir 2 gestahúsum, hvert um sig allt að 80 m2 að stærð með mænishæð allt að 5,0m. Á B3 er heimild fyrir þjónustumiðstöð, allt að 300 m2 að stærð með mænishæð allt að 6,0m og geymsluhús/gestahús, allt að 100 m2 að stærð með mænishæð allt að 5,0m. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Tillagan var auglýst frá 15. febrúar sl. með athugasemdafresti til og með 29. mars sl. Í athugasemd Minjastofnunar Íslands kemur fram að við vettvangsskoðun hafi verið búið að raska svæðinu þar sem gestahús eiga að rísa. Samkvæmt minjaverði sáust ekki ummerki um mannvist í þeim sniðum sem voru sýnileg. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir orð Minjastofnunar um að ekki sé gefið út framkvæmdarleyfi fyrr en að Minjastofnun hefur gefist kostur á að veita umsögn um framkvæmdina. Einnig er minnt á að ef fornminjar sem áður voru ókunnar, finnast við framkvæmd verks, skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar og hafa samband við Minjastofnun Íslands. Í athugasemd Vegagerðarinnar kemur fram að sýna eigi raunverulega legu núv. tenginga að Úlfsstöðum og aftengja skuli tengingar gamla vegarins frá núv. veg í báða enda. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verð afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

21.Deiliskipulag - Rauðsbakki

2209107

Hrísey ehf. óskar eftir því að fá heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Rauðsbakki 2 L225586. Gert er ráð fyrir 1000 m2 viðbyggingu við núverandi byggingu, á allt að tveimur hæðum, ásamt allt að 100 m2 af byggingum fyrir sauna, baðhús og aðra heilsutengda þjónustu. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni verður 2400 m2 og hámarkshæð bygginga allt að 8,0m. Hæð núverandi húsa er 7,0m. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Samþykkt var á 19. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, að áður en að tillagan yrði samþykkt í sveitarstjórn, þá þyrfti að gera breytingar á orðalagi í kafla 2.2 í greinargerð. Í uppfærðri tillögu sem liggur fyrir fundinum er búið að gera breytingar á orðalagi í fyrrgreindum kafla greinargerðar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

22.Deiliskipulag - Eystra Seljaland, F2 og F3

2205073

Aðalfoss ehf óskar eftir því að gera breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi varðandi lóðirnar F2 og F3. Á lóð F2 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Á lóð F3 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Hámarks mænishæð er 6,0m m.v. hæð jarðvegs í umhverfis húsin. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Á 4. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins yrði frestað vegna óvissu um öflun neysluvatns. Á 301. fundi sveitarstjórnar var afgreiðslu málsins frestað. Í uppfærðri greinargerð skipulagsins er búið að bregðast við athugasemdum vegna öflunar neysluvatns. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

23.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot lóð 2

2108016

Jana Flieglová óskar eftir að deiliskipuleggja ca 1,5 ha svæði í landi Kirkjulækjarkots lóð 2 L190740. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, bílskúr og gestahúsi. Heildarbyggingarmagn er ca 250 m2. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Tillagan var auglýst frá 15. febrúar sl. með athugasemdafresti til og með 29. mars sl. Í athugasemd Vegagerðarinnar er bent á að heimilt sé að vera með að lágmarki 50m á milli tenginga ef hámarkshraði á vegi er <70 km/klst, annars er lágmarksfjarlægð 100m á vegum með 90 km/klst. Kirkjulækjarkotsvegur (2654-01) er héraðsvegur með bundnu slitlagi með hámarkshraða 90 km/klst. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að vegurinn er skráður af vegtegund D skv. vegaskrá með skilgreininguna einnar akreina vegur með útskotum. Breidd 4m og ÁDU<50. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram með Vegagerðinni að því markmiði að hámarkshraði á Kirkjulækjarkotsvegi verði lækkaður. Afgreiðslu málsins frestað.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og frestar afgreiðslu málsins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

24.Deiliskipulag - Bakkafit

2303090

Haukur Garðarsson óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja lóðina Bakkafit (Fagrahlíð lóð L179457) sem er um 17 ha að stærð. Í meðfylgjandi skipulagslýsingu kemur fram að markmið með deiliskipulagsgerð sé að gera ráð fyrir afmörkun lóðar, aðkomu og byggingarreit. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

25.Deiliskipulag - Laxhof

2303040

Timo Reimers óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxhof, L228596 skv. meðfylgjandi uppdrætti. Breytingin felst í þvi að byggingarreit er skipt upp í tvo, heimilt verður að byggja allt að 220 m2 íbúðarhús, 130 m2 hesthús og 50 m2 gestahús. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

26.Deiliskipulag - Miðeyjarhólmur

2202040

Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Miðeyjarhólms L163884. Fyrirhugað er að stofna lögbýli á jörðinni og stunda þar landbúnað. Innan byggingarreits B1 er gert ráð fyrir 2 íbúðarhúsum, hvort um sig allt að 600 m2 að stærð, 3 frístundahúsum hvert um sig allt að 250 m2 að stærð og lanbúnaðarbyggingum sem eru að heildarstærð allt að 5800 m2. Skiplags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

27.Deiliskipulag - Eystra-Seljaland

2303002

Suðurhús ehf óska eftir heimild til þess að gera deiliskipulag á jörðinni Eystra-Seljaland L163760. Um er að ræða byggingu á tveggja hæða hóteli með allt að 120 herbergjum og veitingastað því tengdu. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsgerð verði heimiluð.
Sveitarstjórn samþykkir að heimila deiliskipulagsgerð og að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 þar sem tekin verður saman lýsing á skipulagsverkefninu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

28.Deiliskipulag - Litla-Dímon

2303097

Southcoast Adventure ehf. óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar í samræmi við meðfylgjandi skipulagsgögn. Um er að ræða ca 3,5 ha spildu úr Litla-Dímon L230219. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu tjaldsvæðis og tengdrar þjónustu. Innan byggingarreits B1 er gert ráð fyrir allt að 200 m2 aðstöðuhúsi með allt að 6,0m mænishæð mv. gólfplötu. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/82010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Hlé gert á fundi 13:10. Fundur hefst aftur 13:18.

29.Framkvæmdarleyfi; Ráðagerði

2011006

Málinu var að ósk umsækjenda um framkvæmdarleyfi frestað á 311. fundi sveitarstjórnar.
Sigurborg Þ. Óskarsdóttir óskar eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku, haugsetningar og landmótunar við gerð tjarnar í landi Ráðagerðis L224947 skv. meðfylgjandi umsókn, dags. 20.2.2021. Skiplags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Á 4. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að falla frá fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu um að heimila svæði til efnistöku innan frístundabyggðarinnar í Ráðagerði. Á 303. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að falla frá aðalskipulagsbreytingu varðandi breytta landnotkun á svæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilyrða framkvæmdaleyfi við gerð hljóðmana, landmótunar og til vegagerðar á svæðinu í samræmi við gildandi deiliskipulag frístundabyggðar þ.e. ekki verði um efnisflutning af svæðinu að ræða. Framkvæmdaleyfi gildir tímabundið til 1. september 2023.
Eftir að fundarboð var sent út barst ósk frá landeiganda um að fresta fullnaðarafgreiðslu málsins öðru sinni vegna gagnaöflunar. Sveitarstjórn hafnar umbeðinni frestun.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

30.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Efnistaka, náma E-54 Hólmatagl

2303081

Spesían ehf. óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku úr námu E-54, sem staðsett er í Hólmatagli L234645, í samræmi við meðfylgjandi umsókn dags. 21. mars 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt. Skipulags- og umhverfisnefnd vísar til almennra reglna í aðalskipulagi um umgengni og frágang efnistökusvæðis.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

31.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Rimakotslína 2

2303080

F.h. Landsnets óskar Mannvit eftir framkvæmdarleyfi fyrir lagningu jarðstrengja Rimakotslínu 2 í samræmi við meðfylgjandi gögn, dags. 20. mars 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt með fyrirvara um samþykki landeigenda.
Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdarleyfi með fyrirvara um samþykki landeigenda sem hagsmuna eiga að gæta.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

32.Breytt skráning fasteignar - Rein 3

2302047

Jón Þórir Óskarsson og Sigríður Ingunn Magnúsdóttir óska eftir því að frístundahús í Rein 3 L233907 verði skilgreint sem íbúðarhús. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar beiðninni þar sem að hún er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og hafnar beiðninni.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

33.Breytt skráning landeignar - Skíðbakki 2 lóð

2302015

Elvar Eyvindsson óskar eftir breyttri skráningu staðfanga. Núverandi staðfang er Skíðbakki 2 lóð en óskar eftir að fá því breytt í Skíðbakki 2b. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Breytingin varðar tvö staðföng, þeas Skíðbakki 2 lóð L194469 sem fær staðfangið Skíðbakki 2b og Skíðbakki 2 lóð L179460 sem fær staðfangið Skíðbakki 2a. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu fyrrgreindara tveggja staðfanga á Skíðbakka 2 lóð.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir breytingu staðfanga á Skíðbakka 2 lóð.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

34.Breytt skráning landeignar - Hallgerðartún staðföng

2304001

Lagt er til að staðföngum verði breytt í samræmi við breytingu á deiliskipulagi í Hallgerðartúni, sem samþykkt var í sveitarstjórn 8.september 2022. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðföngum við Hallgerðartún verði breytt í samræmi við meðfylgjandi tillögu.
Sveitarstjórn samþykkir meðfylgjandi tillögu að breytingu á staðföngum í Hallgerðartúni.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

35.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Brattahlið Iceland Adventur ehf.

2303101

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar Tómas Magnússonar fyrir leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili að Hvolsvegi 19a, 860 Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

36.Umsókn um tækifærisleyfi dansleikur í Njálsbúð

2304009

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Tónræktarinnar, um tækifærisleyfi vegna dansleiks í félagsheimilinu Njálsbúð.
Viðburður hefur þegar farið fram og sveitarstjóri veitt umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

37.Byggðarráð - 229

2303005F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 229. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

38.Byggðarráð - 230

2303011F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 230. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

39.Skipulags- og umhverfisnefnd - 17

2303002F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 17. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Til máls tóku: GHÓ, AKH.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 17 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar góðar tillögur á nýjar götur í sveitarfélaginu. Nefndin hefur valið nöfn á göturnar og felur markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna málið áfram.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 17 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sveitarfélagið afli sér upplýsinga um sambærilegar framkvæmdir í öðrum sveitarfélögum þar sem vel hefur tekist. Jafnframt leggur nefndin til að sótt verði um styrk til Vegagerðarinnar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 17 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur verkefna og felur framkvæmdarsviði að vinna umsóknina áfram. Nefndin leggur til að á ári liðnu verði verkefnið auglýst og óskað eftir ábendingum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 17 Afgreiðslu málsins var frestað á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna vegna fjarlægðar byggingarreits frá Grjótánni. Búið er að uppfæra skipulagsgögn og minnka byggingarreit eins og hægt er gagnvart Grjótánni. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 12/2010.

40.Skipulags- og umhverfisnefnd - 18

2303004F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 18. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 18 Breytingin varðar tvö staðföng, þeas Skíðbakki 2 lóð L194469 sem fær staðfangið Skíðbakki 2b og Skíðbakki 2 lóð L179460 sem fær staðfangið Skíðbakki 2a. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu fyrrgreindara tveggja staðfanga á Skíðbakka 2 lóð.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 18 Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar beiðninni þar sem að hún er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 18 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina. Grenndarkynnt verði fyrir ábúendum Ásvallar, Árnagerðis, Bjargarkots, Breiðabólsstaðar, Flókastaða, Lambeyjar, Maríubakka, Sámsstaðabakka, Sámsstaða 1, Sámsstaða 3, Sámsstaða 3 vestri og Staðarbakka. Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 18 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 18 Á 4. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins yrði frestað vegna óvissu um öflun neysluvatns. Á 301. fundi sveitarstjórnar var afgreiðslu málsins frestað. Í uppfærðri greinargerð skipulagsins er búið að bregðast við athugasemdum vegna öflunar neysluvatns. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 18 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsgerð verði heimiluð.

41.Skipulags- og umhverfisnefnd - 19

2303010F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 19. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt. Skipulags- og umhverfisnefnd vísar til almennra reglna í aðalskipulagi um umgengni og frágang efnistökusvæðis.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19 Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19 Afgreiðslu tillögunnar var frestað á 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar vegna athugasemdar varðandi aðkomu að jörðinni Minni-Borg. Áður en að tillagan verður samþykkt og afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn eftirfarandi breytingar á orðalagi í kafla 2.2 í greinargerð skipulagsins:
  Gert er ráð fyrir því að aðkoma að Minni-Borg, sem er að mestu leyti utan lands Rauðsbakka og Rauðsbakka 2, verði áfram aðgengileg skv. hefðum og venjum.
  Samþykkt með 6 atkvæðum GHÓ, GÓ, KH, AR, BÓ, SÞÞ. EE situr hjá.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu að byggingu bílskúra við Réttarmóa 3 með fyrirvara um jákvæð niðustöðu úr grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Réttarmóa 1, 2, 5, og Gimbratúns 1 auk landeigenda Hellishóla.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt með fyrirvara um samþykki landeigenda.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19 Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu að byggingu íbúðarhúss við Vistarveg 3 með fyrirvara um jákvæða niðustöðu úr grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Vistarvegar 1 og 5.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 19

42.Skipulags- og umhverfisnefnd - 20

2303013F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 20. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 20 Tillagan var auglýst frá 15. febrúar sl. með athugasemdafresti til og með 29. mars sl. Í athugasemd Vegagerðarinnar er bent á að heimilt sé að vera með að lágmarki 50m á milli tenginga ef hámarkshraði á vegi er <70 km/klst, annars er lágmarksfjarlægð 100m á vegum með 90 km/klst. Kirkjulækjarkotsvegur (2654-01) er héraðsvegur með bundnu slitlagi með hámarkshraða 90 km/klst. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að vegurinn er skráður af vegtegund D skv. vegaskrá með skilgreininguna einnar akreina vegur með útskotum. Breidd 4m og ÁDU<50. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram með Vegagerðinni að því markmiði að hámarkshraði á Kirkjulækjarkotsvegi verði lækkaður. Afgreiðslu málsins frestað.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 20 Tillagan var auglýst frá 15. febrúar sl. með athugasemdafresti til og með 29. mars sl. Í athugasemd Minjastofnunar Íslands kemur fram að við vettvangsskoðun hafi verið búið að raska svæðinu þar sem gestahús eiga að rísa. Samkvæmt minjaverði sáust ekki ummerki um mannvist í þeim sniðum sem voru sýnileg. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir orð Minjastofnunar um að ekki sé gefið út framkvæmdarleyfi fyrr en að Minjastofnun hefur gefist kostur á að veita umsögn um framkvæmdina. Einnig er minnt á að ef fornminjar sem áður voru ókunnar, finnast við framkvæmd verks, skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar og hafa samband við Minjastofnun Íslands. Í athugasemd Vegagerðarinnar kemur fram að sýna eigi raunverulega legu núv. tenginga að Úlfsstöðum og aftengja skuli tengingar gamla vegarins frá núv. veg í báða enda. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verð afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 20 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 20 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 20 Samþykkt var á 19. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, að áður en að tillagan yrði samþykkt í sveitarstjórn, þá þyrfti að gera breytingar á orðalagi í kafla 2.2 í greinargerð. Í uppfærðri tillögu sem liggur fyrir fundinum er búið að gera breytingar á orðalagi í fyrrgreindum kafla greinargerðar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 20 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og að tillagan verði unnin í samráði við sveitarfélagið þar sem um leigulóð í eigu sveitarfélagsins er að ræða.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 20 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðföngum við Hallgerðartún verði breytt í samræmi við meðfylgjandi tillögu.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 20 Skipulags- og umhverfisnefnd beinir því til sveitarstjórnar að setja af stað vinnu um framtíðar möguleika landbúnaðar í sveitarfélaginu einkum með tilliti til nýtingar á góðu landbúnaðarlandi í samræmi við meðfylgjandi greinargerð.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 20 Vatnsveitur sveitarfélagsins eru komnar til ára sinna og er mikilvægt að skýrar reglur gildi um umgengni við þær þannig að þær endist sem best, þjóni sem best notendum og fari eins vel með vatnið og kostur er. Einnig er nauðsynlegt að meta og forgangsraða framkvæmdaþörf á næstu árum eins og lög gera ráð fyrir. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samin verði framtíðaráætlun fyrir vatnsveitur sveitarfélagsins.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 20 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að reglur um framkvæmd upphreinsunar skurða verði yfirfarnar m.t.t. meðfylgjandi greinargerðar.
 • 42.11 2208070 Afrekshugur
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 20 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðsetning styttunnar verði í samræmi við upprunalega tillögu.
  Samþykkt með 5 atkvæðum BO, GHÓ, GÓ, AR og EE. Á móti BÓ, KH.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 20
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 20 Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir óánægju með framvindu framkvæmda og óskar eftir því að fá uppfærða framkvæmdaáætlun sem fyrst.

43.Skipulags- og umhverfisnefnd - 21

2304003F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 21. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 21 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 21 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að reitir nr. F1 á uppdrætti verði endurskoðaðir m.t.t. fjölda íbúða og húsagerðar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 21 Skipulag- og umhverfisnefnd samþykkir lýsingu verkefnisins og að hún verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 21 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 21

44.Fjölskyldunefnd - 7

2303006F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 7. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerð staðfest í heild.

45.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 56

2303008F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 56. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 56 HÍÆ nefnd leggur til að starfið haldi áfram og að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi geri drög að auglýsingu eftir nýjum umsjónarmanni að verkefninu.
  HÍÆ nefnd leggur einnig til að eldri borgurum verði boðið að nýta félagsmiðstöðina þegar hún er ekki í notkun. Þar er hægt að spila borðtennis, pílukast, billjað ofl. Íþrótta og æskulýðsfulltrúi er beðinn um að kynna eldri borgurum þann valkost.
 • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 56
 • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 56 HÍÆ nefnd felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að útbúa drög að þjónustusamningi í samráði við Skotfélagið Skyttur. Lagt er til að samningurin verði út árið 2023.
 • 45.4 2208072 GHR - Ósk um samning
  Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 56 HÍÆ nefnd felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að útbúa drög að þjónustusamningi í samráði við GHR. Lagt er til að samningurinn verður út árið 2023.

 • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 56 HÍÆ nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við hönnun á fjölnota íþróttahúsi fyrir sveitarfélagið.

46.Markaðs- og menningarnefnd - 7

2303003F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 7. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Markaðs- og menningarnefnd - 7 Markaðs- og menningarnefnd er virkilega ánægð með þann fjölda góðra umsókna sem bárust í Menningarsjóðinn að þessu sinni. Menningarlífið í Rangárþingi eystra er í miklum blóma sem er frábært. 11 umsóknir bárust í sjóðinn að þessu sinni og samtals upphæð styrkbeiðna er 5.583.000 kr.

  Því miður var ekki unnt að styrkja allar umsóknir en Markaðs- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr vorúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra.

  Litla hryllingsbúðin 250.000
  Jazz undir fjöllum 200.000
  Lokatónleikar Fiðlufjörs 2023 250.000
  Masterclass tónleikar 2023 150.000
  Hjartans mál 250.000
  Bók um Markús Runólfsson 150.000


 • Markaðs- og menningarnefnd - 7 Nefndin þakkar Þórði fyrir samtalið. Rætt um áframhaldandi vinnu við Atvinnustefnu sveitarfélagsins.

47.SASS; 594. fundur stjórnar

2304017

Lögð fram til umræðu fundargerð 594. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð lögð fram.

48.Bergrisinn; 52. fundur stjórnar 17.febrúar 2023

2304024

Lögð fram til umræðu fundargerð 52. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram.

49.24. fundur svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendisins

2304015

Lögð fram til umræðu fundargerð 24. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendisins.
Fundargerð lögð fram.

50.226. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

2304032

Lögð fram til umræðu fundargerð 226. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram.

51.Styrktarsjóður EBÍ; óskað eftir umsóknum vegna úthlutunar 2023

2304010

Lagt fram bréf styrktarsjóðs EBÍ, þar sem óskað er eftir umsóknum í sjóðinn.
Lagt fram til kynningar.

52.Drög að umsögn um Hvítbók í málefnum sveitarfélaga

2304016

Lögð fram til kynningar umsöng Sambands íslenskra sveitarfélaga um Hvítbók í málefnum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

53.Rangárhöllin; Aðalfundarboð

2304030

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Rangárhallarinnar. Aðalfundurinn fer fram mánudaginn 17. apríl kl. 20:00 í Rangárhöllinni á Hellu.
Lagt fram til kynningar.

54.Rangárbakkar; aðalfundarboð

2304031

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Rangárbakka. Aðalfundurinn fer fram mánudaginn 17. apríl kl. 20:30 í Rangárhöllinni á Hellu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:39.