21. fundur 11. apríl 2023 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
 • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
 • Baldur Ólafsson aðalmaður
 • Bjarki Oddsson aðalmaður
 • Elvar Eyvindsson aðalmaður
 • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
 • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
 • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Miðkriki

2012010

Ari Steinn Hjaltested óskar eftir því að fá að gera deiliskipulag á Miðkrika L164183 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landhönnun slf, dags. 3.4.2023. Gert er ráð fyrir allt að 5 húsum s.s. íbúðar- eða frístundahús, bílskúr, gestahús, skemmu, gróðurhús eða gripahús. Mesta leyfilega mænishæð er 6m m.v. aðliggjandi landhæð.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag - Bergþórugerði

2304018

Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi í Bergþórugerði á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að íbúðum í götunni er fjölgað úr 40 í 94. Gert er ráð fyrir 66 íbúðum í 2ja hæða fjölbýlishúsum með risi, 6 íbúðum í þremur parhúsum með risi og 22 íbúðum í einbýlishúsum, þar af 3 á tveimur hæðum með risi. Hámarksmænishæð er 7,5m.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að reitir nr. F1 á uppdrætti verði endurskoðaðir m.t.t. fjölda íbúða og húsagerðar.

3.Deiliskipulag - Steinar 1

2304020

Steinar Resort ehf. óskar eftir heimild til deiliskipulagserðar í samræmi við meðfylgjandi skipulagslýsingu. Gert er ráð fyrir því að 107,6 ha svæði jarðarinnar Steinar 1 L163721 verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulag- og umhverfisnefnd samþykkir lýsingu verkefnisins og að hún verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Aðalskipulag - Steinar 1, breyting

2304022

Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta jarðarinnar Steinar 1 L163721 og lóðarinnar Hvassafell 2, samtals að stærð 107,6 ha, L219654 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89

2304002F

 • 5.1 2302058 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Efri-Úlfsstaðir 163853 - Flokkur 1,
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89 Deiliskipulagsferli er ekki lokið.
 • 5.2 2303045 Lambalækur 164045 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89 Gögn vantar
 • 5.3 2303078 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hallgerðartún 1 - Flokkur 2,
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89 Byggingaráform samþykkt.
 • 5.4 2303004 Mið-dalur A2 - umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89 Byggingaráform samþykkt.
 • 5.5 2303092 Umsögn vegna starfsleyfis - Vallarstál ehf.
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89
 • 5.6 2102001 Miðkriki; Umsókn um stækkun á bílskúr
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89 Byggingaráform samþykkt.
 • 5.7 2302006 Umsögn vegna starfsleyfis - Naglasúpa ehf
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89 Húsnæði að Nýbýlavegi 42 er íbúðarhúsnæði og uppfyllir ekki kröfur um atvinnuhúsnæði matvælafyrirtækja sbr. 2.gr B, reglugerðar 506/2010 um breytingu á reglugerð nr. 103/210.
 • 5.8 2303101 Umsögn vegna rekstrarleyfis - Brattahlið Iceland Adventur ehf.
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89
 • 5.9 2303103 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Varmahlíð 3 - Flokkur 2,
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89 Byggingaráform samþykkt.
 • 5.10 2303108 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hallgerðartún 9 - Flokkur 2,
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89 Byggingaráform samþykkt.
 • 5.11 2303109 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hátún 163946 - Flokkur 2,
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89 Byggingaráform samþykkt.
 • 5.12 2210092 Völlur 2 164207 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89 Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:00.