17. fundur 07. mars 2023 kl. 10:00 - 11:40 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
  • Heiðbrá Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa
Dagskrá

1.Nafnasamkeppni um götuheiti; miðbær og við leikskólann

2302061

Niðurstöður úr nafnasamkeppni fyrir nýjar götur í sveitarfélaginu. Annarsvegar við leikskólan Ölduna og hinsvegar við komandi miðbæ.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar góðar tillögur á nýjar götur í sveitarfélaginu. Nefndin hefur valið nöfn á göturnar og felur markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna málið áfram.

2.Lausaganga búfjár í Rangárþingi eystra

2208054

28. nóvember 2022 var var haldinn fundur með Vegagerðinni, Lögregluembættinu, Bændasamtökum Íslands, sveitarstjórn ásamt markaðs- og menningarnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd að fjalla um lausagöngu búfjár í Rangárþingi eystra.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sveitarfélagið afli sér upplýsinga um sambærilegar framkvæmdir í öðrum sveitarfélögum þar sem vel hefur tekist. Jafnframt leggur nefndin til að sótt verði um styrk til Vegagerðarinnar.

3.Umsókn í styrkvegasjóð 2023

2303008

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur verkefna og felur framkvæmdarsviði að vinna umsóknina áfram. Nefndin leggur til að á ári liðnu verði verkefnið auglýst og óskað eftir ábendingum.

4.Deiliskipulag -
Rjómabúið

2211063

Deiliskipulagið fyrir Rjómabúið nær til 1,7 ha úr landi Bollakots L163995. Gert er ráð fyrir gestahúsum ásamt þjónustuhúsi, eða að hámarki 5 hús. Mænishæð húsa er allt að 6,0m mv. gólfhæð. Aðkomuvegur verður frá Bollakotsvegi.
Afgreiðslu málsins var frestað á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna vegna fjarlægðar byggingarreits frá Grjótánni. Búið er að uppfæra skipulagsgögn og minnka byggingarreit eins og hægt er gagnvart Grjótánni. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 12/2010.

Fundi slitið - kl. 11:40.