230. fundur 30. mars 2023 kl. 08:15 - 09:53 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
 • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
 • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
 • Bjarki Oddsson varamaður
  Aðalmaður: Rafn Bergsson
Starfsmenn
 • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
 • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.

1.Stórólfsvöllur; Leigusamningur

1812038

Lögð fram drög að leigusamning við Toppgras ehf vegna leigu á spildum ofan Suðurlandsvegar úr landi jarðarinnnar Stórólfsvallar.
Byggðarráð samþykkir drög að leigusamningi og felur sveitarstjóra að undirrita samnninginnn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Leigusamningur um skólahúsnæði Gunnarshólma

1607084

Lagt fram til umræðu leigusamningur og uppgjör leigu vegna skólahúsnæðis Gunnarshólma.
Byggðarráð hafnar tillögu að fyrirkomulagi útleigu vegna skólahúsnæðis Gunnarshólma.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Samráðsgátt; Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

2303102

Unnið hefur verið um nokkurt skeið að endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga með það að markmiði að bæta gæði jöfnunar og auka gagnsæi með einfaldari útreikningum og aðlögun að sveitafélagagerðum í dag. Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar ásamt skýrslu um vinnuna og þær forsendur sem lágu til grundvallar breytingartillögunum.
Byggðarráð Rangárþings eystra fagnar þessari breytingu á regluverkinu og telur að þær stuðli að sanngjarnari og einfaldari útreikningi á jöfnunarframlögum. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður sinni með raunverulegum hætti því mikilvæga hlutverki að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skattekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum en aðstæður sveitarfélaga landsins eru afar ólíkar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 76

2303009F

Löð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 76. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs
Fundargerð staðfest í heild.
 • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 76 Ársreikningur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2022 lagður fram til staðfestingar.

  Rekstrarniðurstaða byggðasamlagsins var jákvæð á árinu 2022 að fjárhæð 6,2 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
  Eigið fé í árslok var jákvætt um 57,6 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

  Stjórn samþykkir samhljóða ársreikning.
 • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 76 Afgreiðslu frestað. Rekstraryfirlit verður lagt fram á næsta fundi stjórnar.
 • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 76 Drög að uppfærðri gjaldskrá fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. lögð fram til kynningar. Slökkviliðsstjóra falið að taka saman yfirlit yfir helstu breytingar frá núverandi gjaldskrá og leggja fyrir næsta fund stjórnar.
 • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 76 Slökkviliðsstjóri fer yfir stöðuna varðandi viðræður við Landsvirkjun frá síðasta fundi. Slökkviliðsstjóra falið að vinna áfram að málinu m.a. með öflun nauðsynlegra gagna.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga; 920. fundur stjórnar

2303091

Löð fram til umræðu og kynningar fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

6.SASS; 592. fundur stjórnar

2303077

Löð fram til umræðu og kynningar fundargerð 592. fundar stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

7.SASS; 593. fundur stjórnar

2303076

Löð fram til umræðu og kynningar fundargerð 593. fundar stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

8.Hvatning vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starsaðstæður kjörinna fulltrúa

2303075

Lagt fram bréf Innviðaráðuneytisins þar sem sveitarfélög eru hvött til að bæta starfsaðstæður og kjör kjörinna fulltrúa í takt við tillögur verkefnastjórnar ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

9.Katla jarðvangur; Stuðningsyfirlýsing

2303094

Löð fram til umræðu stuðningsyfirlýsing við Kötlu jarðvans.
Lagt fram til kynningar.

10.Tilkynning til hluthafa um frest til að neyta forkaupsréttar að seldu hlutafé

2303095

Lögð fram tilkynning Vottunarstöðvarinnar Túns um frest hluthafa til að neyta forkaupsréttar að seldu hlutafé.
Rangárþing eysta fellur frá forkaupsrétt að seldu hlutafé.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:53.