229. fundur 16. mars 2023 kl. 08:15 - 09:23 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.

1.Umsókn um lóð Vistarvegur 3

2303003

Rent Nordic ehf. óskar eftir úthlutun á lóðinni Vistarvegur 3 á Skógum.
Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Vistarvegur 3 á Skógum til Rent Nordic ehf.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Rafíþróttadeild Dímons; Fyrirspurn vegna húsnæðismála

2303059

Lagt fram erindi rafíþrótadeildar Dímons, þar sem óskað er eftir að fá afnot af húsnæði eldri bygginga leikskólans undir starfsemi deildarinnar.
Byggðarráð vísar erindinu til vinnu við greiningu á húsnæðisþörf undir félagsstarf í sveitarfélaginu, sem sveitarstjóra var falið að vinna með samþykkt á sveitarstjórnarfundi þann 9. mars 2023.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Sveitarfélag ársins; Boð um þátttöku

2303062

Lagt fram erindi bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í könnuninni um Sveitarfélag ársins 2023. Kostnaður Rangárþings eystra yrði 359.000 krónur.
Byggðarráð þakkar fyrir boð um þátttöku, en hafnar því að þessu sinni.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Seljalandsfoss; Reglur um stöðureiti og gjaldtöku

2303063

Lagðar fram tillögur að endurskoðaðri gjaldskrá vegna bílastæðagjalda við Seljalandsfoss.
Gjaldskrá bílastæðagjalda við Seljalandsfoss hefur verið óbreytt frá upphafi gjaldtöku, árið 2017. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá vegna bílastæðagjalda við Seljalandsfoss verði eftirfarandi:
Einkabílar og jeppar = kr. 900
Jeppar - hópferða að 8 farþegum = kr. 1.000
Hópferðabifreiðar að 19 farþegum = kr. 1.800
Hópferðabifreiðar 20 farþegar o.fl. = kr. 3.500

Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Uppgræðslufélag Fljótshlíðar; Beiðni um styrk vegna uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétt 2023

2303064

Lagt fram erindi Uppgræðslufélags Fljótshlíðar þar sem félagið óskar eftir styrk vegna uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétt. Félagið vinnur uppgræðslu á afréttinum samkvæmt landgræðsluáætlun 2015-2025.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk til landbótaverkefna á Fljótshlíðarafrétt að upphæð 300.000.- eins og undanfarin ár.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.225. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

2303018

Lögðfram til umræðu og kynningar fundargerð 225. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Héraðsráð Rangæinga; 3. fundur 3.mars.2023

2303021

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 3. fundar Héraðsráðs Rangæinga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga; 919. fundur stjórnar

2303022

Lögðfram til umræðu og kynningar fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.317. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 6.3.23

2303060

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 317. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Dagur Norðurlandanna

2303005

Lagt fram til kynningar bréf Norrænafélagsins á íslandi þar sem Norræna félagið hvetur sveitarféalgið til að taka virkan þátt í þeim norrænu hátíðarhöldum sem verða víða um landi í tilefni að Degi Norðurlandnna þann 23. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Umsókn um framlag vegna úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks

2212062

Lagt fram til kynningar erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna umsóknar Rangárþings eystra um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs vegna úrbóta í aðgengismálum.
Byggðarráð þakkar Jöfnunarsjóði fyrir veittan styrk til aðgengismála, samtals að upphæð 2.740.224 kr.

12.Umsókn um styrk í Landbótasjóð 2023

2303033

Lagt fram bréf Landbótasjóðs vegna úthlutunar úr Landbótasjóði 2023.
Lagt fram til kynningar.

13.Skýrsla um æskulýðsstarf 2021-2022

2303034

Lögð fram til kynningar skýrsla hestamannafélagsins Geysis vegna æskulýðsstarfs 2021-2022.
Byggðarráð vill hrósa Geysi fyrir frábært æsklýðsstarf og þakkar fyrir skýrsluna.
Lagt fram til kynningar.

14.Yfirlýsing félagasamtaka á sviði útivistar og náttúruverndar varðandi svæðisskipulag suðurhálendisins

2303044

Lögð fram yfirlýsing Ferðafélags Íslands, Landvarðafélags Íslands, Landverndar, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Ungra umhverfissinna vegna vinnslutillögu sveitarfélaga á Suðurlandi um svæðisskipulag fyrir suðurhluta miðhálendis Íslands.
Lagt fram til kynningar.

15.Íþróttafélagið Dímon samningur 2021-2022 endurnýjun

2101047

Lagður fram viðauki við samning Íþróttafélagsins Dímon, þar sem fyrri samningur er framlendur um 1 ár.
Lagt fram til kynningar.

16.Lánasjóður sveitarfélaga; Aðalfundarboð 2023

2303058

Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga 2023.
Lagt fram til kynningar. Líkt og kemur fram í fundarboði er sveitarstjóri sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 09:23.