19. fundur 28. mars 2023 kl. 10:00 - 12:32 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Skipulagsdagurinn 2022

2303082

Guðmundur Úlfar víkur af fundi undir þessum lið.

2.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Efnistaka, náma E-54 Hólmatagl

2303081

Spesían ehf. óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku úr námu E-54, sem staðsett er í Hólmatagli L234645, í samræmi við meðfylgjandi umsókn dags. 21. mars 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt. Skipulags- og umhverfisnefnd vísar til almennra reglna í aðalskipulagi um umgengni og frágang efnistökusvæðis.
Guðmundur Úlfar kemur aftur inn á fundinn.

3.Deiliskipulag - Miðeyjarhólmur

2202040

Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Miðeyjarhólms L163884. Fyrirhugað er að stofna lögbýli á jörðinni og stunda þar landbúnað. Innan byggingarreits B1 er gert ráð fyrir 2 íbúðarhúsum, hvort um sig allt að 600 m2 að stærð, 3 frístundahúsum hvert um sig allt að 250 m2 að stærð og lanbúnaðarbyggingum sem eru að heildarstærð allt að 5800 m2.
Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Rauðsbakki

2209107

Hrísey ehf. óskar eftir því að fá heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Rauðsbakki 2 L225586. Gert er ráð fyrir 1000 m2 viðbyggingu við núverandi byggingu, á allt að tveimur hæðum, ásamt allt að 100 m2 af byggingum fyrir sauna, baðhús og aðra heilsutengda þjónustu. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni verður 2400 m2 og hámarkshæð bygginga allt að 8,0m. Hæð núverandi húsa er 7,0m.
Afgreiðslu tillögunnar var frestað á 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar vegna athugasemdar varðandi aðkomu að jörðinni Minni-Borg. Áður en að tillagan verður samþykkt og afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn eftirfarandi breytingar á orðalagi í kafla 2.2 í greinargerð skipulagsins:
Gert er ráð fyrir því að aðkoma að Minni-Borg, sem er að mestu leyti utan lands Rauðsbakka og Rauðsbakka 2, verði áfram aðgengileg skv. hefðum og venjum.
Samþykkt með 6 atkvæðum GHÓ, GÓ, KH, AR, BÓ, SÞÞ. EE situr hjá.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Réttarmói 3 - Flokkur 1,

2303009

Elías Víðisson óskar eftir byggingarheimild fyrir 66,4 m2 bílskúr við Réttarmóa 3 í samræmi við uppdrætti unna af Ívari Haukssyni, dags. 27.janúar 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu að byggingu bílskúra við Réttarmóa 3 með fyrirvara um jákvæð niðustöðu úr grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Réttarmóa 1, 2, 5, og Gimbratúns 1 auk landeigenda Hellishóla.

6.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Rimakotslína 2

2303080

F.h. Landsnets óskar Mannvit eftir framkvæmdarleyfi fyrir lagningu jarðstrengja Rimakotslínu 2 í samræmi við meðfylgjandi gögn, dags. 20. mars 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt með fyrirvara um samþykki landeigenda.

7.Deiliskipulag - Bakkafit

2303090

Haukur Garðarsson óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja lóðina Bakkafit (Fagrahlíð lóð L179457) sem er um 17 ha að stærð. Í meðfylgjandi skipulagslýsingu kemur fram að markmið með deiliskipulagsgerð sé að gera ráð fyrir afmörkun lóðar, aðkomu og byggingarreit.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.

8.Deiliskipulag - Litla-Dímon

2303097

Southcoast Adventure ehf. óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar í samræmi við meðfylgjandi skipulagsgögn. Um er að ræða ca 3,5 ha spildu úr Litla-Dímon L230219. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu tjaldsvæðis og tengdrar þjónustu. Innan byggingarreits B1 er gert ráð fyrir allt að 200 m2 aðstöðuhúsi með allt að 6,0m mænishæð mv. gólfplötu.
Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vistarvegur 3 - Flokkur 1,

2303093

Rent Nordic ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir ca. 150 m2 einbýlishúsi á lóðinni Vistarvegur 3 L230731 í samræmi við uppdrætti, unna af Guðmundur Guðnasyni, dags. 15.12.2022. Á 88. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var eftirfarandi bókað:
Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til skipulags- og umhverfisnefndar þar sem að mannvirki fer út fyrir byggingarreit.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu að byggingu íbúðarhúss við Vistarveg 3 með fyrirvara um jákvæða niðustöðu úr grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Vistarvegar 1 og 5.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 86

2302005F

  • 10.1 2301102 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Litlagerði 6 - Flokkur 1,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 86 Skipulags- og umhverfisnefnd á eftir að fjalla um málið.
  • 10.2 2302018 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Steinar 2 og 3 land 163724 - Flokkur 1,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 86
  • 10.3 2302032 Umsögn vegna rekstrarleyfis - Butra
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 86 Samþykkt
  • 10.4 2302046 Umsögn vegna starfsleyfis - Rarik
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 86 Samþykkt
  • 10.5 2302059 Hörðuskáli 163671 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 86 Byggingaráform samþykkt
  • 10.6 2302058 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Efri-Úlfsstaðir 163853 - Flokkur 1,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 86 Afgreiðslu málsins er frestað
  • 10.7 2302067 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Grunnskólinn í Skógum 163731 - Flokkur 2,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 86 Byggingaráform samþykkt.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 87

2303007F

  • 11.1 2302077 Umsókn um stöðuleyfi - Matarvagn á Hvolsvelli
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 87 Stöðuleyfi samþykkt til 1.nóvember 2023
  • 11.2 2303009 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Réttarmói 3 - Flokkur 1,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 87 Byggingaráform samþykkt.
  • 11.3 2303011 Hallgerðartún 10 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 87
  • 11.4 2303016 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Breiðabólstaður 1 Spennistöð - Flokkur 1,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 87 Málinu er vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 11.5 2303025 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Stóra-Borg 3 163727 - Flokkur 1,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 87
  • 11.6 2303026 Umsögn vegna starfsleyfis - Butra
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 87 Skipulags- og byggingarembætti Rangárþings eystra gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis að Butru.
  • 11.7 2301102 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Litlagerði 6 - Flokkur 1,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 87 Gögn vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar voru grenndarkynnt frá og með 31. janúar sl. Ekki komu fram athugasemdir innan gefins athugasemdarfrests. Embætti byggingarfulltrúa samþykkir að heimila 39,9 m2 viðbyggingu við Litlagerði 6 skv. meðfylgjandi hönnunargögnum.
  • 11.8 2303039 Tilkynningarskyld framkvæmd - Holt
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 87
  • 11.9 2303053 Fitjarmýri 163764 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 87
  • 11.10 2302018 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Steinar 2 og 3 land 163724 - Flokkur 1,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 87 Málinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 88

2303012F

  • 12.1 2303093 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vistarvegur 3 - Flokkur 1,
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 88 Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til skipulags- og umhverfisnefndar þar sem að mannvirki fer út fyrir byggingarreit.

13.Gatnagerð - Hallgerðartún 3. áfangi

2301012

3. og 4. fundur hönnunar við 3. áfanga gatnagerðar við Hallgerðartún

14.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

Framkvæmdir við nýjan leikskóla á Hvolsvelli, fundargerðir 26 og 27.

Fundi slitið - kl. 12:32.