56. fundur 22. mars 2023 kl. 16:00 - 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Bjarki Oddsson
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
  • Ólafur Þórisson
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Starf umsjónarmanns hreyfingar 60plús.

2303066

Anna Rún Einarsdóttir umsjónarmaður 60plús hefur sagt starfi sínu lausu.
Taka þarf umræðu um starfið og auglýsa eftir nýjum umsjónaraðila.
HÍÆ nefnd leggur til að starfið haldi áfram og að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi geri drög að auglýsingu eftir nýjum umsjónarmanni að verkefninu.
HÍÆ nefnd leggur einnig til að eldri borgurum verði boðið að nýta félagsmiðstöðina þegar hún er ekki í notkun. Þar er hægt að spila borðtennis, pílukast, billjað ofl. Íþrótta og æskulýðsfulltrúi er beðinn um að kynna eldri borgurum þann valkost.

2.Breyting á leikjanámskeiði íþróttafélagsins Dímon

2303067

Íþróttafélagið Dímon sendir HÍÆ nefnd erindi þess efnis að breyting verður á fyrirkomulagi leikjanámskeiðis sumarið 2023 frá því sem verið hefur. Í ár verður leikjanámskeiðið frá kl. 08:00-12:00 fjórar vikur í júní.

3.Skyttur; Ósk um samning til æskulýðsstarfs

2209088

Skotfélagið Skyttur óskar eftir samning til barna- og unglingastarfs.
HÍÆ nefnd felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að útbúa drög að þjónustusamningi í samráði við Skotfélagið Skyttur. Lagt er til að samningurin verði út árið 2023.

4.GHR - Ósk um samning

2208072

Ósk GHR um samning.
HÍÆ nefnd felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að útbúa drög að þjónustusamningi í samráði við GHR. Lagt er til að samningurinn verður út árið 2023.

5.Skýrsla um íþróttasvæði - drög

2209127

Skýrsla HÍÆ nefndar um ,,Íþróttasvæði" hefur verið tekin fyrir í sveitarstjórn og nú þarf að halda áfram með vinnuna.
HÍÆ nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við hönnun á fjölnota íþróttahúsi fyrir sveitarfélagið.

Fundi slitið - kl. 17:00.