20. fundur 04. apríl 2023 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot lóð 2

2108016

Jana Flieglová óskar eftir að deiliskipuleggja ca 1,5 ha svæði í landi Kirkjulækjarkots lóð 2 L190740. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, bílskúr og gestahúsi. Heildarbyggingarmagn er ca 250 m2.
Tillagan var auglýst frá 15. febrúar sl. með athugasemdafresti til og með 29. mars sl. Í athugasemd Vegagerðarinnar er bent á að heimilt sé að vera með að lágmarki 50m á milli tenginga ef hámarkshraði á vegi er <70 km/klst, annars er lágmarksfjarlægð 100m á vegum með 90 km/klst. Kirkjulækjarkotsvegur (2654-01) er héraðsvegur með bundnu slitlagi með hámarkshraða 90 km/klst. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að vegurinn er skráður af vegtegund D skv. vegaskrá með skilgreininguna einnar akreina vegur með útskotum. Breidd 4m og ÁDU<50. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram með Vegagerðinni að því markmiði að hámarkshraði á Kirkjulækjarkotsvegi verði lækkaður. Afgreiðslu málsins frestað.

2.Deiliskipulag - Efri-Úlfsstaðir

2301041

Deiliskipulagið nær til hluta lands Efri-Úlfsstaða L163853. Um er að ræða þrjá byggingarreiti, alls að stærð 4510 m2. Á B1 er heimild fyrir 3 gestahúsum, hvert um sig allt að 80 m2 að stærð með mænishæð allt að 5,0m. Á B2 er heimild fyrir 2 gestahúsum, hvert um sig allt að 80 m2 að stærð með mænishæð allt að 5,0m. Á B3 er heimild fyrir þjónustumiðstöð, allt að 300 m2 að stærð með mænishæð allt að 6,0m og geymsluhús/gestahús, allt að 100 m2 að stærð með mænishæð allt að 5,0m.
Tillagan var auglýst frá 15. febrúar sl. með athugasemdafresti til og með 29. mars sl. Í athugasemd Minjastofnunar Íslands kemur fram að við vettvangsskoðun hafi verið búið að raska svæðinu þar sem gestahús eiga að rísa. Samkvæmt minjaverði sáust ekki ummerki um mannvist í þeim sniðum sem voru sýnileg. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir orð Minjastofnunar um að ekki sé gefið út framkvæmdarleyfi fyrr en að Minjastofnun hefur gefist kostur á að veita umsögn um framkvæmdina. Einnig er minnt á að ef fornminjar sem áður voru ókunnar, finnast við framkvæmd verks, skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar og hafa samband við Minjastofnun Íslands. Í athugasemd Vegagerðarinnar kemur fram að sýna eigi raunverulega legu núv. tenginga að Úlfsstöðum og aftengja skuli tengingar gamla vegarins frá núv. veg í báða enda. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verð afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Aðalskipulag - Brúnir 1, breyting

2302074

Um er að ræða breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæðinu (VÞ 17) á lóðinni Brúnir 1 L227590. Heildar byggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Brúnir 1 breyting

2206060

Um er að ræða breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæði (VÞ 17) í landi Brúna 1 L227590. Heildar byggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2, svæðið stækkar úr 1,6 í 1,8 ha og við bætast 3 nýir byggingarreitir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag - Rauðsbakki

2209107

Hrísey ehf. óskar eftir því að fá heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Rauðsbakki 2 L225586. Gert er ráð fyrir 1000 m2 viðbyggingu við núverandi byggingu, á allt að tveimur hæðum, ásamt allt að 100 m2 af byggingum fyrir sauna, baðhús og aðra heilsutengda þjónustu. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni verður 2400 m2 og hámarkshæð bygginga allt að 8,0m. Hæð núverandi húsa er 7,0m.
Samþykkt var á 19. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, að áður en að tillagan yrði samþykkt í sveitarstjórn, þá þyrfti að gera breytingar á orðalagi í kafla 2.2 í greinargerð. Í uppfærðri tillögu sem liggur fyrir fundinum er búið að gera breytingar á orðalagi í fyrrgreindum kafla greinargerðar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag - Öldugarður

2304002

Trausti þór Eiðsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Öldugarður L164463 í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og að tillagan verði unnin í samráði við sveitarfélagið þar sem um leigulóð í eigu sveitarfélagsins er að ræða.

7.Breytt skráning landeignar - Hallgerðartún staðföng

2304001

Lagt er til að staðföngum verði breytt í samræmi við breytingu á deiliskipulagi í Hallgerðartúni, sem samþykkt var í sveitarstjórn 8.september 2022.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðföngum við Hallgerðartún verði breytt í samræmi við meðfylgjandi tillögu.

8.Landbúnaðarmál í Rangárþingi eystra

2303119

Skipulags- og umhverfisnefnd beinir því til sveitarstjórnar að setja af stað vinnu um framtíðar möguleika landbúnaðar í sveitarfélaginu einkum með tilliti til nýtingar á góðu landbúnaðarlandi í samræmi við meðfylgjandi greinargerð.

9.Vatnsveitumál í Rangárþingi eystra

2303120

Vatnsveitur sveitarfélagsins eru komnar til ára sinna og er mikilvægt að skýrar reglur gildi um umgengni við þær þannig að þær endist sem best, þjóni sem best notendum og fari eins vel með vatnið og kostur er. Einnig er nauðsynlegt að meta og forgangsraða framkvæmdaþörf á næstu árum eins og lög gera ráð fyrir. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samin verði framtíðaráætlun fyrir vatnsveitur sveitarfélagsins.

10.Skurðamál í Rangárþingi eystra

2303121

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að reglur um framkvæmd upphreinsunar skurða verði yfirfarnar m.t.t. meðfylgjandi greinargerðar.

11.Afrekshugur

2208070

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðsetning styttunnar verði í samræmi við upprunalega tillögu.
Samþykkt með 5 atkvæðum BO, GHÓ, GÓ, AR og EE. Á móti BÓ, KH.

12.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

Framkvæmdir við nýjan leikskóla á Hvolsvelli, fundargerð 28
Guðmundur Úlfar Gíslason víkur af fundi undir þessum lið.

13.Gatnagerð - Miðbær Hvolsvöllur Sóleyjargata

2106114

Framkvæmdir við gatnagerð í miðbæ Hvolsvallar, fundargerð 8, 9 og 10
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir óánægju með framvindu framkvæmda og óskar eftir því að fá uppfærða framkvæmdaáætlun sem fyrst.
Guðmundur Úlfar kemur aftur inn á fund.

Fundi slitið - kl. 12:00.