18. fundur 14. mars 2023 kl. 10:00 - 10:51 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
  • Lea Birna Lárusdóttir varamaður
  • Tómas Birgir Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Elvar Eyvindsson víkur af fundi undir þessum lið.

1.Breytt skráning landeignar - Skíðbakki 2 lóð

2302015

Elvar Eyvindsson óskar eftir breyttri skráningu landeignar. Núverandi staðfang er Skíðbakki 2 lóð en óskar eftir að fá því breytt í Skíðbakki 2b.
Breytingin varðar tvö staðföng, þeas Skíðbakki 2 lóð L194469 sem fær staðfangið Skíðbakki 2b og Skíðbakki 2 lóð L179460 sem fær staðfangið Skíðbakki 2a. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu fyrrgreindara tveggja staðfanga á Skíðbakka 2 lóð.
Elvar Eyvindsson kemur aftur inn á fund.

2.Breytt skráning fasteignar - Rein 3

2302047

Jón Þórir Óskarsson og Sigríður Ingunn Magnúsdóttir óska eftir því að frístundahús í Rein 3 L233907 verði skilgreint sem íbúðarhús.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar beiðninni þar sem að hún er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Breiðabólstaður 1 Spennistöð - Flokkur 1,

2303016

Íslandsturnar sækja um heimild til þess að reisa 18 m fjarskiptamastur fyrir farsímaþjónustu á lóðinni Breiðabólsstaður 1 spennistöð L227732 í samræmi við meðfylgjandu uppdrætti unna af Íslandsturnum, dags. 01.02.2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina. Grenndarkynnt verði fyrir ábúendum Ásvallar, Árnagerðis, Bjargarkots, Breiðabólsstaðar, Flókastaða, Lambeyjar, Maríubakka, Sámsstaðabakka, Sámsstaða 1, Sámsstaða 3, Sámsstaða 3 vestri og Staðarbakka. Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.

4.Deiliskipulag - Laxhof

2303040

Timo Reimers óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxhof, L228596 skv. meðfylgjandi uppdrætti. Breytingin felst í þvi að byggingarreit er skipt upp í tvo, heimilt verður að byggja allt að 220 m2 íbúðarhús, 130 m2 hesthús og 50 m2 gestahús.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag - Eystra Seljaland, F2 og F3

2205073

Aðalfoss ehf óskar eftir því að gera breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi varðandi lóðirnar F2 og F3. Á lóð F2 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Á lóð F3 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Hámarks mænishæð er 6,0m m.v. hæð jarðvegs í umhverfis húsin.
Á 4. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins yrði frestað vegna óvissu um öflun neysluvatns. Á 301. fundi sveitarstjórnar var afgreiðslu málsins frestað. Í uppfærðri greinargerð skipulagsins er búið að bregðast við athugasemdum vegna öflunar neysluvatns. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag - Eystra-Seljaland

2303002

Suðurhús ehf óska eftir heimild til þess að gera deiliskipulag á jörðinni Eystra-Seljaland L163760. Um er að ræða byggingu á tveggja hæða hóteli með allt að 120 herbergjum og veitingastað því tengdu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsgerð verði heimiluð.

Fundi slitið - kl. 10:51.