318. fundur 09. nóvember 2023 kl. 12:15 - 13:33 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Bjarki Oddsson
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð. Oddviti óskar eftir að fá að bæta einu máli á dagskrá fundar máli númer 1, fundargerð 243. fundar byggðarráðs. Aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson, Guri Hilstad Ólason, Kolabrá Lóa Ágústsdóttir í fjarveru Bjarka Oddssonar og oddviti Tómas Birgir Magnússon. Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Árný Lára Karvelsdóttir sem sér um upptöku og útsendingarmál.

1.Byggðarráð - 243

2311002F

Fundargerð staðfest í heild.

2.Minnisblað sveitarstjóra; 9. nóvember 2023

2311025

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tók: AKH og GHÓ.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun 2024-2027; fyrri umræða

2311026

Fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Áætlunin hefur verið unnin af fjármálastjóra og sveitarstjórn á vinnufundum sveitarstjórnar. Á vinnufundina hafa allir fulltrúar sveitarstjórnar verið boðaðir og tekið virkan þátt í vinnunni.
Sveitarstjórn vísar afgreiðslu fjárhagsáætlunar til 2. umræðu í sveitarstjórn þann 14. desember nk.
Samþykkt með samhljóða með sjö atkvæðum.

4.Sorpstöð Suðurlands; Nýjar samþykktir 2023

2311024

Lagðar fram til fyrri umræðu nýjar samþykktir fyrir Sorpstöð Suðurlands.
Sveitarstjórn vísar afgreiðslu nýrra samþykkta fyrir Sorpstöð Suðurlands til 2. umræðu.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

5.Gjaldskrá vatnsveita 2024

2310086

Afgreiðslu frestað.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Gjaldskrá fráveita 2024

2310085

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fráveitu 2024, tillaga er um óbreyttan álagningastofn 0,20% af fasteignamati önnur gjöld hækka um 7%.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum gjaldskrá fráveitu 2024.

7.Gjaldskrá Skógarveita 2024

2310084

Lögð fram gjaldskrá fyrir Skógarveitu 2024. Tillaga er um 7% hækkun á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum gjaldskrá Skógaveitu 2024.

8.Gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla 2024

2310083

Lögð fram gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla 2024. Tillaga er um að hækka ekki gjaldskrá mötuneytis í takt við verðlagsþróun heldur halda gjaldskrá mötuneytis óbreyttri frá fyrra ári, sem er ígildi gjaldskrár lækkunar.
Til máls tóku: SKV og TBM.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla 2024.

9.Gjaldskrá og reglur fyrir skólaskjól Hvolsskóla 2024

2310087

Lögð fram gjaldskrá og reglur fyrir skólaskjól Hvolsskóla 2024. Tillaga er um að hækka ekki gjaldskrá skólaskjóls í takt við verðlagsþróun heldur halda gjaldskrá óbreyttri frá fyrra ári, sem er ígildi gjaldskrár lækkunar.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum gjaldskrá og reglur fyrir skólaskjól Hvolsskóla 2024.

10.Gjaldskrá leikskóla 2024

2310082

Lögð fram gjaldskrá og reglur fyrir leikskóla 2024. Tillaga er um að hækka ekki gjaldskrá leikskólans í takt við verðlagsþróun heldur halda gjaldskrá óbreyttri frá fyrra ári, sem er ígildi gjaldskrár lækkunar.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum gjaldskrá fyrir leikskóla 2024.

11.Gjaldskrá fyrir hundahald 2024

2310081

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fyrir hundahald 2024. Tillaga er um 7% hækkun á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum fyrir hundahald 2024.

12.Gjaldskrá fyrir kattahald 2024

2310080

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fyrir kattahald 2024, tillaga er um 7% hækkun á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum gjaldskrá fyrir kattahald.

13.Gjaldskrá fjallaskála 2024

2310079

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir fjallaskála 2024, tillaga er um 7% hækkun á gjaldskrá.

Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum gjaldskrá fyrir fjallaskála.

14.Gjaldskrá félagsheimila 2024

2310077

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir félagsheimili 2024, tillaga er um 7% hækkun.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum gjaldskrá fyrir félagsheimili.
Hlé gert á fundi kl 12.49.

15.Tillaga B-lista; Jafnréttismál Rangárþings eystra

2311040

Fulltrúar B-listans í sveitarstjórn Rangárþings eystra leggja til að jafnréttismálum verði gert hærra undir höfði í stjórnsýslunni með því að færa málaflokkinn frá byggðarráði til fjölskyldunefndar eða markaðs- og menningarnefndar. Til vara má skoða möguleika á að stofna sérstakt jafnréttisráð sem ber ábyrgð á að fylgja jafnréttisáætlun sveitarfélagsins eftir.

Greinargerð: Gildandi jafnréttisáætlun Rangárþings eystra var samþykkt í byggðarráði þann 6. október 2022. Í áætluninni er mjög góð aðgerðaráætlun sem gert er ráð fyrir að unnið sé eftir. Ekki er hægt að sjá að sú vinna hafi farið fram og má gera ráð fyrir að það sé vegna tímaleysis. Að mati okkar er vel þess virði að reyna að færa málaflokkinn til annarrar nefndar til þess að hann fái umfjöllun sem hann þarf og að unnið verði samkv. aðgerðaráætlun.

Til máls tóku: KLÁ, ÁHS, TBM og AKH.

Breytingartillaga D-lista.
Fulltrúar D-lista taka undir það sem fram kemur í tillögunni varðandi það að mikilvægt sé að gera jafnréttismálum hærra undir höfði og auka umræðu um þau. Lagt er til að vísa umræðu um jafnréttismál og tilfærslu þeirra á milli nefnda til heildarendurskoðunar samþykkta sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Hafist verði strax handa við heildarendurskoðun og stefnt er á að niðurstaða liggi fyrir í janúar.
Greinargerð: Nú hefur sveitarstjórn starfað eftir nýjum samþykktum í um 1,5 ár. Í flestum tilfellum hefur það gengið vel, en ljóst er eftir umræður sveitarstjórnar á þessum tíma er nauðsynlegt að gera ákveðnar breytingar til að gera sumum málaflokkum hærra undir höfði og einfalda ferla. Því er lagt til að sveitarstjóra verði falið að taka saman yfirlit yfir það helsta sem rætt hefur verið um nauðsynlegar breytingar og vinna drög að nýjum samþykktum. Sveitarstjórn mun verða boðuð til vinnufunda til að vinna málinu framgöngu.

Breytingartillaga lögð fram til samþykktar. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðu.
Fundur hefst aftur kl 12:57.

16.Málefni bænda; Áskorun til starfshóps

2310114

Lögð fram tillaga um áskorun sveitarstjórnar vegna málefna bænda.
Til máls tóku: RB og TBM.
Sveitastjórn Rangárþings eystra fagnar nýskipuðum ráðuneytisstjórahóps þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins sem mun leggja mat á og koma með tillögur til úrbóta þeirri íþyngjandi stöðu sem komin er upp í landbúnaði í kjölfar endurtekinna hækkana á stýrivöxtum og verðhækkana á aðföngum.
Sveitarstjórn skorar á starfshópinn að koma með raunverulegar og öflugar tillögur til langstíma um endurfjármögnun lána til bænda. Tryggja þarf að afurðaverð og stuðningur frá búvörusamningum standi undir þeim kröfum sem gerðar eru til aðbúnaðar og aðstöðu bæði manna og dýra. Íslenskir bændur framleiða gæðaafurðir á heimsmælikvarða en í alþjóðlegum samanburði eru laun og annar framleiðslukostnaður landbúnaðarvara afar hár. Jafnvel hafa frásagnir bænda bent til þess að ekki allir bændur geti greitt sér laun.
Samkeppnisstaða íslenskra bænda gagnvart innfluttum afurðum er afar erfið m.a. vegna lægri vinnulauna, verulega meiri stærðarhagkvæmni og í mörgum tilfellum minni áherslu á velferð og aðbúnað dýra. Tollvernd á innfluttar landbúnaðarvörur á því fullan rétt á sér enda er þá markmiðið að verja og tryggja innlenda framleiðslu en þar gegna einnig skýrar upprunamerkingar matvæla lykilhlutverki.
Í Rangárþingi eystra og í Rangárvallasýslu allri er landbúnaður og afleidd störf ein stærsta atvinnugrein svæðisins með mikla framleiðslu landbúnaðarafurða. Sem dæmi má nefna að mjólkurframleiðsla og sauðfjárrækt er með því mesta sem gerist á landinu og því telur sveitarstjórn að stórslys sé í aðsygi ef rekstragrundvöllur bænda og fjölskyldna þeirra bresta eins og teikn eru á lofti um. Þess utan er um hreint og beint þjóðaröryggismál að ræða m.t.t. innlends fæðuöryggis.
Til að ná nauðsynlegri hagræðingu í rekstri vegna fjölda reglugerðarbreytinga hafa bændur farið í mjög kostnaðarsamar aðgerðir og aukna vélvæðingu. Á sama tíma hafa möguleikar bænda á að setja hækkanir eins og nú hafa dunið yfir á bæði aðföngum og í fjármagnskostnaði beint út í verðlagið verið afar takmarkaðir m.a. vegna samkeppni við innfluttar afurðir.
Tillögur starfshópsins og eftirfylgni verða að endurspegla þær áskoranir og vandamál sem bændur standa frammi fyrir og tryggja að hér dafni áfram öflug framleiðsla innlendra landbúnaðarafurða sem tryggir fæðuöryggi þjóðarinnar. Grundvöllur þess að endurnýjun verði í stéttinni er að afkoma bænda verði viðunandi ásamt því að stuðla þarf að frekari framþróun og nýsköpun í greininni.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Breytt skráning staðfanga - Fagrahlíð lóð

2306086

Titaya ehf. óskar eftir breytingu á staðfangi, úr Fagrahlíð lóð í Fagratún. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði efirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á staðfanginu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingu á staðfanginu. Samþykkt samhljóða.

18.Deiliskipulag - Fákaflöt

2310065

Með landskiptunum er verið að stofna nýja lóð úr upprunalandinu Fákaflöt, L209731. Hin nýja spilda fær staðfangið Fákaflöt 1 og verður 1.346,7 m2 að stærð.



Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði efirfarandi:Skipulags- og umhverfisnefndir leggur til við sveitarstjórna að landskiptin verði samþykkt og að hin nýja landspilda fái staðfangið Fákaflöt 1 með vísan í reglugerð 577/2017 um skráningu staðfanga.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við hið nýja staðfang og staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða.

19.Deiliskipulag - Skeggjastaðir, land 14

2310064

Óskað er eftir heimild til deiliskipulagsgerðar að Fákaflöt og Skeggjastaða, land 14. Tillagan gerir ráð fyrir 10 íbúðalóðum á 2-3 ha. lóðum þar sem heimilt verður að hafa fasta búsetu með möguleika á gestahúsum fyrir ferðamenn.



Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Nefndin leggur jafnframt til að sveitarstjórn heimlili breytingu á gildandi aðalskipulagi og heimild til deiliskipulagsgerðar.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og heimilar deiliskipulagsgerð.

20.Deiliskipulag - Deild

2305027

Sveinn Þorgrímsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á jörðinni Deild í Fljótshlíð. Um er að ræða þrjár 5000 m2 íbúðalóðir. Á Hverri lóð verður heimild fyrir allt að 150 m2 íbúðarhúsi, allt að 100 m2 gestahúsi og allt að 75 m2 skemmu/gróðurhúsi. Hámarksmænishæð íbúðarhúss er 6,0m frá botnplötu en hámarksmæniðshæð annarra húsa er 4,0m frá botnplötu.



Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi:

Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 8.júní 2023 með athugasemdarfrest til 19.júlí 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni sem dregin hefur verið til baka og Heilbrigisteftirlit suðurlands bendir á að staðsetning vatnsbóls skal koma fram. Brugðist hefur verið við athugasemdinni og núverandi vatnsból hefur verið merkt inn á uppdráttinn með skýringarmynd. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 4. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

21.Deiliskipulag - Miðeyjarhólmur

2202040

Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Miðeyjarhólms L163884. Fyrirhugað er að stofna lögbýli á jörðinni og stunda þar landbúnað. Innan byggingarreits B1 er gert ráð fyrir 2 íbúðarhúsum, hvort um sig allt að 600 m2 að stærð, 3 frístundahúsum hvert um sig allt að 250 m2 að stærð og lanbúnaðarbyggingum sem eru að heildarstærð allt að 5800 m2.



Skipulags- og umhverfisnefnd: Við yfirferð Skipulagsstofnunnar dags. 9.október 2023, komu fram athugasemdir varðandi ósamræmi við ákvæði aðalskipulags um skógrækt á svæðinu, gera skuli grein fyrir varnargörðum á svæðinu skv. umsögn Veðurstofunnar, lagfæra byggingarreit og uppdrátt gildandi aðalskipulags vantaði. Brugðist hefur verið við þessum athugasemdum með kafla um mögulegs jökulhlaups í Markarfljóti vegna Kötlugosa, afmörkun skóræktar hefur verið fjarlægt af uppdrættinum og byggingarreitur hefur verið lagfærður. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og hún verði send aftur til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

22.Deiliskipulag - Skíðbakki 2

2301100

Deiliskipulagið nær til um 1,85 ha landspildu úr landi Skíðbakka 2 L163894. Gert er ráð fyrir 3 lóðum. Á hverri lóð verður heimilt að byggja íbúðarhús allt að 250 m2 með mænishæð allt að 8m, gestahús allt að 50 m2 með mænishæð allt að 5m og bílskúr/skemmu allt að 200 m2 með mænishæð allt að 8m.



Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Deiliskipulagið var auglýst frá 15.mars með athugasemdarfrest til 26.apríl 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila en Heilbrigðiseftirlit suðurlands var með athugasemdir varaðandi byggingarheimildir væru um fram hvað aðalskipulag sveitarfélagsins heimilar, gera þurfi grein fyrir neysluvatnsöflun og að svæðið sé á hverfisverndarsvæði (HV11) vegna safnskurðar. Brugðist hefur verið við þessum með því að fjalla um hverfisverndarsvæðið og afmarka það á uppdrættinum, byggingarmagn lóðanna samræmir nú gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og fjallað hefur verið nánar um öflun neysluvatns. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

23.Deiliskipulag - Eystra Seljaland

2205068

Um er að ræða skipulagslýsingu deiliskipulags á uppbyggingu í ferðaþjónustu á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719. Gert er ráð fyrir hótel- og veitingaþjónustu ásamt uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir starfsfólk.



Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 30.ágúst með athugasemdarfrest til 12.október 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti suðurlands varðandi misræmi í aðalskipulagsbreytingunni og í deiliskipulaginu. Frekari skýringar hafa verið gefnar og Heilbrigðiseftirlitið samþykkt þær skýringar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

24.Deiliskipulag - Eystra Seljaland, F2 og F3

2205073

Aðalfoss ehf óskar eftir því að gera breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi varðandi lóðirnar F2 og F3. Á lóð F2 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Á lóð F3 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Hámarks mænishæð er 6,0m m.v. hæð jarðvegs í umhverfis húsin.



Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

25.Deiliskipulag - Ytra-Seljaland

2205094

Hnaukar ehf. óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á svæði undir 39 frístundahúsalóðir. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m2 hús ásamt 25 m2 geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð er 6,0 m frá gólfkóta.



Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

26.Aðalskipulagsbreyting - Butra

2308046

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 25 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1) sem skógræktarsvæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

27.Aðalskipulags breyting - Rauðuskriður L164057

2305076

Hallshólmi ehf. óskar eftir heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi fyrir Rauðuskriður L164057 samhliða deiliskipulagsgerð. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að minnka frístundabyggðina F21 úr 2,9 ha. í 1,8 ha. Rauðuskriður er skv. gildandi aðalskipulagi sem L1 úrvals landbúnaðarland.



Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi:Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 4.september 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og hún verði auglýst samhliða deiliskipulagstillögunni í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagna verði auglýst og kynnt fyrir almenningi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

28.Byggðarráð - 241

2310002F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 241. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

29.Byggðarráð - 242

2310014F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 242. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

30.Fjölskyldunefnd - 12

2310010F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 12. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerð staðfest í heild.

31.Skipulags- og umhverfisnefnd - 33

2310008F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 33. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókninni. Á grundvelli deiliskipulags er ekki heimild fyrir skiltinu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Þórsmörk og svæðið þar í kring er einstök náttúruperla sem íbúar sveitarfélagsins og raunar allir landsmenn líta á sem sameign sína og sameiginlegt afdrep. Hún er auk þess meðal annars uppspretta landsþekktra dægurlaga og þjóðsagna um mannlíf, ástir og örlög frá því um og eftir miðja síðustu öld og skipar þannig sess í menningu þjóðarinnar. Hún er einnig vaxandi aðdráttarafl fyrir ferðamenn og margvísleg starfsemi tengist ferðaþjónustu á svæðinu. Rætt um þróun svæðisins til framtíðar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að taka umræðu í víðu samhengi við landeigendur, heimamenn, umhverfis- og auðlindaráðherra og aðra sem hagsmuni eiga að gæta.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við ytri mörk landeignarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Skipulags- og umhverfisnefndir leggur til við sveitarstjórna að landskiptin verði samþykkt og að hin nýja landspilda fái staðfangið Fákaflöt 1 með vísan í reglugerð 577/2017 um skráningu staðfanga.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram samkvæmt minnisblaði nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í hugmyndina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna hugmyndina áfram með landeigendum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Nefndin leggur jafnframt til að sveitarstjórn heimlili breytingu á gildandi aðalskipulagi og heimild til deiliskipulagsgerðar.
  • 31.8 2305027 Deiliskipulag - Deild
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 8.júní 2023 með athugasemdarfrest til 19.júlí 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni sem dregin hefur verið til baka og Heilbrigisteftirlit suðurlands bendir á að staðsetning vatnsbóls skal koma fram. Brugðist hefur verið við athugasemdinni og núverandi vatnsból hefur verið merkt inn á uppdráttinn með skýringarmynd. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 4. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Við yfirferð Skipulagsstofnunnar dags. 9.október 2023, komu fram athugasemdir varðandi ósamræmi við ákvæði aðalskipulags um skógrækt á svæðinu, gera skuli grein fyrir varnargörðum á svæðinu skv. umsögn Veðurstofunnar, lagfæra byggingarreit og uppdrátt gildandi aðalskipulags vantaði. Brugðist hefur verið við þessum athugasemdum með kafla um mögulegs jökulhlaups í Markarfljóti vegna Kötlugosa, afmörkun skóræktar hefur verið fjarlægt af uppdrættinum og byggingarreitur hefur verið lagfærður. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Deiliskipulagið var auglýst frá 15.mars með athugasemdarfrest til 26.apríl 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila en Heilbrigðiseftirlit suðurlands var með athugasemdir varaðandi byggingarheimildir væru um fram hvað aðalskipulag sveitarfélagsins heimilar, gera þurfi grein fyrir neysluvatnsöflun og að svæðið sé á hverfisverndarsvæði (HV11) vegna safnskurðar. Brugðist hefur verið við þessum með því að fjalla um hverfisverndarsvæðið og afmarka það á uppdrættinum, byggingarmagn lóðanna samræmir nú gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og fjallað hefur verið nánar um öflun neysluvatns. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 30.ágúst með athugasemdarfrest til 12.október 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti suðurlands varðandi misræmi í aðalskipulagsbreytingunni og í deiliskipulaginu. Frekari skýringar hafa verið gefnar og Heilbrigðiseftirlitið samþykkt þær skýringar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 4.september 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og hún verði auglýst samhliða deiliskipulagstillögunni í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og hvetur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa til að koma erindinu til lóðarhafa miðbæjar Hvolsvallar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir erindið og hvetur sveitarstjórn til að vinna áfram í málinu
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 33

32.Ungmennaráð - 32

2310001F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 32. fundar Ungmennaráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 32.1 2112048 Erindsbréf Ungmennaráðs 2021-2023
    Ungmennaráð - 32 Farið var yfir erindisbréfið.
    Björk bauð sig fram sem samfélagsmiðla stjóri og var það samþykkt með öllum atkvæðum.
    Varaformaður var kosinn Sigurþór með öllum greiddum atkvæðum.
    Ritari var kosin Ólafía og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  • 32.2 2310003 ungmennaþing hasut 2023
    Ungmennaráð - 32 Stefnt er því að halda barna og ungmennaþing 25. nóvember.
    Spila/quiz kvöld á miðvikudeginum á undan 22. nóvember til að kynna þingið.

    Farið var yfir niðurstöður síðast þings.
    Ákveðið var að fara yfir spurningar og framkvæmd á sérstökum fundi ungmennaráðs 20. nóvember.
  • 32.3 2310004 Lýðheilsustefna 2023 drög
    Ungmennaráð - 32 Ólafur Örn kynnti drög að Lýðheilsu-, íþrótta og æskulýðsstefnu.
  • 32.4 2310023 UNICEF fundur í Hörpu fyrir ungmennaráð
    Ungmennaráð - 32 Ólafur Örn kynnti fund ungmennaráðs barnvænna sveitarfélaga og kallar eftir þátttöku þegar nær dregur.
  • 32.5 2304007 Ungmennaráð - Önnur mál.
    Ungmennaráð - 32 Lagt var til að hafa jólabíó og jólakósý í desember.
    Ólafur Örn var beðinn um að kanna möguleika á bílabíói.
    Ólafur Örn var beðinn um boða til sameiginslegs fundar með ungmennaráði Rangárþing ytra og Ásahrepps.

33.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 59

2308001F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 59. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 59 HÍÆ nefnd felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að boða til fundar með HíÆ nefnd og sveitarstjórn til þess að taka næsta skref.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 59 Nefndarmenn fóru yfir reglur sjóðsins og lögðu til breytingu á grein 4.2 þess efnis að aðeins sé veitt sé úr sjóðnum um mitt ár og svo í lok árs. Einnig tökum við út liðir 4. a og b þar sem en í staðin verði talið upp það sem hefur verið gert. Þannig er það verði styrkt sem hefur verið gert en ekki það sem framundan er.
    Ólafur Örn var beðinn um að gera drög að breittum reglum sem hægt er að samþykkja á næsta fundi.
    Auk þess leggur HíÆ nefnd til að framlag sveitarfélagsins í sjóðinn verði hækkað.
    Búið er að setja inn tengil á heimasíðu sveitarfélagsins svo að hægt sé að sækja um rafrænt.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 59 HÍÆ nefnd leggur til að veita Elvari Þormarssyni styrk að upphæð 150.000 krónur vegna kostnaðar og frábærs árangurs á Heimsmeistaramóti hestamanna sem fram fór í Hollandi fyrr í sumar.
  • 33.4 2308064 Samfellan 2023-2024
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 59 Ólafur Örn fór yfir samfellu og íþróttaskipulag fyrir veturinn 2023-2024. Nýjar greinar sem koma inn í íþróttastarfið eru fimleikar og judo. Íþróttahúsið er nú nánast fullbókað alla daga og öll kvöld.
  • 33.5 2309001 Folfvöllur
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 59 Nefndarmenn fóru fyrir hugmyndir að nýjum velli. Ólafi Erni falið að kostnaðarmeta framkvæmdir.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 59 Híæ nefnd fór yfir gjaldskrána og afgreiðslu hennar frestað til næsta fundar.

34.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 60

2309005F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 60. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 60 Lagt til að aðgangseyrir verði 1500 kr og hækki því um 36%
    Kort í sund hækki líka um ca 36% og verði því 9000 krónur fyrir 10 miða kort og 19.000 krónur fyrir 30 skipta kort í sund.


    Sund fylgi stökum tíma í líkamsrækt.
  • 34.2 2309001 Folfvöllur
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 60 HÍÆ nefnd leggur til að þetta verði tekið til skoðunnar og lagt verði fjármagn í nýjan 18 holu völl. Samþykkt með 4 atkvæðum BLH, BD, ÁHG og SOB. SSÚ sat hjá.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 60 HÍÆ nefnd skoðaði gögn og ræddi ýmsa möguleika. Ákveðið var að kalla eftir frekari gögnum frá þeim félögum sem hlut eiga að máli.
    Máli frestað.

35.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 61

2310016F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 61. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.

36.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 77

2310007F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 77. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 77 Margrét Jóna Ísólfsdóttir fer yfir rekstraryfirlit Brunavarna Rangárvallasýslu janúar til október 2023. Rekstur er í góðu jafnvægi og á áætlun.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 77 Stjórn fer yfir drög að fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu fyrir árið 2024. Endanleg tillaga að fjárhagsáætlun verður lögð fyrir næsta fund stjórnar í samræmi við umræður á fundinum.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 77 Drög að nýrri gjaldskrá lögð fyrir stjórn. Stjórn samþykkir gjaldskrá með fyrirvara um staðfestingu aðildasveitarfélaga. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrá Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
    Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 77 Umræður fóru fram um tækjabúnað slökkviliðs til að fást við eld í rafmagnsbílum. Gert verður ráð fyrir slíkum búnaði við kaup á nýjum slökkvibíl.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 77 Slökkviliðsstjóri fer yfir kröfulýsingu vegna hugsanlegra kaupa og útboðs á nýjum slökkvibíl. Stjórn samþykkir kröfulýsingu og felur slökkviliðsstjóra að vinna málið áfram.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 77 Slökkviliðsstjóri fer yfir ástand húseigna. Borið hefur á göllum á frágangi í nýrri byggingu slökkviliðs á Hellu. Slökkviliðsstjóra falið að vinna málið áfram.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 77 Starfsmenn brunavarna hafa nú þegar gjaldfrjálsan aðgang að íþróttamannvirkjum sveitarfélaganna. Slökkviliðsstjóra falið að kanna með frekari útfærslur á aðgengi slökkviliðsmanna til heilsuræktar.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 77 Lagt fram til kynningar.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 77 Stjórn fer yfir drög að samstarfssamningi við Landsvirkjun. Sveitarstjóra Rangárþings ytra falið að boða fulltrúa Landsvirkjunar til fundar við stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu, með það að markmiði að ganga formlega frá samkomulagi milli aðila.

37.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 78

2310012F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 78. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.

Fundargerð staðfest í heild.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 78 Gert er ráð fyrir rekstrartekjum að upphæð 98.850.000 kr.
    Gert er ráð fyrir rekstrargjöldum án afskrifta að upphæð 98.599.000 kr.
    Gert er ráð fyrir fjárfestingu að upphæð 8.000.000 kr.

    Áætluð skipting framlaga aðildasveitarfélaga er eftirfarandi
    Rangárþing eystra = 39.590.000 kr.
    Rangárþing ytra = 44.955.000 kr.
    Ásahreppur = 7.955.000 kr.

    Stjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun og vísar henni til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leiti fjárhagsáætun Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
    Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

38.Tónlistarskóli Rangæinga; 31. stjórnarfundur 23.okt 2023

2310075

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 31. fundi stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leiti fjárhagsáætun Tónlistarskóla Rangæinga.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

39.Héraðsnefnd Rangæinga; 4. fundur 2.11.2023

2311030

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 4. fundar Héraðsnefndar Rangæinga.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leiti fjárhagsáætun Héraðsnefndar Rangárvallasýslu og Byggðasafnsins í Skógum.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

40.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 232. fundur stjórnar

2311041

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 232. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslsu bs.
Sveitarstjórn staðfestir viðauka við rekstraráætlun Sorpstöðvar Rangárvallasýslu 2023.
Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu 2024.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leiti rekstraráætlun Sorpstöðvar Rangárvallasýslu 2024.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:33.