242. fundur 02. nóvember 2023 kl. 08:15 - 09:20 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.

1.Heimaland; Fyrirspurn vegna mögulegrar leigu

2310093

Lagt fram erindi Paradísarhellis ehf þar sem m.a. óskað er eftir herbergjum á Heimalandi til leigu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður fundarins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Sameiginlegur heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi

2309012

Lagt fram erindi Rangárþings ytra vegna sameiginlegs heilsu-, íþrótta og tómstundafulltrúa. Eftirfarandi bókun var samþykkt í byggðarráði Rangárþings ytra:

Lögð fram drög að starfslýsingu íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkefnisstjóra Heilsueflandi samfélags í Rangárvallarsýslu.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að starfslýsingu. Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið verði þátttakandi og

vísar málinu til heilsu-, íþrótta- og tómastundanefndar til kynningar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram f.h. sveitarfélagsins að málinu. Einnig felur byggðarráð sveitarstjóra að kynna málið fyrir heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnenfd og sveitarstjórn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Gjaldskrár 2024

2310113

Lögð fram drög að gjaldskrám Rangárings eystra fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Sigurhæðir; Umsókn um styrk fyrir árið 2024

2310112

Lagt fram erindi Sigurhæða þar sem óskað er eftir styrks til rekstar Sigurhæða, úrræðis við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.
Byggðarráð samþykkir styrkveitingu til Sigurhæða, er upphæðin í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Beiðni um styrkveitingu til Styrktarfélags Klúbbsins Stróks 2023

2310033

Lagt fram bréf frá Styrktarfélag Klúbbsins Stróks á Selfossi þar sem óksað er eftir styrk til rekstrar vegna starfsársins 2024.
Byggðarráð samþykkir að styrkja starfsemi Klúbbsins Stróks um 100.000 kr.
Samþykkt samhljóða.

6.Aflið; styrkbeiðni vegna reksturs 2023

2310062

Lagt fram erindi Aflsins, samtaka fyrir þolendur ofbeldis, þar sem óskað er eftir styrks til rekstar Aflsins, úrræðis við þolendur kynbundins ofbeldis.
Byggðarráð hafnar stykrbeiðni Aflsins. Rangárþing eystra er að styrkja Sigurhæðir sem er þjónusta af sama toga en Sigurhæðir eru staðsettar á Suðurlandi og því nær þjónustuþegum okkar byggðalags.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

7.Umsókn um rekstrarleyfi - Voðmúlastaðir II

2310078

Sýslumaðurinn á suðurlandi óskar eftir umsögn á rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokk II C Minna gistiheimili að Voðmúlastaðir II lóð fnr. 222-7305
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Umsókn um rekstrarleyfi - Studio list sf

2310001

Sýslumaðurinn á suðurlandi óskar eftir umsögn á rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokk II C minna gistiheimili að Hamri fn 232-1146.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

9.Tónlistarskóli Rangæinga; 31. stjórnarfundur 23.okt 2023

2310075

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 31. fundar stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga.
Byggðarráð staðfestir fundargerð og leggur til við sveitarstjórn að fjárhagsáætlun tónlistaskólans verði samþykkt.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

10.Héraðsráð Rangæinga; 9. fundur 24.10.2023

2310097

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 9. fundar Héraðsráðs Rangæinga.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 9. fundar Héraðsráðs Rangæinga.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

11.Stjórn Njálurefils; Fundargerð 12. fundar

2310111

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar stjórnar Njálurefils ses.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.SASS; 601. fundur stjórnar

2310116

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 601. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.SASS; 602. fundur stjórnar

2310118

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 602. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.321. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 25.10.23

2310115

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 321. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga; 934. fundar stjórnar

2310012

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 934. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga; 935. fundur stjórnar

2310090

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2023

2304004

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignlán til neytenda, nr. 118/2016, 171. mál.
Lagt fram til kynningar.

18.Miðbær Hvolsvallar

2308013

Sveitarstjóri kynnir drög að samningi um uppbyggingu í miðbæð Hvolsvallar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 09:20.