77. fundur 13. október 2023 kl. 08:30 - 10:07 í slökkvistöðinni á Hellu
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson
  • Þráinn Ingólfsson
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
  • Jón Guðmundur Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Formaður
Dagskrá

1.Brunavarnir Rang; Rekstraryfirlit jan-okt 2023

2310035

Margrét Jóna Ísólfsdóttir fer yfir rekstraryfirlit Brunavarna Rangárvallasýslu janúar til október 2023. Rekstur er í góðu jafnvægi og á áætlun.

2.Brunavarnir Rang; Fjárhagsáætlun 2024

2310034

Stjórn fer yfir drög að fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu fyrir árið 2024. Endanleg tillaga að fjárhagsáætlun verður lögð fyrir næsta fund stjórnar í samræmi við umræður á fundinum.

3.Gjaldskrá Brunavarna Rangárvallasýslu

2303070

Drög að nýrri gjaldskrá lögð fyrir stjórn. Stjórn samþykkir gjaldskrá með fyrirvara um staðfestingu aðildasveitarfélaga.

4.Brunavarnir Rang; Tækjabúnaður v. elds í rafmagnsbílum

2310041

Umræður fóru fram um tækjabúnað slökkviliðs til að fást við eld í rafmagnsbílum. Gert verður ráð fyrir slíkum búnaði við kaup á nýjum slökkvibíl.

5.Brunavarnir Rang; Kostnaðaráætlun vegna nýs dælubíls

2310040

Slökkviliðsstjóri fer yfir kröfulýsingu vegna hugsanlegra kaupa og útboðs á nýjum slökkvibíl. Stjórn samþykkir kröfulýsingu og felur slökkviliðsstjóra að vinna málið áfram.

6.Brunavarnir Rang; Ástand húsnæðis

2310039

Slökkviliðsstjóri fer yfir ástand húseigna. Borið hefur á göllum á frágangi í nýrri byggingu slökkviliðs á Hellu. Slökkviliðsstjóra falið að vinna málið áfram.

7.Brunavarnir Rang; Íþróttastyrkir til starfsmanna

2310038

Starfsmenn brunavarna hafa nú þegar gjaldfrjálsan aðgang að íþróttamannvirkjum sveitarfélaganna. Slökkviliðsstjóra falið að kanna með frekari útfærslur á aðgengi slökkviliðsmanna til heilsuræktar.

8.Brunavarnir Rang; Slökkvitækjaþjónusta

2310037

Lagt fram til kynningar.

9.Brunavarnir Rang; Samningur við Landsvirkjun

2310036

Stjórn fer yfir drög að samstarfssamningi við Landsvirkjun. Sveitarstjóra Rangárþings ytra falið að boða fulltrúa Landsvirkjunar til fundar við stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu, með það að markmiði að ganga formlega frá samkomulagi milli aðila.

Fundi slitið - kl. 10:07.