33. fundur 31. október 2023 kl. 12:30 - 14:45 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Heiðbrá Ólafsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Anna Runólfsdóttir
  • Elín Fríða Sigurðardóttir varamaður
    Aðalmaður: Baldur Ólafsson
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon varamaður
    Aðalmaður: Guðmundur Ólafsson
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Austurvegur 18 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2308032

Knattspyrnufélag Rangæinga óskar eftir byggingarheimild fyrir auglýsingarskilti við Þjóðveg 1 skv. meðfylgjandi gögnum. Umsókninni er vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókninni. Á grundvelli deiliskipulags er ekki heimild fyrir skiltinu.

2.Þórsmörk - Framtíðarmöguleikar

2310103

Þórsmörk og svæðið þar í kring er einstök náttúruperla sem íbúar sveitarfélagsins og raunar allir landsmenn líta á sem sameign sína og sameiginlegt afdrep. Hún er auk þess meðal annars uppspretta landsþekktra dægurlaga og þjóðsagna um mannlíf, ástir og örlög frá því um og eftir miðja síðustu öld og skipar þannig sess í menningu þjóðarinnar. Hún er einnig vaxandi aðdráttarafl fyrir ferðamenn og margvísleg starfsemi tengist ferðaþjónustu á svæðinu. Rætt um þróun svæðisins til framtíðar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að taka umræðu í víðu samhengi við landeigendur, heimamenn, umhverfis- og auðlindaráðherra og aðra sem hagsmuni eiga að gæta.

3.Landskipti - Öldugarður

2308066

Verið er að staðfesta ytri mörk landeignarinnar Öldugarður, L164463 skv. meðfylgjandi lóðablaði.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við ytri mörk landeignarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

4.Landskipti - Fákaflöt

2310065

Með landskiptunum er verið að stofna nýja lóð úr upprunalandinu Fákaflöt, L209731. Hin nýja spilda fær staðfangið Fákaflöt 1 og verður 1.346,7 m2 að stærð.
Skipulags- og umhverfisnefndir leggur til við sveitarstjórna að landskiptin verði samþykkt og að hin nýja landspilda fái staðfangið Fákaflöt 1 með vísan í reglugerð 577/2017 um skráningu staðfanga.

5.Deiliskipulag - Hvolsvegur og Hlíðarvegur

2211022

Um er að ræða áform um nýtt deiliskipulag á reit sem nær yfir lóðirnar Hvolsvegur 29, 30, 31, 32, 33, 35 og Hlíðarveg 15.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram samkvæmt minnisblaði nefndarinnar.

6.Deiliskipulag - Miðkriki, Iðnaðarsvæði

2310063

Um er að ræða áform um nýtt deiliskipulag úr landi Miðkrika. Lagt er til að svæðinu verði skilgreint sem iðnaðarsvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í hugmyndina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna hugmyndina áfram með landeigendum.

7.Deiliskipulag - Skeggjastaðir, land 14

2310064

Óskað er eftir heimild til deiliskipulagsgerðar að Fákaflöt og Skeggjastaða, land 14. Tillagan gerir ráð fyrir 10 íbúðalóðum á 2-3 ha. lóðum þar sem heimilt verður að hafa fasta búsetu með möguleika á gestahúsum fyrir ferðamenn.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Nefndin leggur jafnframt til að sveitarstjórn heimlili breytingu á gildandi aðalskipulagi og heimild til deiliskipulagsgerðar.

8.Deiliskipulag - Deild

2305027

Sveinn Þorgrímsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á jörðinni Deild í Fljótshlíð. Um er að ræða þrjár 5000 m2 íbúðalóðir. Á Hverri lóð verður heimild fyrir allt að 150 m2 íbúðarhúsi, allt að 100 m2 gestahúsi og allt að 75 m2 skemmu/gróðurhúsi. Hámarksmænishæð íbúðarhúss er 6,0m frá botnplötu en hámarksmæniðshæð annarra húsa er 4,0m frá botnplötu.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 8.júní 2023 með athugasemdarfrest til 19.júlí 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni sem dregin hefur verið til baka og Heilbrigisteftirlit suðurlands bendir á að staðsetning vatnsbóls skal koma fram. Brugðist hefur verið við athugasemdinni og núverandi vatnsból hefur verið merkt inn á uppdráttinn með skýringarmynd. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 4. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Deiliskipulag - Miðeyjarhólmur

2202040

Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Miðeyjarhólms L163884. Fyrirhugað er að stofna lögbýli á jörðinni og stunda þar landbúnað. Innan byggingarreits B1 er gert ráð fyrir 2 íbúðarhúsum, hvort um sig allt að 600 m2 að stærð, 3 frístundahúsum hvert um sig allt að 250 m2 að stærð og lanbúnaðarbyggingum sem eru að heildarstærð allt að 5800 m2.
Við yfirferð Skipulagsstofnunnar dags. 9.október 2023, komu fram athugasemdir varðandi ósamræmi við ákvæði aðalskipulags um skógrækt á svæðinu, gera skuli grein fyrir varnargörðum á svæðinu skv. umsögn Veðurstofunnar, lagfæra byggingarreit og uppdrátt gildandi aðalskipulags vantaði. Brugðist hefur verið við þessum athugasemdum með kafla um mögulegs jökulhlaups í Markarfljóti vegna Kötlugosa, afmörkun skóræktar hefur verið fjarlægt af uppdrættinum og byggingarreitur hefur verið lagfærður. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
EE víkur af fundi.

10.Deiliskipulag - Skíðbakki 2

2301100

Deiliskipulagið nær til um 1,85 ha landspildu úr landi Skíðbakka 2 L163894. Gert er ráð fyrir 3 lóðum. Á hverri lóð verður heimilt að byggja íbúðarhús allt að 250 m2 með mænishæð allt að 8m, gestahús allt að 50 m2 með mænishæð allt að 5m og bílskúr/skemmu allt að 200 m2 með mænishæð allt að 8m.
Deiliskipulagið var auglýst frá 15.mars með athugasemdarfrest til 26.apríl 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila en Heilbrigðiseftirlit suðurlands var með athugasemdir varaðandi byggingarheimildir væru um fram hvað aðalskipulag sveitarfélagsins heimilar, gera þurfi grein fyrir neysluvatnsöflun og að svæðið sé á hverfisverndarsvæði (HV11) vegna safnskurðar. Brugðist hefur verið við þessum með því að fjalla um hverfisverndarsvæðið og afmarka það á uppdrættinum, byggingarmagn lóðanna samræmir nú gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og fjallað hefur verið nánar um öflun neysluvatns. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
EE kemur aftur inn á fund.

11.Deiliskipulag - Eystra Seljaland F7

2205068

Um er að ræða skipulagslýsingu deiliskipulags á uppbyggingu í ferðaþjónustu á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719. Gert er ráð fyrir hótel- og veitingaþjónustu ásamt uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir starfsfólk.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 30.ágúst með athugasemdarfrest til 12.október 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti suðurlands varðandi misræmi í aðalskipulagsbreytingunni og í deiliskipulaginu. Frekari skýringar hafa verið gefnar og Heilbrigðiseftirlitið samþykkt þær skýringar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Deiliskipulag - Eystra Seljaland, F2 og F3

2205073

Aðalfoss ehf óskar eftir því að gera breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi varðandi lóðirnar F2 og F3. Á lóð F2 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Á lóð F3 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Hámarks mænishæð er 6,0m m.v. hæð jarðvegs í umhverfis húsin.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Deiliskipulag - Ytra-Seljaland

2205094

Hnaukar ehf. óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á svæði undir 39 frístundahúsalóðir. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m2 hús ásamt 25 m2 geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð er 6,0 m frá gólfkóta.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Aðalskipulagsbreyting - Butra

2308046

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 25 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1) sem skógræktarsvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Aðalskipulags breyting - Rauðuskriður L164057

2305076

Hallshólmi ehf. óskar eftir heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi fyrir Rauðuskriður L164057 samhliða deiliskipulagsgerð. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að minnka frístundabyggðina F21 úr 2,9 ha. í 1,8 ha. Rauðuskriður er skv. gildandi aðalskipulagi sem L1 úrvals landbúnaðarland.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 4.september 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og hún verði auglýst samhliða deiliskipulagstillögunni í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Deiliskipulag - Rauðuskriður L164057

2305075

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 25 gestahúsum til útleigu til ferðamanna, fjórar frístundalóðir og lóð fyrir nýtt íbúðarhús. Gestahúsin verð 15 m2 með hámarks 3,5 m. mænishæð, íbúðarlóðin heimilar 200 m2 íbúðarhús, bílskúr og allt að 50 m2 garðhýsi, hámarks byggingarmagn lóðar má vera allt að 1.000 m2 og mænishæð 6 m. Á frístundarlóðunum er heimilt að byggja allt að 180 m2 á hverri lóð, eitt frístundarhús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Hámkars mænishæð getur verið allt að 4 m.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Uppfærð Áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland

2310100

18.Bakarí við miðbæ Hvolsvallar.

2310058

Auður Ágústsdóttir og Heiðrún Jóna Pálsdóttir leggja til við sveitarfélagið að gert verði ráð fyrir bakaríi í fyrirhuguðum miðbæ Hvolsvallar.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og hvetur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa til að koma erindinu til lóðarhafa miðbæjar Hvolsvallar.

19.Ósk um körfuboltavöll á Hvolsvöll

2310059

Jórunn Edda Antonsdóttir leggur til við sveitarfélagið að gert verði ráð fyrir körfuboltavelli í Rangárþingi eystra.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir erindið og hvetur sveitarstjórn til að vinna áfram í málinu

20.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

4. verkfundur leikskólalóð, fundargerð.

21.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99

2309008F

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd og samþykkir að fjölga fasteignarnúmerum að Hallgerðartúni 69-75.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athguasemd við veitingu rekstrarleyfis.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Byggingarheimild til niðurrifs verður gefin út að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    - Vottorð um að eignin sé veðbandalaus verði lagt fram.
    - Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs verði lögð fram.
    - Byggingarstjóri verði skráður á framkvæmdina.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

22.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100

2310003F

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100 Skipulags- og byggingarfulltrúarembætti gefur jákvæða umsögn að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og sé í samræmi við skipulag samkvæmt skipulagslögum eða lögum um skipulag haf- og strandsvæða skv. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

    Þetta staðfestist hér með.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100 Skipulags- og byggingarfulltrúarembætti gefur jákvæða umsögn að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og sé í samræmi við skipulag samkvæmt skipulagslögum eða lögum um skipulag haf- og strandsvæða skv. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

    Þetta staðfestist hér með.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100 Skipulags- og byggingarfulltrúarembætti gefur jákvæða umsögn að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og sé í samræmi við skipulag samkvæmt skipulagslögum eða lögum um skipulag haf- og strandsvæða skv. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

    Þetta staðfestist hér með.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100 Skipulags- og byggingarfulltrúarembætti gefur jákvæða umsögn við veitingu rekstrarleyfis.

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100 Skipulags- og byggingarfulltrúarembætti gefur jákvæða umsögn að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og sé í samræmi við skipulag samkvæmt skipulagslögum eða lögum um skipulag haf- og strandsvæða skv. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

    Þetta staðfestist hér með.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100 Skipulags- og byggingarfulltrúarembætti gefur jákvæða umsögn að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og sé í samræmi við skipulag samkvæmt skipulagslögum eða lögum um skipulag haf- og strandsvæða skv. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

    Þetta staðfestist hér með.

Fundi slitið - kl. 14:45.